Er þjóðin bótaskyld vegna gjafakvótans? Gísli Tryggvason og Lýður Árnason skrifar 24. maí 2012 06:00 Núverandi kvótahafar hafa ítrekað smjattað á málsókn gegn ríkinu verði kvótinn innkallaður og honum úthlutað á ný með jafnræði og atvinnufrelsi allra að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa einokað auðlindina og arðrænt sem hefur sýnt sig í glórulausri yfirveðsetningu, skuldasöfnun og afskriftum, kennitöluflakki og sýndargjörningum telja kvótahafar veiðiréttinn sína eign og bótaskylda sé hún af þeim tekin.Lögin skýr um þjóðareign Því er rétt að benda á eftirfarandi atriði: Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga stendur: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Þetta segja sumir fræðimenn marklaust því þjóð hafi enga kennitölu. Þarna verði að standa „ríkiseign“. Rökin eru að löggjafinn geti ekki ljáð „þjóðareign“ merkingu heldur megi aðeins notast við hugtök sem kennd hafa verið í lagadeildum. En samkvæmt þessu myndu nytjastofnar hafsins falla undir sama hatt og aðrar ríkiseignir og vera framseljanlegir sem ekki er ætlunin. Kjarninn í hugtakinu „þjóðareign“ er hins vegar ríkiseign eða almannaréttur – sem ekki má selja eða láta varanlega af hendi! Fyrirmyndin er fengin úr lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, frá 1928: „Hið friðlýsta land skal vera [...] ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Hugtakið á sér því stoð í íslenskum lögum – og í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þessa sérstaklega getið í 34. gr. frumvarpsins. Í sömu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 stendur: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Skýrara getur það vart orðið. Sumir vilja áskilja sér eignarrétt, ekki yfir nytjastofnunum sjálfum, heldur veiðiréttinum - en samkvæmt ofangreindu er það fráleitt þar sem sérstaklega er tekið fram í lögum að forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum sé afturkallanlegt. Og fleira er vert að nefna. Í lögum um samningsveð frá 1997 stendur í 4. mgr. 3. gr.: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips [...].“ Ljóst er því að úthlutun almannagæða hefur verið seld og keypt í trássi við lög og vilja löggjafans. Hagsmunaaðilar hafa farið framhjá þessu með því að hengja aflahlutdeildina á fiskiskip og veðsetja skipið umfram virði og gert veiðiheimildir að markaðsvöru andstætt anda laganna.Dómar skýrir um forræði löggjafans f.h. þjóðarinnar Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi staðfest heimild Alþingis til þess að afturkalla veitt leyfi og heimildir ef málefnaleg sjónarmið og jafnræði eru höfð að leiðarljósi. Nýlegt dæmi er úr dómi frá 27. september 2007 þar sem Hæstiréttur var einhuga um að leyfi, veitt Björgun ehf. til vinnslu á hafsbotni 1990, til 30 ára, hefði mátt afturkalla 14 árum síðar á grundvelli nýrra laga frá 2000.Auðlindaákvæði í nýrri stjórnarskrá Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs segir í 1. og 4. mgr. 34. gr.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. [...] Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Þetta tekur af þann efa sem LÍÚ sáir meðal kjósenda og þingmanna.Lokaorð Samkvæmt ofangreindu hafa útgerðir, bankar og kaupendur kvóta hingað til sjálfir ákveðið viðskiptaforsendur, þ.e. ótímabundinn afnotarétt og yfirveðsetningu. Þeir hafa rekið sitt markaðstorg gegn anda lagaumgjarðar greinarinnar og búið til eigin sýndarheim. Málsókn af þeirra hálfu við innköllun kvóta er auðvitað sjálfsagður réttur þeirra en þann slag á þjóðin að taka og klára þetta deilumál í eitt skipti fyrir öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Núverandi kvótahafar hafa ítrekað smjattað á málsókn gegn ríkinu verði kvótinn innkallaður og honum úthlutað á ný með jafnræði og atvinnufrelsi allra að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa einokað auðlindina og arðrænt sem hefur sýnt sig í glórulausri yfirveðsetningu, skuldasöfnun og afskriftum, kennitöluflakki og sýndargjörningum telja kvótahafar veiðiréttinn sína eign og bótaskylda sé hún af þeim tekin.Lögin skýr um þjóðareign Því er rétt að benda á eftirfarandi atriði: Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga stendur: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Þetta segja sumir fræðimenn marklaust því þjóð hafi enga kennitölu. Þarna verði að standa „ríkiseign“. Rökin eru að löggjafinn geti ekki ljáð „þjóðareign“ merkingu heldur megi aðeins notast við hugtök sem kennd hafa verið í lagadeildum. En samkvæmt þessu myndu nytjastofnar hafsins falla undir sama hatt og aðrar ríkiseignir og vera framseljanlegir sem ekki er ætlunin. Kjarninn í hugtakinu „þjóðareign“ er hins vegar ríkiseign eða almannaréttur – sem ekki má selja eða láta varanlega af hendi! Fyrirmyndin er fengin úr lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, frá 1928: „Hið friðlýsta land skal vera [...] ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Hugtakið á sér því stoð í íslenskum lögum – og í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þessa sérstaklega getið í 34. gr. frumvarpsins. Í sömu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 stendur: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Skýrara getur það vart orðið. Sumir vilja áskilja sér eignarrétt, ekki yfir nytjastofnunum sjálfum, heldur veiðiréttinum - en samkvæmt ofangreindu er það fráleitt þar sem sérstaklega er tekið fram í lögum að forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum sé afturkallanlegt. Og fleira er vert að nefna. Í lögum um samningsveð frá 1997 stendur í 4. mgr. 3. gr.: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips [...].“ Ljóst er því að úthlutun almannagæða hefur verið seld og keypt í trássi við lög og vilja löggjafans. Hagsmunaaðilar hafa farið framhjá þessu með því að hengja aflahlutdeildina á fiskiskip og veðsetja skipið umfram virði og gert veiðiheimildir að markaðsvöru andstætt anda laganna.Dómar skýrir um forræði löggjafans f.h. þjóðarinnar Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi staðfest heimild Alþingis til þess að afturkalla veitt leyfi og heimildir ef málefnaleg sjónarmið og jafnræði eru höfð að leiðarljósi. Nýlegt dæmi er úr dómi frá 27. september 2007 þar sem Hæstiréttur var einhuga um að leyfi, veitt Björgun ehf. til vinnslu á hafsbotni 1990, til 30 ára, hefði mátt afturkalla 14 árum síðar á grundvelli nýrra laga frá 2000.Auðlindaákvæði í nýrri stjórnarskrá Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs segir í 1. og 4. mgr. 34. gr.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. [...] Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Þetta tekur af þann efa sem LÍÚ sáir meðal kjósenda og þingmanna.Lokaorð Samkvæmt ofangreindu hafa útgerðir, bankar og kaupendur kvóta hingað til sjálfir ákveðið viðskiptaforsendur, þ.e. ótímabundinn afnotarétt og yfirveðsetningu. Þeir hafa rekið sitt markaðstorg gegn anda lagaumgjarðar greinarinnar og búið til eigin sýndarheim. Málsókn af þeirra hálfu við innköllun kvóta er auðvitað sjálfsagður réttur þeirra en þann slag á þjóðin að taka og klára þetta deilumál í eitt skipti fyrir öll.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun