Frá Hollywood til Latabæjar 4. maí 2012 09:00 Thi Theu Hanyaka, búningahönnuður hjá Ironhead Studio, er stödd hér á landi í tengslum við Latabæ. Hún dásamar bæði starfsfólk Latabæjar og íslenska loftið. fréttablaðið/hag Unnið er að því að uppfæra búning Íþróttaálfsins og af því tilefni kom Thi Theu Hanyaka til landsins til að reka smiðshöggið. „Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles," segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar. Hanyaka er frá Sviss en hefur búið og starfað í Los Angeles undanfarin tíu ár og hóf feril sinn sem fatahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið náið með fatahönnuðinum Jeremy Scott að verkefnum sem hann gerði fyrir Björk og Madonnu. „Ég og Jeremy urðum mjög góðir vinir í gegnum vinnuna og ég tel hann vera einn af mínum bestu vinum í dag," segir hún. Ironhead Studio hefur skapað búningana fyrir stórmyndir á borð við Alien 3, Batman Returns, Thor og The X-men og nú sér það um búningagerð fyrir nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Oblivion. Hanyaka segir fyrirtækið sérhæfa sig í búninga- og hjálmagerð fyrir ævintýra- og vísindaskáldsögumyndir. „Við sérhæfum okkur í hjálmum og skrýtnum framtíðarfötum," segir Hanyaka glaðlega. Hún kveðst orðin vön því að hitta stórstjörnur á borð við Tom Cruise í gegnum vinnu sína og finnst það því ekki lengur skrýtið eða merkilegt. Þegar Hanyaka er að lokum spurð út í dvöl sína á Íslandi lifnar yfir henni og segist hún hafa náð að slappa vel af. „Lífið hér er ekki jafn brjálað og úti í Los Angeles og loftið ykkar er svo hreint! Yfir LA hangir svart mengunarský. Mig langaði mikið til að heimsækja Bláa lónið, ég hef heyrt að það sé dásamlegt, en ég hafði ekki tíma til þess þar sem heimför minni var flýtt sökum vinnu," segir hún að lokum. -sm Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Unnið er að því að uppfæra búning Íþróttaálfsins og af því tilefni kom Thi Theu Hanyaka til landsins til að reka smiðshöggið. „Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles," segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar. Hanyaka er frá Sviss en hefur búið og starfað í Los Angeles undanfarin tíu ár og hóf feril sinn sem fatahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið náið með fatahönnuðinum Jeremy Scott að verkefnum sem hann gerði fyrir Björk og Madonnu. „Ég og Jeremy urðum mjög góðir vinir í gegnum vinnuna og ég tel hann vera einn af mínum bestu vinum í dag," segir hún. Ironhead Studio hefur skapað búningana fyrir stórmyndir á borð við Alien 3, Batman Returns, Thor og The X-men og nú sér það um búningagerð fyrir nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Oblivion. Hanyaka segir fyrirtækið sérhæfa sig í búninga- og hjálmagerð fyrir ævintýra- og vísindaskáldsögumyndir. „Við sérhæfum okkur í hjálmum og skrýtnum framtíðarfötum," segir Hanyaka glaðlega. Hún kveðst orðin vön því að hitta stórstjörnur á borð við Tom Cruise í gegnum vinnu sína og finnst það því ekki lengur skrýtið eða merkilegt. Þegar Hanyaka er að lokum spurð út í dvöl sína á Íslandi lifnar yfir henni og segist hún hafa náð að slappa vel af. „Lífið hér er ekki jafn brjálað og úti í Los Angeles og loftið ykkar er svo hreint! Yfir LA hangir svart mengunarský. Mig langaði mikið til að heimsækja Bláa lónið, ég hef heyrt að það sé dásamlegt, en ég hafði ekki tíma til þess þar sem heimför minni var flýtt sökum vinnu," segir hún að lokum. -sm
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira