Mínir fordómar og annarra Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2012 06:00 Samkvæmt fræðimannaáliti Rósu Erlingsdóttur og Hrafnhildar Ragnarsdóttir blasir kynjuð staðalmynd karlrembunnar Ólafs Ragnars Grímssonar við og er sú karlremba annað hvort alveg eins eða næstum því eins og karlremburnar sem réðust á Vigdísi Finnbogadóttur. Hrafnhildur telur að karlrembustig forsetans sé eitthvað „sem ekki má svo auðveldlega ræða". Hrafnhildur Ragnarsdóttir víkur að hugarástandi mínu þegar ég skrifa pistil undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar" og fullyrðir að mér hafi verið ?mikið niðri fyrir? þegar ég skrifaði umræddan pistil. Það sem ég gagnrýndi meðal annars í pistlinum var orðanotkun eins og „engum dylst" og „ljóst er". En þar sem Hrafnhildur hélt því fram að Rósa skrifaði umrædda grein sem fræðimaður þá fannst mér fræðimaðurinn taka sér heldur mikið forræði fyrir sannleikanum án þess þó að byggja á gögnum eða sterkum rökum. Ég hef almennt mikið álit á konum en tel að þessar tvær séu mörgum konum fremri enda ekki á færi margra að greina hugarástand mitt þar sem ég sit heima við tölvuna og glamra á takkaborðið. Reyndar minnist ég þess ekki að mér hafi verið mikið ?niðri fyrir? en hugsanlega býr Hrafnhildur yfir tækni til þess að greina hugarfar mitt að því leyti sem ég skynja það ekki sjálf. Ef ég væri nú jafn kolvitlaus og margir þeir stjórnmálamenn og auðmenn sem vaða uppi í samfélaginu þá myndi ég sennilega nota peningavaldið og fara í mál við Hrafnhildi fyrir að bera út óhróður um hugarástand mitt á opinberum vettvangi. En þar sem ég er bara venjuleg kona og tel að hugsanlega sé þetta tilraun Hrafnhildar til þess að gera kynjaða greiningu á orðræðu minni ætla ég að láta málið niður falla en ráðlegg Hrafnhildi að gera þetta ekki að ævistarfi. Ég vil samt leiðrétta þá rangfærslu að ég átti mig ekki á að greinin hafi ekki verið skrifuð í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég kannast ekki við að hafa skrifað það. Ég tala hins vegar um fordóma úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar og geri grein fyrir því enda sitja báðar konurnar sem ég nafngreini í stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Hrafnhildur lýkur pistli sínum með snúningi þegar hún telur það vott um fordóma að ég vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna". Hún telur það undarlegan málflutning þegar ég lýsi því hvernig forseta ég vil ekki sjá og tekur sér það bessaleyfi að túlka það þannig að ég sé að gera lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Hrafnhildur gefur til kynna að henni finnist ég hafa vondar skoðanir eða allavega fordómafullar. Hrafnhildur þarf að virða mér það til vorkunnar að ég hef ekki gengið í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar né heldur annarra stjórnmálaflokka. Það kann því að vera að mér fipist sporin í pólitískum rétttrúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fordómar hvers? Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. 2. júní 2012 06:00 Orð forsetans um "skrautdúkku“ Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands. 26. maí 2012 06:00 Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um "kynjuð ummæli“ sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti "skrautdúkku“. "Puntudúkka“ væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa "skrautdúkku“ í forsetastóli. 30. maí 2012 11:00 Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Samkvæmt fræðimannaáliti Rósu Erlingsdóttur og Hrafnhildar Ragnarsdóttir blasir kynjuð staðalmynd karlrembunnar Ólafs Ragnars Grímssonar við og er sú karlremba annað hvort alveg eins eða næstum því eins og karlremburnar sem réðust á Vigdísi Finnbogadóttur. Hrafnhildur telur að karlrembustig forsetans sé eitthvað „sem ekki má svo auðveldlega ræða". Hrafnhildur Ragnarsdóttir víkur að hugarástandi mínu þegar ég skrifa pistil undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar" og fullyrðir að mér hafi verið ?mikið niðri fyrir? þegar ég skrifaði umræddan pistil. Það sem ég gagnrýndi meðal annars í pistlinum var orðanotkun eins og „engum dylst" og „ljóst er". En þar sem Hrafnhildur hélt því fram að Rósa skrifaði umrædda grein sem fræðimaður þá fannst mér fræðimaðurinn taka sér heldur mikið forræði fyrir sannleikanum án þess þó að byggja á gögnum eða sterkum rökum. Ég hef almennt mikið álit á konum en tel að þessar tvær séu mörgum konum fremri enda ekki á færi margra að greina hugarástand mitt þar sem ég sit heima við tölvuna og glamra á takkaborðið. Reyndar minnist ég þess ekki að mér hafi verið mikið ?niðri fyrir? en hugsanlega býr Hrafnhildur yfir tækni til þess að greina hugarfar mitt að því leyti sem ég skynja það ekki sjálf. Ef ég væri nú jafn kolvitlaus og margir þeir stjórnmálamenn og auðmenn sem vaða uppi í samfélaginu þá myndi ég sennilega nota peningavaldið og fara í mál við Hrafnhildi fyrir að bera út óhróður um hugarástand mitt á opinberum vettvangi. En þar sem ég er bara venjuleg kona og tel að hugsanlega sé þetta tilraun Hrafnhildar til þess að gera kynjaða greiningu á orðræðu minni ætla ég að láta málið niður falla en ráðlegg Hrafnhildi að gera þetta ekki að ævistarfi. Ég vil samt leiðrétta þá rangfærslu að ég átti mig ekki á að greinin hafi ekki verið skrifuð í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég kannast ekki við að hafa skrifað það. Ég tala hins vegar um fordóma úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar og geri grein fyrir því enda sitja báðar konurnar sem ég nafngreini í stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Hrafnhildur lýkur pistli sínum með snúningi þegar hún telur það vott um fordóma að ég vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna". Hún telur það undarlegan málflutning þegar ég lýsi því hvernig forseta ég vil ekki sjá og tekur sér það bessaleyfi að túlka það þannig að ég sé að gera lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Hrafnhildur gefur til kynna að henni finnist ég hafa vondar skoðanir eða allavega fordómafullar. Hrafnhildur þarf að virða mér það til vorkunnar að ég hef ekki gengið í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar né heldur annarra stjórnmálaflokka. Það kann því að vera að mér fipist sporin í pólitískum rétttrúnaði.
Fordómar hvers? Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. 2. júní 2012 06:00
Orð forsetans um "skrautdúkku“ Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands. 26. maí 2012 06:00
Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um "kynjuð ummæli“ sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti "skrautdúkku“. "Puntudúkka“ væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa "skrautdúkku“ í forsetastóli. 30. maí 2012 11:00
Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar