Lífið

Fluttu inn í hús morðingja

Daniel Craig og Rachel Weisz leika hjón í þrillernum Dream House sem var frumsýndur í íslenskum bíóhúsum í gær.

Myndin fjallar um fjölskyldu sem flytur inn í draumahúsið sitt og sér fyrir sér hið fullkomna líf í litlum smábæ. Hlutirnir reynast þó ekki eins góðir og útlit var fyrir þegar þau komast að því að maður hafi drepið konu sína og tvær dætur í húsinu. Þegar fjölskyldan fer að verða vör við undarlega atburði ákveður persóna Craig að leita sér meiri upplýsinga um málið. Með aðstoð nágrannakonu sinnar, leikinni af Naomi Watts, kemst hann að því að ekkert er eins og það sýnist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.