Lífið

Hringir í Kravitz

Vanessa Paradis hefur leitað huggunar hjá Lenny Kravitz eftir skilnaðinn við Johnny Depp.
Vanessa Paradis hefur leitað huggunar hjá Lenny Kravitz eftir skilnaðinn við Johnny Depp.
Söngkonan Vanessa Paradis hefur leitað huggunar hjá fyrrum kærasta sínum, bandaríska söngvaranum Lenny Kravitz, eftir skilnað hennar og Johnny Depp. Paradis og Kravitz áttu í stuttu sambandi árið 1992, þegar þau unnu saman að gerð fyrstu plötunnar sem hún söng á ensku, og hafa haldið sambandi allar götur síðan. ?Áður en Vanessa hitti Johnny var Lenny stóra ástin í lífi hennar. Þó ástarsambandið hafi ekki varað lengi gerði vináttan það og því leitaði hún til Lennys eftir skilnaðinn. Hún vissi að Lenny væri til staðar fyrir hana á þessum erfiðu tímum,? hafði tímaritið The Enquirer eftir heimildarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.