Rangar forsendur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 20. júlí 2012 06:00 Umræðan sem skapast hefur í kjölfar nýlokinnar samkeppni um hótelbyggingu við Ingólfstorg og fyrirhuguð mótmæli benda til að ekki hafi ennþá tekist að ná sátt um tillögur um þróun byggðarinnar á þessu mikilvæga svæði í hjarta Reykjavíkur. Það er ekki tilviljun að þrátt fyrir að nýlega hafi verið auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á svæðinu ákvað Reykjavíkurborg að efna til samkeppni til að leita bestu lausna. Má leiða að því líkur að mönnum hafi þótt of mikill 2007 bragur á uppbyggingaráformunum í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu enda kemur fram að breytingin var gerð vegna óska lóðarhafa um að byggja hótel við Vallarstræti og ákveðið var að efna til samkeppni vegna athugasemda við þau byggingaráform.Rangar forsendur kalla fram vondar lausnir Ekki þarf að efa að ásetningur ráðamanna Reykjavíkurborgar hafi verið góður og ekki skorti undirtektir hjá arkitektum þar sem 68 tillögur bárust í fyrra þrepi samkeppninnar, víða að. Mikil og metnaðarfull vinna fagmanna liggur fyrir og vel skipuð dómnefnd hefur lagt mikla vinnu í komast að niðurstöðu. En niðurstaðan veldur mörgum vonbrigðum og eru tillögurnar síst skárri en tillagan sem fylgdi auglýstri deiliskipulagsbreytingu og menn voru svo ósáttir með. Lausnirnar bera þess merki, nú sem þá, að verið er að troða allt of miklu byggingarmagni á allt of lítið og afar viðkvæmt svæði og það tekst ekki að gera það á sannfærandi hátt. Til að uppfylla gefnar forsendurnar þarf að byggja; utan í, ofan á, fyrir og yfir núverandi byggð. Forsendurnar fyrir lausnunum eru hreinlega rangar. Það er vandamálið. Einn dómnefndarfulltrúi bendir á þetta í rökstuddu séráliti og gat ekki mælt með neinni tillögu til vinnings.Að verða samdauna Eitt helsta aðdráttarafl borga eru elstu borgarhlutarnir, gömlu miðbæirnir. Í þeim felast mikil menningarverðmæti. Þeir segja sögu, byggingarsögu og menningarsögu, sem dregur að sér mannlíf gesti og gangandi. Á síðustu árum hafa miklar áætlanir verið um að eyða þessum menningarverðmætum til að skapa rými fyrir nýja uppbyggingu, m.a. fyrir ferðamenn sem einmitt koma til að njóta þess sem verið er að fórna. Mörgu hefur þegar verið fórnað og gefur það ennþá ríkari ástæðu til að vernda það sem eftir er. Það felast einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti í gömlu húsunum sem eftir eru í miðborginni og það ætti að vera algert forgangsatriði að vernda þau og framhefja á allan hátt. Margir sem lifðu og hrærðust í sýndargóðærinu mikla virðast vera orðnir algerlega samdauna ofuráformunum um uppbyggingu í miðborginni og þykja þau sjálfsögð og eðlileg.Höfnum sérhagsmunum Flestar breytingar sem orðið hafa á deiliskipulagi í miðborg Reykjavíkur á síðustu árum hafa verið vegna óska lóðahafa um uppbyggingu. Einkaaðilar hafa þá gjarnan keypt upp gömul hús fyrir slikk, jafnvel á heilum byggingarreitunum, með áætlanir um stórkostlegt niðurrif á eldri byggðinni og ofuráætlunum um nýja byggð. Það sem stoppaði mörg þessi byggingaráform fyrir hrun var að ekki hafði náðst sátt um ofurbyggingaáform einkaaðilanna. Þetta á m.a. við á byggingarreitnum sunnan Ingólfstorgs. Nú þarf að snúa blaðinu við.Hagur heildarinnar Það þarf að setja hag heildarinnar í fyrirrúm. Það þarf að vernda og upphefja með öllum tiltækum ráðum það sem eftir er af gömlu byggðinni í miðbæ Reykjavíkur. Byggð sem skapar aðdráttarafl og menningarverðmæti sem aldrei verður hægt að endurheimta verði þeim fórnað. Að sjálfsögðu ætti þetta að vera leiðarljós við allt skipulag í miðborg Reykjavíkur. Eldri byggðin, menningarverðmætin, ættu að vera aðalforsendur uppbyggingar og þróunar byggðar í miðborginni en ekki skipulag sem byggir á því að bregðast við óskum lóðarhafa um uppbyggingu með hámarksnýtingu og hámarksgróða að leiðarljósi eins og allt skipulag í miðborginni miðaðist við fyrir hrun.Snúum af óheillabraut Borgaryfirvöld ættu að vera óhrædd við og þora að horfast í augu við mistökin, fagna opinni umræðu um þau og hafa kjark til að snúa af þeirri óheillabraut sem skipulagsmál í Reykjavík rötuðu í í sýndargóðærinu mikla. Þau ættu almennt að setja hag heildarinnar í fyrirrúm við allt skipulag. Þau ættu fyrst og fremst að bera hag núverandi byggðar í Reykjavík, Reykvíkinga allra, og menningarverðmæta Íslendinga allra fyrir brjósti umfram hag einkaaðila sem vilja byggja með hámarksnýtingu lóðar sinnar eins og m.a. er í þessu tilfelli. Vonandi bera þau gæfu til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Umræðan sem skapast hefur í kjölfar nýlokinnar samkeppni um hótelbyggingu við Ingólfstorg og fyrirhuguð mótmæli benda til að ekki hafi ennþá tekist að ná sátt um tillögur um þróun byggðarinnar á þessu mikilvæga svæði í hjarta Reykjavíkur. Það er ekki tilviljun að þrátt fyrir að nýlega hafi verið auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi á svæðinu ákvað Reykjavíkurborg að efna til samkeppni til að leita bestu lausna. Má leiða að því líkur að mönnum hafi þótt of mikill 2007 bragur á uppbyggingaráformunum í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu enda kemur fram að breytingin var gerð vegna óska lóðarhafa um að byggja hótel við Vallarstræti og ákveðið var að efna til samkeppni vegna athugasemda við þau byggingaráform.Rangar forsendur kalla fram vondar lausnir Ekki þarf að efa að ásetningur ráðamanna Reykjavíkurborgar hafi verið góður og ekki skorti undirtektir hjá arkitektum þar sem 68 tillögur bárust í fyrra þrepi samkeppninnar, víða að. Mikil og metnaðarfull vinna fagmanna liggur fyrir og vel skipuð dómnefnd hefur lagt mikla vinnu í komast að niðurstöðu. En niðurstaðan veldur mörgum vonbrigðum og eru tillögurnar síst skárri en tillagan sem fylgdi auglýstri deiliskipulagsbreytingu og menn voru svo ósáttir með. Lausnirnar bera þess merki, nú sem þá, að verið er að troða allt of miklu byggingarmagni á allt of lítið og afar viðkvæmt svæði og það tekst ekki að gera það á sannfærandi hátt. Til að uppfylla gefnar forsendurnar þarf að byggja; utan í, ofan á, fyrir og yfir núverandi byggð. Forsendurnar fyrir lausnunum eru hreinlega rangar. Það er vandamálið. Einn dómnefndarfulltrúi bendir á þetta í rökstuddu séráliti og gat ekki mælt með neinni tillögu til vinnings.Að verða samdauna Eitt helsta aðdráttarafl borga eru elstu borgarhlutarnir, gömlu miðbæirnir. Í þeim felast mikil menningarverðmæti. Þeir segja sögu, byggingarsögu og menningarsögu, sem dregur að sér mannlíf gesti og gangandi. Á síðustu árum hafa miklar áætlanir verið um að eyða þessum menningarverðmætum til að skapa rými fyrir nýja uppbyggingu, m.a. fyrir ferðamenn sem einmitt koma til að njóta þess sem verið er að fórna. Mörgu hefur þegar verið fórnað og gefur það ennþá ríkari ástæðu til að vernda það sem eftir er. Það felast einstök og algerlega sérstök menningarverðmæti í gömlu húsunum sem eftir eru í miðborginni og það ætti að vera algert forgangsatriði að vernda þau og framhefja á allan hátt. Margir sem lifðu og hrærðust í sýndargóðærinu mikla virðast vera orðnir algerlega samdauna ofuráformunum um uppbyggingu í miðborginni og þykja þau sjálfsögð og eðlileg.Höfnum sérhagsmunum Flestar breytingar sem orðið hafa á deiliskipulagi í miðborg Reykjavíkur á síðustu árum hafa verið vegna óska lóðahafa um uppbyggingu. Einkaaðilar hafa þá gjarnan keypt upp gömul hús fyrir slikk, jafnvel á heilum byggingarreitunum, með áætlanir um stórkostlegt niðurrif á eldri byggðinni og ofuráætlunum um nýja byggð. Það sem stoppaði mörg þessi byggingaráform fyrir hrun var að ekki hafði náðst sátt um ofurbyggingaáform einkaaðilanna. Þetta á m.a. við á byggingarreitnum sunnan Ingólfstorgs. Nú þarf að snúa blaðinu við.Hagur heildarinnar Það þarf að setja hag heildarinnar í fyrirrúm. Það þarf að vernda og upphefja með öllum tiltækum ráðum það sem eftir er af gömlu byggðinni í miðbæ Reykjavíkur. Byggð sem skapar aðdráttarafl og menningarverðmæti sem aldrei verður hægt að endurheimta verði þeim fórnað. Að sjálfsögðu ætti þetta að vera leiðarljós við allt skipulag í miðborg Reykjavíkur. Eldri byggðin, menningarverðmætin, ættu að vera aðalforsendur uppbyggingar og þróunar byggðar í miðborginni en ekki skipulag sem byggir á því að bregðast við óskum lóðarhafa um uppbyggingu með hámarksnýtingu og hámarksgróða að leiðarljósi eins og allt skipulag í miðborginni miðaðist við fyrir hrun.Snúum af óheillabraut Borgaryfirvöld ættu að vera óhrædd við og þora að horfast í augu við mistökin, fagna opinni umræðu um þau og hafa kjark til að snúa af þeirri óheillabraut sem skipulagsmál í Reykjavík rötuðu í í sýndargóðærinu mikla. Þau ættu almennt að setja hag heildarinnar í fyrirrúm við allt skipulag. Þau ættu fyrst og fremst að bera hag núverandi byggðar í Reykjavík, Reykvíkinga allra, og menningarverðmæta Íslendinga allra fyrir brjósti umfram hag einkaaðila sem vilja byggja með hámarksnýtingu lóðar sinnar eins og m.a. er í þessu tilfelli. Vonandi bera þau gæfu til þess.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun