Eilífur forseti Guðný Gústafsdóttir skrifar 3. júlí 2012 06:00 Kim Jong-il hvað?!" sagði vinkona mín nokkuð æst. Við vorum að tala um forsetakosningarnar. Hún æsir sig annars aldrei, alltaf pollróleg og með húmor fyrir hlutunum. Hún hefur verið að stúdera asíska pólitík og fannst rökrétt að vísa til Norður-Kóreu til að undirstrika hvað væri í gangi. Ég var ekki eins fljót að tengja og hváði. „Ha? Kim Jong-il?" „Já, þessi með sveipinn í hárinu og ógnarstjórnunina í Norður Kóreu manstu?!" Einmitt. Já, ég man eftir honum. Hann fæddist upp úr 1940 í heimalandi sínu við rætur hárra fjalla. Hann gekk í kommúnistaflokkinn og sýndi fljótt leiðtogahæfileika enda náði hann langt á því sviði. Hann varð svo leiðtogi landsins í kringum 1995 og fékk titilinn „Eilífur forseti". Hann var þekktur fyrir að rækta vináttusambönd við auðjöfra og gera vel við sjálfan sig. Sennilega er hann samt þekktastur fyrir að halda völdum með því að hræða þjóðina reglulega. Hann varaði stöðugt við utanaðkomandi ógn; fór víst með einhvers konar ótta-möntru í tíma og ótíma. Eða þegar honum fannst að eigin valdi vegið. Nema hvað. Þegar ég var stelpa var mér gert að vera góð við minnimáttar. Það skilaði sér í því að ég vorkenndi fólki, þjóðum og heilu heimsálfunum fram eftir öllum aldri ef mér fannst einhver eiga undir högg að sækja. Eða bara verið plötuð eða plataður. Eins og Norður-Kórea. Eða Ísland í hruninu svokallaða. Þegar þjóðin var plötuð og rænd. Þá vorkenndi ég minni eigin þjóð. Öllu fólkinu sem hafði látið blekkjast af fagurgala stjórnmálamanna og -kvenna sem afnámu regluverkið sem átti að vernda fjármagn fólksins. Fólkinu sem lét þá plata sig sem nýttu sér glufurnar, hirtu góssið og fóru svo. Fólkinu sem sat í súpunni. Þessi innræting mín var tekin til rækilegrar endurskoðunar í gærkvöldi. Nú get ég ekki lengur vorkennt meirihluta þessarar þjóðar. Sem þrátt fyrir nýafstaðin hrunadans lætur plata sig í útjaskaða skóna og þiggur enn einn darraðardansinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kim Jong-il hvað?!" sagði vinkona mín nokkuð æst. Við vorum að tala um forsetakosningarnar. Hún æsir sig annars aldrei, alltaf pollróleg og með húmor fyrir hlutunum. Hún hefur verið að stúdera asíska pólitík og fannst rökrétt að vísa til Norður-Kóreu til að undirstrika hvað væri í gangi. Ég var ekki eins fljót að tengja og hváði. „Ha? Kim Jong-il?" „Já, þessi með sveipinn í hárinu og ógnarstjórnunina í Norður Kóreu manstu?!" Einmitt. Já, ég man eftir honum. Hann fæddist upp úr 1940 í heimalandi sínu við rætur hárra fjalla. Hann gekk í kommúnistaflokkinn og sýndi fljótt leiðtogahæfileika enda náði hann langt á því sviði. Hann varð svo leiðtogi landsins í kringum 1995 og fékk titilinn „Eilífur forseti". Hann var þekktur fyrir að rækta vináttusambönd við auðjöfra og gera vel við sjálfan sig. Sennilega er hann samt þekktastur fyrir að halda völdum með því að hræða þjóðina reglulega. Hann varaði stöðugt við utanaðkomandi ógn; fór víst með einhvers konar ótta-möntru í tíma og ótíma. Eða þegar honum fannst að eigin valdi vegið. Nema hvað. Þegar ég var stelpa var mér gert að vera góð við minnimáttar. Það skilaði sér í því að ég vorkenndi fólki, þjóðum og heilu heimsálfunum fram eftir öllum aldri ef mér fannst einhver eiga undir högg að sækja. Eða bara verið plötuð eða plataður. Eins og Norður-Kórea. Eða Ísland í hruninu svokallaða. Þegar þjóðin var plötuð og rænd. Þá vorkenndi ég minni eigin þjóð. Öllu fólkinu sem hafði látið blekkjast af fagurgala stjórnmálamanna og -kvenna sem afnámu regluverkið sem átti að vernda fjármagn fólksins. Fólkinu sem lét þá plata sig sem nýttu sér glufurnar, hirtu góssið og fóru svo. Fólkinu sem sat í súpunni. Þessi innræting mín var tekin til rækilegrar endurskoðunar í gærkvöldi. Nú get ég ekki lengur vorkennt meirihluta þessarar þjóðar. Sem þrátt fyrir nýafstaðin hrunadans lætur plata sig í útjaskaða skóna og þiggur enn einn darraðardansinn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar