Líf á biðstofunni Bryndís Björnsdóttir skrifar 7. maí 2012 06:00 Þrítugasta apríl síðastliðinn kom fram viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem var í þann mund að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf. Með söfnuninni vill Kristín leggja áherslu á að kvennadeildin bæti aðbúnað kvenna sem hafa misst börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Í viðtalinu kom fram að Kristín hafði nýverið misst tvíburadrengi sína og hafði þurft að ganga í gegnum þá reynslu að sitja á biðstofu kvennadeildar eftir þann missi með óléttum konum sem biðu eftir að komast í sónar. Með þessu lofsverða framtaki bendir Kristína á þætti sem hafa ekki áður verið bornir fram á opinberum vettvangi en verið umtalaðir kvenna á milli. Aðstaðan á kvennadeild Landspítalans þarfnast umbóta. Styrkur Kristínar hefur fengið mig til þess að vilja benda einnig á að í þessu rými bíða aðrar konur. Konur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu. Með þessum skrifum vil ég benda á þann hóp kvenna sem forðast er að nefna í þessu samhengi en sem ég tel að eigi einnig við þá styrktarsöfnun sem Kristín stendur fyrir. Sjálf hef ég gengið í gegnum fóstureyðingu og þekki þær flóknu tilfinningar sem hún getur vakið. Á biðstofu kvennadeildar Landspítalans lætur kona sem hefur gengið í gegnum fóstureyðingu þær óheppilegu aðstæður ganga yfir sig, þar sem þetta var hennar val. Þeirri miklu sorg sem fóstureyðing getur vakið er ekki gefið svigrúm þar. Samfélagið virðist betur í stakk búið að gangast við lagalegum forsendum fóstureyðingar en þeim miklu sálrænu flækjum sem hún getur kallað fram. Hver sem ákvörðun kvenna verður þegar kemur að slíku vali er um að ræða erfiðan stað að gangast við. Ef samfélagið er búið að heimila slíkar aðgerðir undir formerkjum jafnréttis tel ég að samfélagið ætti að gangast við því til fulls og ekki loka dyrum á þessar konur að aðgerðinni lokinni. Þöggun er ekki rétta lausnin. Mikill fjöldi kvenna á Íslandi hefur gengið í gegnum slíka reynslu og þarf að geta átt orð um hana. Konur eru annað en staðreyndir og stærðir. Við höfum okkar ólíku upplifanir sem eru margþættar og sem ætti að taka til greina. Því tel ég að það eigi að horfast í augu við hversu flókin tilveran er og leyfa konum að mætast á biðstofu sem tekur opnum örmum hvaða lífi sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þrítugasta apríl síðastliðinn kom fram viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem var í þann mund að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf. Með söfnuninni vill Kristín leggja áherslu á að kvennadeildin bæti aðbúnað kvenna sem hafa misst börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Í viðtalinu kom fram að Kristín hafði nýverið misst tvíburadrengi sína og hafði þurft að ganga í gegnum þá reynslu að sitja á biðstofu kvennadeildar eftir þann missi með óléttum konum sem biðu eftir að komast í sónar. Með þessu lofsverða framtaki bendir Kristína á þætti sem hafa ekki áður verið bornir fram á opinberum vettvangi en verið umtalaðir kvenna á milli. Aðstaðan á kvennadeild Landspítalans þarfnast umbóta. Styrkur Kristínar hefur fengið mig til þess að vilja benda einnig á að í þessu rými bíða aðrar konur. Konur sem hafa gengið í gegnum fóstureyðingu. Með þessum skrifum vil ég benda á þann hóp kvenna sem forðast er að nefna í þessu samhengi en sem ég tel að eigi einnig við þá styrktarsöfnun sem Kristín stendur fyrir. Sjálf hef ég gengið í gegnum fóstureyðingu og þekki þær flóknu tilfinningar sem hún getur vakið. Á biðstofu kvennadeildar Landspítalans lætur kona sem hefur gengið í gegnum fóstureyðingu þær óheppilegu aðstæður ganga yfir sig, þar sem þetta var hennar val. Þeirri miklu sorg sem fóstureyðing getur vakið er ekki gefið svigrúm þar. Samfélagið virðist betur í stakk búið að gangast við lagalegum forsendum fóstureyðingar en þeim miklu sálrænu flækjum sem hún getur kallað fram. Hver sem ákvörðun kvenna verður þegar kemur að slíku vali er um að ræða erfiðan stað að gangast við. Ef samfélagið er búið að heimila slíkar aðgerðir undir formerkjum jafnréttis tel ég að samfélagið ætti að gangast við því til fulls og ekki loka dyrum á þessar konur að aðgerðinni lokinni. Þöggun er ekki rétta lausnin. Mikill fjöldi kvenna á Íslandi hefur gengið í gegnum slíka reynslu og þarf að geta átt orð um hana. Konur eru annað en staðreyndir og stærðir. Við höfum okkar ólíku upplifanir sem eru margþættar og sem ætti að taka til greina. Því tel ég að það eigi að horfast í augu við hversu flókin tilveran er og leyfa konum að mætast á biðstofu sem tekur opnum örmum hvaða lífi sem er.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun