Ferðamönnum boðið að gista á jökli í fyrsta skipti 6. júlí 2012 14:00 Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður Pure Adventures. Mynd/Ernir „Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamönnum gefst kostur á að eyða nótt uppi á íslenskum jökli," segir Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður hjá Pure Adventures, en fyrirtækið skipuleggur ferðir upp á Langjökul í samstarfi við Add Ice. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og var þá ekið á átta dekkja trukki upp á Langjökul frá skálanum Jaka, komið við í tjaldbúðum í um 1.200 metra hæð og því næst farið alla leið upp á topp jökulsins. Þaðan gátu ferðamennirnir notið útsýnis til allra átta áður en farið var aftur í búðirnar þar sem fólk fékk mat, drykk og gistingu í sérútbúnum jökultjöldum. Að sögn Péturs Hauks tekur ferðafólkið fullan þátt í þeim verkum sem þarf að inna af hendi í tjaldbúðunum og aðstoða þannig við eldamennsku og vatnssöfnun. Pétur Haukur segir það einstaka upplifun að eyða nótt uppi á Langjökli enda sé friðsældin mikil. „Þögnin er algjör, maður heyrir ekkert nema mögulega í einstaka flugvél. Svo vaknar maður morguninn eftir með einstakt útsýni sem má hiklaust kalla milljón dala útsýni," segir hann. Fyrirtækið býður upp á þrjár ólíkar ferðir á jökulinn. Sú fyrsta felur í sér akstur til og frá Reykjavík ásamt jöklaferðinni, næsta inniheldur einungis jöklaferðina og hentar því vel ferðamönnum sem eru á eigin bíl og loks er boðið upp á Gyllta hringinn á bakaleiðinni í þeirri þriðju. Ferðirnar kosta frá 65 þúsund til 85 þúsund krónur á mann og er tólf ára aldurstakmark.Svona líta tjaldbúðir ferðamannanna á jöklinum út.Mynd/Pure AdventuresPétur Haukur tekur fram að fólk þurfi að vera vel búið ætli það upp á jökulinn og því dugi ekki að mæta í strigaskóm. „Fólk þarf auðvitað að vera vel skóað og í hlýjum fatnaði. Annars er þetta ekki líkamlega krefjandi og ætti því að henta öllum sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi." Boðið er upp á jöklagistingu fram til 1. september og aftur frá og með 1. maí á næsta ári. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunum pureadventures.is og glaciercamps.is. sara@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ferðamönnum gefst kostur á að eyða nótt uppi á íslenskum jökli," segir Pétur Haukur Loftsson, starfsmaður hjá Pure Adventures, en fyrirtækið skipuleggur ferðir upp á Langjökul í samstarfi við Add Ice. Fyrsta ferðin var farin á mánudag og var þá ekið á átta dekkja trukki upp á Langjökul frá skálanum Jaka, komið við í tjaldbúðum í um 1.200 metra hæð og því næst farið alla leið upp á topp jökulsins. Þaðan gátu ferðamennirnir notið útsýnis til allra átta áður en farið var aftur í búðirnar þar sem fólk fékk mat, drykk og gistingu í sérútbúnum jökultjöldum. Að sögn Péturs Hauks tekur ferðafólkið fullan þátt í þeim verkum sem þarf að inna af hendi í tjaldbúðunum og aðstoða þannig við eldamennsku og vatnssöfnun. Pétur Haukur segir það einstaka upplifun að eyða nótt uppi á Langjökli enda sé friðsældin mikil. „Þögnin er algjör, maður heyrir ekkert nema mögulega í einstaka flugvél. Svo vaknar maður morguninn eftir með einstakt útsýni sem má hiklaust kalla milljón dala útsýni," segir hann. Fyrirtækið býður upp á þrjár ólíkar ferðir á jökulinn. Sú fyrsta felur í sér akstur til og frá Reykjavík ásamt jöklaferðinni, næsta inniheldur einungis jöklaferðina og hentar því vel ferðamönnum sem eru á eigin bíl og loks er boðið upp á Gyllta hringinn á bakaleiðinni í þeirri þriðju. Ferðirnar kosta frá 65 þúsund til 85 þúsund krónur á mann og er tólf ára aldurstakmark.Svona líta tjaldbúðir ferðamannanna á jöklinum út.Mynd/Pure AdventuresPétur Haukur tekur fram að fólk þurfi að vera vel búið ætli það upp á jökulinn og því dugi ekki að mæta í strigaskóm. „Fólk þarf auðvitað að vera vel skóað og í hlýjum fatnaði. Annars er þetta ekki líkamlega krefjandi og ætti því að henta öllum sem vilja prófa eitthvað nýtt og spennandi." Boðið er upp á jöklagistingu fram til 1. september og aftur frá og með 1. maí á næsta ári. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunum pureadventures.is og glaciercamps.is. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira