Erlent

Óljóst um tilgang mannsins

Lögregla hefur ekki enn skorið úr því af hverju ungur maður braust inn til tígrisdýranna í dýragarðinum í Kaupmannahöfn.
Lögregla hefur ekki enn skorið úr því af hverju ungur maður braust inn til tígrisdýranna í dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Nordicphotos/AFP
Ekki er enn vitað hvað manninum sem fór inn til tígrisdýranna í dýragarðinum i Kaupmannahöfn gekk til með athæfi sínu. Maðurinn fannst látinn í búrinu að morgni sunnudags, en hann hafði brotist inn í garðinn kvöldið áður.

Lögregla sagði í tilkynningu í gær að maðurinn, sem var tvítugur að aldri, hefði farið beint að híbýlum tígrisdýranna. Banamein hans var bit á háls.

Ekki er útilokað að um sjálfsmorð hafi verið að ræða, en ekkert bendir til þess að um glæp sé að ræða.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×