Sigurlíkur Sarkozys virðast hverfandi 4. maí 2012 08:45 Francois Hollande og Nicolas Sarkozy mættust í síðustu sjónvarpskappræðum sínum á miðvikudagskvöld. nordicphotos/AFP Sarkozy tókst engan veginn að tryggja sér sigur með frammistöðu sinni í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld. Hollande varðist harðskeyttum árásum Sarkozys af fimi og virðist hafa komið á óvart. Kosið verður á sunnudag. Francois Hollande, forsetaefni franska Sósíalistaflokksins, er spáð 53 til 54 prósenta atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi. Nicolas Sarkozy, núverandi forseti, fær varla nema 46 til 47 prósent, verði úrslitin nálægt því sem skoðanakannanir spá. Sarkozy virðist engan veginn hafa tekist að saxa á forskot Hollandes í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld, sem urðu líklega þær heiftarlegustu í sögu slíkra kappræðna í frönsku sjónvarpi. Sarkozy greip hvert tækifæri til að ráðast að Hollande, sakaði hann um lygar og sagði að stefna hans myndi leiða Frakkland í glötun. Hollande hélt hins vegar ró sinni og varð aldrei svara vant, sem virðist hafa komið áhorfendum á óvart því Hollande hefur oft komið þeim fyrir sjónir sem heldur litlaus og atkvæðalítill stjórnmálamaður. Hollande kom líka nokkrum skotum á Sarkozy, til dæmis þegar hann sagði: „Þú ert stöðugt með orðið „lygar“ á vörunum. Er það persónulegt vandamál hjá þér?“ Hollande hefur boðað kúvendingu í sumum helstu stefnumálum Sarkozys. Meðal annars hefur hann lofað því að kalla franska herinn heim frá Afganistan hið fyrsta, og svo þverneitar hann að taka þátt í hinu nýja fjármálabandalagi evruríkjanna, sem Bretar hafa heldur ekki viljað taka þátt í. Þegar Hollande var spurður að því hvers konar forseti hann ætlaði sér að vera, þá svaraði hann með nokkuð langri ræðu í fimmtán liðum, sem hver hófst á orðunum: „Ég, sem forseti lýðveldisins, …“ Þar lofaði hann því meðal annars að láta dómsvaldið afskiptalaust, að ætla sér ekki að taka þátt í fjársöfnun fyrir flokk sinn og að ráðherrum verði settar siðareglur, sem tryggi að þeir lendi ekki í hagsmunaárekstrum. Þá lofar hann því að framkoma sín muni ávallt verða til fyrirmyndar. Hann ætli sér ekki að verða forseti „sem ræður öllu en ber í raun ekki ábyrgð á neinu“. Fari svo að Hollande komist til valda verður væntanlega grannt fylgst með hvort hann efnir þessi hátíðlegu loforð. Staða Sarkozys skánaði svo vart í gær þegar Bagdadi Ali Al-Mahmoudi, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, staðfesti að stjórn Múammars Gaddafí hefði stutt kosningabaráttu Sarkozys fyrir forsetakosningarnar árið 2007 með 50 milljónum evra. Sarkozy var þá nýbúinn að vísa fréttum um slíkt algerlega á bug. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sarkozy tókst engan veginn að tryggja sér sigur með frammistöðu sinni í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld. Hollande varðist harðskeyttum árásum Sarkozys af fimi og virðist hafa komið á óvart. Kosið verður á sunnudag. Francois Hollande, forsetaefni franska Sósíalistaflokksins, er spáð 53 til 54 prósenta atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi. Nicolas Sarkozy, núverandi forseti, fær varla nema 46 til 47 prósent, verði úrslitin nálægt því sem skoðanakannanir spá. Sarkozy virðist engan veginn hafa tekist að saxa á forskot Hollandes í sjónvarpskappræðum á miðvikudagskvöld, sem urðu líklega þær heiftarlegustu í sögu slíkra kappræðna í frönsku sjónvarpi. Sarkozy greip hvert tækifæri til að ráðast að Hollande, sakaði hann um lygar og sagði að stefna hans myndi leiða Frakkland í glötun. Hollande hélt hins vegar ró sinni og varð aldrei svara vant, sem virðist hafa komið áhorfendum á óvart því Hollande hefur oft komið þeim fyrir sjónir sem heldur litlaus og atkvæðalítill stjórnmálamaður. Hollande kom líka nokkrum skotum á Sarkozy, til dæmis þegar hann sagði: „Þú ert stöðugt með orðið „lygar“ á vörunum. Er það persónulegt vandamál hjá þér?“ Hollande hefur boðað kúvendingu í sumum helstu stefnumálum Sarkozys. Meðal annars hefur hann lofað því að kalla franska herinn heim frá Afganistan hið fyrsta, og svo þverneitar hann að taka þátt í hinu nýja fjármálabandalagi evruríkjanna, sem Bretar hafa heldur ekki viljað taka þátt í. Þegar Hollande var spurður að því hvers konar forseti hann ætlaði sér að vera, þá svaraði hann með nokkuð langri ræðu í fimmtán liðum, sem hver hófst á orðunum: „Ég, sem forseti lýðveldisins, …“ Þar lofaði hann því meðal annars að láta dómsvaldið afskiptalaust, að ætla sér ekki að taka þátt í fjársöfnun fyrir flokk sinn og að ráðherrum verði settar siðareglur, sem tryggi að þeir lendi ekki í hagsmunaárekstrum. Þá lofar hann því að framkoma sín muni ávallt verða til fyrirmyndar. Hann ætli sér ekki að verða forseti „sem ræður öllu en ber í raun ekki ábyrgð á neinu“. Fari svo að Hollande komist til valda verður væntanlega grannt fylgst með hvort hann efnir þessi hátíðlegu loforð. Staða Sarkozys skánaði svo vart í gær þegar Bagdadi Ali Al-Mahmoudi, fyrrverandi forsætisráðherra Líbíu, staðfesti að stjórn Múammars Gaddafí hefði stutt kosningabaráttu Sarkozys fyrir forsetakosningarnar árið 2007 með 50 milljónum evra. Sarkozy var þá nýbúinn að vísa fréttum um slíkt algerlega á bug. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira