Reykvíkingar vitið þið? Eggert Teitsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Á liðnum misserum hefur verið við stjórn í Reykjavík meirihluti sem ástæða er til að fjalla um og jafnframt líta á verk hans. Ég hef í gegnum tíðina fremur lítið fylgst með borgarmálum, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík síðustu sextán árin. Það er líklega vegna þess að mér hefur fundist að þjónustan sé ásættanleg og, með örfáum undantekningum, verið sæmilega sáttur við það sem útsvarsgreiðslurnar hafa farið í. Með þessum hætti hefur þetta verið þrátt fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar hafi verið við völd á þessum árum. Áherslur hafa verið af ýmsum toga en enginn meirihluti hefur sýnt annað eins vanhæfi í sínum störfum og sá sem nú er við völd. Nokkur dæmiÍ samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar frá júní 2010 segir orðrétt undir kaflanum Lýðræði og þátttaka: „Samráð verði haft við íbúa og foreldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum, það gert markvissara og stutt við aðkomu þeirra að lykilákvörðunum.“ Þetta er gott og blessað og mjög göfugt en á árinu 2011 ákvað meirihluti borgarstjórnar gríðarlega umfangsmiklar breytingar á skólastarfi í borginni með sameiningum leikskóla, sameiningum grunnskóla og deilda innan grunnskólanna í algjörri andstöðu við vilja stórs hluta foreldra í borginni. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og góð mótrök fagaðila, foreldra og annarra hagsmunaaðila hafa breytingarnar verið keyrðar í gegn af valdníðslu og vanvirðingu við vilja íbúa borgarinnar. Faglegum og fjárhagslegum rökum hefur verið beitt eftir hentugleika en fyrst og fremst er niðurstaðan sú að íbúalýðræðið hefur verið gjaldfellt, þvert á það sem flokkarnir hafa stært sig af á liðnum árum. Á sama tíma og verulega hefur verið skorið niður í grunnþjónustu Reykjavíkur, bæði hvað varðar þjónustuna sjálfa og fjárframlög til hennar, hafa framlög til ýmissa annarra verkefna aukist verulega og ný verkefni hafa bæst við. Að sama skapi hafa skattar og þjónustugjöld borgarinnar hækkað. Niðurskurður hefur verið í sorpmálum, (bæði hverfisstöðvar og hirðing), unglingavinnu, gatna- og samgöngumálum, umhirðu opinna svæða og almennt viðhald er minna en áður var. Fjárframlög til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hafa hækkað um 9,6% frá árinu 2010 á meðan fjárframlög til menningar- og ferðamálasviðs hafa hækkað um 18,6%. Þetta sýnir kolranga forgangsröðun á erfiðum tímum og staðfestir vanhæfi núverandi meirihluta við stjórn borgarinnar. Vitað er að ytri aðstæður í þjóðfélaginu eru erfiðar og skilningur er fyrir hendi á að í mörgum þáttum rekstrar Reykjavíkurborgar þarf að draga saman. Það ætti að endurspeglast í starfsmannafjölda hjá borginni og ekki síst að birtast í fjölda stöðugilda í Ráðhúsinu sjálfu, aðhaldið ætti að byrja að ofan. En sú er ekki raunin. Á skrifstofum borgarinnar í Ráðhúsinu hefur starfsmönnum fjölgað um 7% auk þess sem yfirvinna og akstur starfsmanna þar eykst verulega milli ára skv. ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2011. Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir að núverandi meirihluti ræður engan veginn við hið mikla verkefni sem er að ná niður kostnaði í erfiðu umhverfi. Rekinn.isVið svo búið verður ekki unað – það er kominn tími til að gera eitthvað í málunum og reyna að koma rödd sinni þannig á framfæri að á hana sé hlustað. Því hefur hópur íbúa í Reykjavík opnað vefsíðuna www.rekinn.is þar sem öllum kosningabærum íbúum borgarinnar gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og skora á borgarstjóra ásamt meirihluta borgarstjórnar að segja af sér. Nokkrar ástæður hafa verið raktar hér að framan en í stuttu máli má segja að meirihluti borgarstjórnar hafi sýnt með verkum sínum að hann er vanhæfur til að takast á við það erfiða verkefni að reka höfuðborgina við núverandi aðstæður. Reykvíkingur góður – sýndu í verki vanþóknun þína á stjórn borgarinnar með því að skrá nafn þitt á vefsíðuna www.rekinn.is og komum borgarstjórnarmeirihlutanum frá völdum áður en það verður of seint! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á liðnum misserum hefur verið við stjórn í Reykjavík meirihluti sem ástæða er til að fjalla um og jafnframt líta á verk hans. Ég hef í gegnum tíðina fremur lítið fylgst með borgarmálum, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík síðustu sextán árin. Það er líklega vegna þess að mér hefur fundist að þjónustan sé ásættanleg og, með örfáum undantekningum, verið sæmilega sáttur við það sem útsvarsgreiðslurnar hafa farið í. Með þessum hætti hefur þetta verið þrátt fyrir að hinir ýmsu stjórnmálaflokkar hafi verið við völd á þessum árum. Áherslur hafa verið af ýmsum toga en enginn meirihluti hefur sýnt annað eins vanhæfi í sínum störfum og sá sem nú er við völd. Nokkur dæmiÍ samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingar frá júní 2010 segir orðrétt undir kaflanum Lýðræði og þátttaka: „Samráð verði haft við íbúa og foreldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum, það gert markvissara og stutt við aðkomu þeirra að lykilákvörðunum.“ Þetta er gott og blessað og mjög göfugt en á árinu 2011 ákvað meirihluti borgarstjórnar gríðarlega umfangsmiklar breytingar á skólastarfi í borginni með sameiningum leikskóla, sameiningum grunnskóla og deilda innan grunnskólanna í algjörri andstöðu við vilja stórs hluta foreldra í borginni. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og góð mótrök fagaðila, foreldra og annarra hagsmunaaðila hafa breytingarnar verið keyrðar í gegn af valdníðslu og vanvirðingu við vilja íbúa borgarinnar. Faglegum og fjárhagslegum rökum hefur verið beitt eftir hentugleika en fyrst og fremst er niðurstaðan sú að íbúalýðræðið hefur verið gjaldfellt, þvert á það sem flokkarnir hafa stært sig af á liðnum árum. Á sama tíma og verulega hefur verið skorið niður í grunnþjónustu Reykjavíkur, bæði hvað varðar þjónustuna sjálfa og fjárframlög til hennar, hafa framlög til ýmissa annarra verkefna aukist verulega og ný verkefni hafa bæst við. Að sama skapi hafa skattar og þjónustugjöld borgarinnar hækkað. Niðurskurður hefur verið í sorpmálum, (bæði hverfisstöðvar og hirðing), unglingavinnu, gatna- og samgöngumálum, umhirðu opinna svæða og almennt viðhald er minna en áður var. Fjárframlög til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hafa hækkað um 9,6% frá árinu 2010 á meðan fjárframlög til menningar- og ferðamálasviðs hafa hækkað um 18,6%. Þetta sýnir kolranga forgangsröðun á erfiðum tímum og staðfestir vanhæfi núverandi meirihluta við stjórn borgarinnar. Vitað er að ytri aðstæður í þjóðfélaginu eru erfiðar og skilningur er fyrir hendi á að í mörgum þáttum rekstrar Reykjavíkurborgar þarf að draga saman. Það ætti að endurspeglast í starfsmannafjölda hjá borginni og ekki síst að birtast í fjölda stöðugilda í Ráðhúsinu sjálfu, aðhaldið ætti að byrja að ofan. En sú er ekki raunin. Á skrifstofum borgarinnar í Ráðhúsinu hefur starfsmönnum fjölgað um 7% auk þess sem yfirvinna og akstur starfsmanna þar eykst verulega milli ára skv. ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2011. Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir að núverandi meirihluti ræður engan veginn við hið mikla verkefni sem er að ná niður kostnaði í erfiðu umhverfi. Rekinn.isVið svo búið verður ekki unað – það er kominn tími til að gera eitthvað í málunum og reyna að koma rödd sinni þannig á framfæri að á hana sé hlustað. Því hefur hópur íbúa í Reykjavík opnað vefsíðuna www.rekinn.is þar sem öllum kosningabærum íbúum borgarinnar gefst kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og skora á borgarstjóra ásamt meirihluta borgarstjórnar að segja af sér. Nokkrar ástæður hafa verið raktar hér að framan en í stuttu máli má segja að meirihluti borgarstjórnar hafi sýnt með verkum sínum að hann er vanhæfur til að takast á við það erfiða verkefni að reka höfuðborgina við núverandi aðstæður. Reykvíkingur góður – sýndu í verki vanþóknun þína á stjórn borgarinnar með því að skrá nafn þitt á vefsíðuna www.rekinn.is og komum borgarstjórnarmeirihlutanum frá völdum áður en það verður of seint!
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun