Erlent

Hælisleitendur fá meira fé

Hælisleitendur í Þýskalandi Þurfa flestir að bíða lengi eftir afgreiðslu mála sinna.
Hælisleitendur í Þýskalandi Þurfa flestir að bíða lengi eftir afgreiðslu mála sinna. nordicphotos/AFP
Hælisleitendur og flóttamenn í Þýskalandi fá ekki nógu mikla ríkisaðstoð til að geta lifað mannsæmandi lífi meðan þeir bíða afgreiðslu mála sinna.

Þetta er niðurstaða stjórnlagadómstólsins í Þýskalandi, sem segir að tafarlaust verði að hækka verulega framfærsluféð.

Um 130 þúsund hælisleitendur og flóttamenn eru í Þýskalandi. Þeir eiga hér eftir að fá greiddar 336 evrur á mánuði hver, eða rúmlega 52 þúsund krónur.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×