Innlent

Áslaug gefur kost á sér

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi prófkjöri til Alþingiskosninga.
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi prófkjöri til Alþingiskosninga.
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi prófkjöri til Alþingiskosninga.

Í tilkynningu segir:

Áslaug María, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Reykjavíkurborg frá 2006. Hún er oddviti Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði og menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og hefur áður átt sæti í umhverfis- og samgönguráði og leikskólaráði.

Áslaug stofnaði fyrirtækið Sjá viðmótsprófanir ehf. árið 2001 en fyrirtækið var það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur verið leiðandi á sviði rannsókna og úttekta á notendahegðun á vefnum.

Áslaug María var kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2007 og sat þar til 2011. Hún var formaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna frá 2006 til 2011. Hún var kjörin formaður allsherjar- og menntamálanefndar á flokksráðfundi síðast liðið vor og er einnig stjórnarmaður í velferðarnefnd flokksins.

Áslaug María er með mastersgráðu í vinnusálfræði frá University of Hertfordshire í Englandi. Hún er framkvæmdastjóri Sjá ehf. og borgarfulltrúi í Reykjavík. Áður var Áslaug deildarsérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu og sinnti þar málefnum fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga.

Áslaug María Friðriksdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Sambýlismaður Áslaugar er Hjálmar Edwardsson og eiga þau tvo drengi en Áslaug á jafnframt eina dóttur.

Foreldrar Áslaugar Maríu eru Friðrik Sophusson, fyrrverandi forstjóri, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Jóakimsdóttir, hárgreiðslumeistari og alexandertæknikennari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×