Rangar forsendur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 20. júlí 2012 06:00 Umræðan sem skapast hefur í kjölfar nýlokinnar samkeppni um hótelbyggingu við Ingólfstorg og fyrirhuguð mótmæli benda til að ekki hafi ennþá tekist að ná sátt um tillögur um þróun byggðarinnar á þessu mikilvæga svæði í hjarta Reykjavíkur. Það er ekki tilviljun að þrátt fyrir að nýlega hafi verið auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á svæðinu ákvað Reykjavíkurborg að efna til samkeppni til að leita bestu lausna. Má leiða að því líkur að mönnum hafi þótt of mikill 2007 bragur á uppbyggingaráformunum í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu enda kemur fram að breytingin var gerð vegna óska lóðarhafa um að byggja hótel við Vallarstræti og ákveðið var að efna til samkeppni vegna athugasemda við þau byggingaráform.Rangar forsendur kalla fram vondar lausnir Ekki þarf að efa að ásetningur ráðamanna Reykjavíkurborgar hafi verið góður og ekki skorti undirtektir hjá arkitektum þar sem 68 tillögur bárust í fyrra þrepi samkeppninnar, víða að. Mikil og metnaðarfull vinna fagmanna liggur fyrir og vel skipuð dómnefnd hefur lagt mikla vinnu í komast að niðurstöðu. En niðurstaðan veldur mörgum vonbrigðum og eru tillögurnar síst skárri en tillagan sem fylgdi auglýstri deiliskipulagsbreytingu og menn voru svo ósáttir með. Lausnirnar bera þess merki, nú sem þá, að verið er að troða allt of miklu byggingarmagni á allt of lítið og afar viðkvæmt svæði og það tekst ekki að gera það á sannfærandi hátt. Til að uppfylla gefnar forsendurnar þarf að byggja; utan í, ofan á, fyrir og yfir núverandi byggð. Forsendurnar fyrir lausnunum eru hreinlega rangar. Það er vandamálið. Einn dómnefndarfulltrúi bendir á þetta í rökstuddu séráliti og gat ekki mælt með neinni tillögu til vinnings.Að verða samdauna Eitt helsta aðdráttarafl borga eru elstu borgarhlutarnir, gömlu miðbæirnir. Í þeim felast mikil menningarverðmæti. Þeir segja sögu, byggingarsögu og menningarsögu, sem dregur að sér mannlíf gesti og gangandi. Á síðustu árum hafa miklar áætlanir verið um að eyða þessum menningarverðmætum til að skapa rými fyrir nýja uppbyggingu, m.a. fyrir ferðamenn sem einmitt koma til að njóta þess sem verið er að fórna. Mörgu hefur þegar verið fórnað og gefur það ennþá ríkari ástæðu til að vernda það sem eftir er. Það felast einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti í gömlu húsunum sem eftir eru í miðborginni og það ætti að vera algert forgangsatriði að vernda þau og framhefja á allan hátt. Margir sem lifðu og hrærðust í sýndargóðærinu mikla virðast vera orðnir algerlega samdauna ofuráformunum um uppbyggingu í miðborginni og þykja þau sjálfsögð og eðlileg.Höfnum sérhagsmunum Flestar breytingar sem orðið hafa á deiliskipulagi í miðborg Reykjavíkur á síðustu árum hafa verið vegna óska lóðahafa um uppbyggingu. Einkaaðilar hafa þá gjarnan keypt upp gömul hús fyrir slikk, jafnvel á heilum byggingarreitunum, með áætlanir um stórkostlegt niðurrif á eldri byggðinni og ofuráætlunum um nýja byggð. Það sem stoppaði mörg þessi byggingaráform fyrir hrun var að ekki hafði náðst sátt um ofurbyggingaáform einkaaðilanna. Þetta á m.a. við á byggingarreitnum sunnan Ingólfstorgs. Nú þarf að snúa blaðinu við.Hagur heildarinnar Það þarf að setja hag heildarinnar í fyrirrúm. Það þarf að vernda og upphefja með öllum tiltækum ráðum það sem eftir er af gömlu byggðinni í miðbæ Reykjavíkur. Byggð sem skapar aðdráttarafl og menningarverðmæti sem aldrei verður hægt að endurheimta verði þeim fórnað. Að sjálfsögðu ætti þetta að vera leiðarljós við allt skipulag í miðborg Reykjavíkur. Eldri byggðin, menningarverðmætin, ættu að vera aðalforsendur uppbyggingar og þróunar byggðar í miðborginni en ekki skipulag sem byggir á því að bregðast við óskum lóðarhafa um uppbyggingu með hámarksnýtingu og hámarksgróða að leiðarljósi eins og allt skipulag í miðborginni miðaðist við fyrir hrun.Snúum af óheillabraut Borgaryfirvöld ættu að vera óhrædd við og þora að horfast í augu við mistökin, fagna opinni umræðu um þau og hafa kjark til að snúa af þeirri óheillabraut sem skipulagsmál í Reykjavík rötuðu í í sýndargóðærinu mikla. Þau ættu almennt að setja hag heildarinnar í fyrirrúm við allt skipulag. Þau ættu fyrst og fremst að bera hag núverandi byggðar í Reykjavík, Reykvíkinga allra, og menningarverðmæta Íslendinga allra fyrir brjósti umfram hag einkaaðila sem vilja byggja með hámarksnýtingu lóðar sinnar eins og m.a. er í þessu tilfelli. Vonandi bera þau gæfu til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan sem skapast hefur í kjölfar nýlokinnar samkeppni um hótelbyggingu við Ingólfstorg og fyrirhuguð mótmæli benda til að ekki hafi ennþá tekist að ná sátt um tillögur um þróun byggðarinnar á þessu mikilvæga svæði í hjarta Reykjavíkur. Það er ekki tilviljun að þrátt fyrir að nýlega hafi verið auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á svæðinu ákvað Reykjavíkurborg að efna til samkeppni til að leita bestu lausna. Má leiða að því líkur að mönnum hafi þótt of mikill 2007 bragur á uppbyggingaráformunum í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu enda kemur fram að breytingin var gerð vegna óska lóðarhafa um að byggja hótel við Vallarstræti og ákveðið var að efna til samkeppni vegna athugasemda við þau byggingaráform.Rangar forsendur kalla fram vondar lausnir Ekki þarf að efa að ásetningur ráðamanna Reykjavíkurborgar hafi verið góður og ekki skorti undirtektir hjá arkitektum þar sem 68 tillögur bárust í fyrra þrepi samkeppninnar, víða að. Mikil og metnaðarfull vinna fagmanna liggur fyrir og vel skipuð dómnefnd hefur lagt mikla vinnu í komast að niðurstöðu. En niðurstaðan veldur mörgum vonbrigðum og eru tillögurnar síst skárri en tillagan sem fylgdi auglýstri deiliskipulagsbreytingu og menn voru svo ósáttir með. Lausnirnar bera þess merki, nú sem þá, að verið er að troða allt of miklu byggingarmagni á allt of lítið og afar viðkvæmt svæði og það tekst ekki að gera það á sannfærandi hátt. Til að uppfylla gefnar forsendurnar þarf að byggja; utan í, ofan á, fyrir og yfir núverandi byggð. Forsendurnar fyrir lausnunum eru hreinlega rangar. Það er vandamálið. Einn dómnefndarfulltrúi bendir á þetta í rökstuddu séráliti og gat ekki mælt með neinni tillögu til vinnings.Að verða samdauna Eitt helsta aðdráttarafl borga eru elstu borgarhlutarnir, gömlu miðbæirnir. Í þeim felast mikil menningarverðmæti. Þeir segja sögu, byggingarsögu og menningarsögu, sem dregur að sér mannlíf gesti og gangandi. Á síðustu árum hafa miklar áætlanir verið um að eyða þessum menningarverðmætum til að skapa rými fyrir nýja uppbyggingu, m.a. fyrir ferðamenn sem einmitt koma til að njóta þess sem verið er að fórna. Mörgu hefur þegar verið fórnað og gefur það ennþá ríkari ástæðu til að vernda það sem eftir er. Það felast einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti í gömlu húsunum sem eftir eru í miðborginni og það ætti að vera algert forgangsatriði að vernda þau og framhefja á allan hátt. Margir sem lifðu og hrærðust í sýndargóðærinu mikla virðast vera orðnir algerlega samdauna ofuráformunum um uppbyggingu í miðborginni og þykja þau sjálfsögð og eðlileg.Höfnum sérhagsmunum Flestar breytingar sem orðið hafa á deiliskipulagi í miðborg Reykjavíkur á síðustu árum hafa verið vegna óska lóðahafa um uppbyggingu. Einkaaðilar hafa þá gjarnan keypt upp gömul hús fyrir slikk, jafnvel á heilum byggingarreitunum, með áætlanir um stórkostlegt niðurrif á eldri byggðinni og ofuráætlunum um nýja byggð. Það sem stoppaði mörg þessi byggingaráform fyrir hrun var að ekki hafði náðst sátt um ofurbyggingaáform einkaaðilanna. Þetta á m.a. við á byggingarreitnum sunnan Ingólfstorgs. Nú þarf að snúa blaðinu við.Hagur heildarinnar Það þarf að setja hag heildarinnar í fyrirrúm. Það þarf að vernda og upphefja með öllum tiltækum ráðum það sem eftir er af gömlu byggðinni í miðbæ Reykjavíkur. Byggð sem skapar aðdráttarafl og menningarverðmæti sem aldrei verður hægt að endurheimta verði þeim fórnað. Að sjálfsögðu ætti þetta að vera leiðarljós við allt skipulag í miðborg Reykjavíkur. Eldri byggðin, menningarverðmætin, ættu að vera aðalforsendur uppbyggingar og þróunar byggðar í miðborginni en ekki skipulag sem byggir á því að bregðast við óskum lóðarhafa um uppbyggingu með hámarksnýtingu og hámarksgróða að leiðarljósi eins og allt skipulag í miðborginni miðaðist við fyrir hrun.Snúum af óheillabraut Borgaryfirvöld ættu að vera óhrædd við og þora að horfast í augu við mistökin, fagna opinni umræðu um þau og hafa kjark til að snúa af þeirri óheillabraut sem skipulagsmál í Reykjavík rötuðu í í sýndargóðærinu mikla. Þau ættu almennt að setja hag heildarinnar í fyrirrúm við allt skipulag. Þau ættu fyrst og fremst að bera hag núverandi byggðar í Reykjavík, Reykvíkinga allra, og menningarverðmæta Íslendinga allra fyrir brjósti umfram hag einkaaðila sem vilja byggja með hámarksnýtingu lóðar sinnar eins og m.a. er í þessu tilfelli. Vonandi bera þau gæfu til þess.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun