Áríðandi tilmæli Anna Kristine Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2012 06:00 Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kettlingar. Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem eiga í engin hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verður hungrið hræðslunni yfirsterkara. Í Kattholti er mikill fjöldi óskilakatta og í ljósi ástandsins þar nú sér stjórn Kattavinafélags Íslands sig tilneydda að hvetja kattaeigendur að láta gelda högna og taka læður úr sambandi. Þær kettlingafullu læður, litlir kettlingar og kisur á ýmsum aldri sem búa nú í Kattholti sýna aðeins eitt: Ábyrgðarleysi kattaeigenda. Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur um allt land til að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött og láta taka þá úr sambandi um leið og þeir komast á réttan aldur. Aðeins þannig getum við stemmt stigu við offjölgun katta. Ófrjósemisaðgerð er varanleg lausn og fær kisi að fara samdægurs heim og er fljótur að ná góðri heilsu. Útigangskettir lifa við harðan kost, hungraðir, veikir, kaldir og hraktir og eiga ömurlega ævi. Rekstur Kattholts er mjög erfiður og reynir þessi gríðarlega offjölgun katta mjög á starfsfólk og starfsemi Kattholts sem er líknarfélag, rekið af félagsgjöldum og með hjálp fyrirtækja sem færa kisunum mat. Algengt viðhorf fólks er að halda að læða þurfi endilega að eignast kettlinga. Það er mikill misskilningur. Kostir við geldingu og ófrjósemisaðgerðir eru að bæði læður og högnar verða góðir einstaklingar, heimakærir, blíðir, hreinlátir og lenda síður í slagsmálum og á flakki. Kattaeigendur! Tökum höndum saman og breytum ástandinu til betri vegar, sýnum ábyrgð og dýravernd. Það er allra hagur, ekki síst kattanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í Kattholti dvelja nú tuttugu nýfæddir kettlingar. Stjórn Kattavinafélags Íslands hefur á undanförnum vikum farið víða um höfuðborgarsvæðið í leit að heimilislausum köttum og reynt að koma þeim í skjól í Kattholti. Ástandið er skelfilegt. Hungraðar og hræddar kisur sem eiga í engin hús að venda halda til í fjöru, bak við gáma, fela sig bak við steina – þar til þær sjá mat. Þá verður hungrið hræðslunni yfirsterkara. Í Kattholti er mikill fjöldi óskilakatta og í ljósi ástandsins þar nú sér stjórn Kattavinafélags Íslands sig tilneydda að hvetja kattaeigendur að láta gelda högna og taka læður úr sambandi. Þær kettlingafullu læður, litlir kettlingar og kisur á ýmsum aldri sem búa nú í Kattholti sýna aðeins eitt: Ábyrgðarleysi kattaeigenda. Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur um allt land til að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga kött og láta taka þá úr sambandi um leið og þeir komast á réttan aldur. Aðeins þannig getum við stemmt stigu við offjölgun katta. Ófrjósemisaðgerð er varanleg lausn og fær kisi að fara samdægurs heim og er fljótur að ná góðri heilsu. Útigangskettir lifa við harðan kost, hungraðir, veikir, kaldir og hraktir og eiga ömurlega ævi. Rekstur Kattholts er mjög erfiður og reynir þessi gríðarlega offjölgun katta mjög á starfsfólk og starfsemi Kattholts sem er líknarfélag, rekið af félagsgjöldum og með hjálp fyrirtækja sem færa kisunum mat. Algengt viðhorf fólks er að halda að læða þurfi endilega að eignast kettlinga. Það er mikill misskilningur. Kostir við geldingu og ófrjósemisaðgerðir eru að bæði læður og högnar verða góðir einstaklingar, heimakærir, blíðir, hreinlátir og lenda síður í slagsmálum og á flakki. Kattaeigendur! Tökum höndum saman og breytum ástandinu til betri vegar, sýnum ábyrgð og dýravernd. Það er allra hagur, ekki síst kattanna.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun