Lífið

Lopez hyggst leika meira

Jennifer Lopez ætlar að leika í kvikmyndum í framtíðinni.
Jennifer Lopez ætlar að leika í kvikmyndum í framtíðinni.
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hætti sem kunnugt er sem dómari í raunveruleikaþættinum American Idol í síðustu viku. Hún segist í nýlegu viðtali ætla að halda áfram að einbeita sér að tónlistinni, ásamt því að koma sér aftur í kvikmyndir.

„Ég sakna þess að leika í kvikmyndum,“ sagði hún. „Síðustu misseri hef ég einbeitt mér að tónlistinni, með dómarastarfinu í American Idol. Það virkaði vel saman.“

Áður en Lopez getur helgað sig kvikmyndaleik þarf hún að stíga nokkrum sinnum á svið og syngja en í sumar fer hún í tónleikaferðalag með Enrique Iglesias. Þá sendir hún frá sér plötu með bestu- og vinsælustu lögum sínum á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.