Munaðarlaus þjóð? Kristín Ómarsdóttir skrifar 4. maí 2012 09:15 Í sumar velur þjóðin, um það bil 330 þúsund manneskjur, forseta sem situr í fjögur ár á Bessastöðum. Þjóðin er reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin er ansi reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin, það er ég, segir vinkona mín. Á þessari frábæru öld sem hófst fyrir ellefu eða tólf árum heyrist oft frasinn: við þurfum leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga, segir stjórnmálamaður í Silfri Egils. Þeir sem segjast hægri sinnaðir og þeir sem segjast vinstri sinnaðir nota frasann álíka oft, án þess að gerðar hafi verið mælingar á því. Hin vinstri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Hin hægri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga til að styrkja liðsheildina, segir einhver í sjónvarpinu og ég sem vil ekki tilheyra liði undrast, afþví ég held að fyrirbæri eins og lið, og liðsheildir, séu viðkvæmar draumsýnir; sem geta snúist upp í hryllilegasta harmleik verði samfélag öfgafullt. Löngun í móður- og föðurímyndir, risamömmu og risapabba, til þess að gera 330þúsund manns að systkinahópi, veit ég ekki hve djúpt ristir þjóðina, sem menn tala um eins og hún sé munaðarlaus, en gleymum því ekki að sameingartákn þjóðar er væntumþykja og náungakærleikur. Ásamt veðurfari, dauðleika, ábyrgðartilfinningu, lífsgleði, vatni, eldfjöllum, kanaveginum. Síðastliðin sextán ár hefur þjóðin átt hávaxinn landsföður sem er skeleggur í sjónvarpinu. Fyrstu ár forsetatíðar hans átti hún yndislega mömmu sem var þjóðinni harmdauði, svo eignaðist hún yndislega stjúpmóður. Í sextán árin á undan átti þjóðin dásamlegt sameiningartákn, meðalháa móður sem geislaði af kærleika. Á fyrsta áratugnum sem frú Vigdís Finnbogadóttir bjó á Bessastöðum, réð ríkjum yfir vestrænum heimi parið Margareth Tatcher og Ronald Regan; það voru foreldrar í lagi, strangir og sjarmerandi. Í níu ár var Davíð Oddsson faðir Reykjavíkurborgar, reisti hið glæsta ráðhús sem borgarbúar njóta að mæta í og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum og öðrum kosningum. Hann var líka forsætisráðherra minn í þrettán ár. Merkel og Sarkozy eru núverandi foreldrar Evrópu, þau leika hlutverkið prýðilega, eins og ljósmyndir af parinu sanna. Yfir þessum foreldrum, sem eru mun valdameiri en hinir venjulegu, ríkir faðirinn einn á himnum, sá sem allt vitnar, lofar og refsar. Þarf ein þjóð, lítil eða stór, með ríka ábyrgðartilfinningu, marga viðbótar mömmur og pabba? Nægja henni ekki foreldrarnir sem ólu hana? Mamman og pabbinn á gólfinu? Þarf hún fleiri? Flækir það tilveru mína að eiga fleiri foreldra en þá sem gáfu mér nafn? Leiðtoga yfir líf mitt kýs ég ekki. Eftir ákveðinn aldur lýkur hlutverki foreldris, barn verður stórt, sér um að ala sig upp, segja sjálfu sér fyrir verkum og ákveða líf sitt; eins og samfélag sem státar af lýðræðið býður því. Vegna þessa meðal annars styð ég Herdísi Þorgeirsdóttur í embætti forseta Íslands. Þá er hún heilsteypt, reynd, sterk, frjáls og sjálfstæð manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í sumar velur þjóðin, um það bil 330 þúsund manneskjur, forseta sem situr í fjögur ár á Bessastöðum. Þjóðin er reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin er ansi reið í dag, segir stjórnmálamaður í sjónvarpinu. Þjóðin, það er ég, segir vinkona mín. Á þessari frábæru öld sem hófst fyrir ellefu eða tólf árum heyrist oft frasinn: við þurfum leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga, segir stjórnmálamaður í Silfri Egils. Þeir sem segjast hægri sinnaðir og þeir sem segjast vinstri sinnaðir nota frasann álíka oft, án þess að gerðar hafi verið mælingar á því. Hin vinstri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Hin hægri sinnaða þjóð þarf leiðtoga. Þjóðin þarf leiðtoga til að styrkja liðsheildina, segir einhver í sjónvarpinu og ég sem vil ekki tilheyra liði undrast, afþví ég held að fyrirbæri eins og lið, og liðsheildir, séu viðkvæmar draumsýnir; sem geta snúist upp í hryllilegasta harmleik verði samfélag öfgafullt. Löngun í móður- og föðurímyndir, risamömmu og risapabba, til þess að gera 330þúsund manns að systkinahópi, veit ég ekki hve djúpt ristir þjóðina, sem menn tala um eins og hún sé munaðarlaus, en gleymum því ekki að sameingartákn þjóðar er væntumþykja og náungakærleikur. Ásamt veðurfari, dauðleika, ábyrgðartilfinningu, lífsgleði, vatni, eldfjöllum, kanaveginum. Síðastliðin sextán ár hefur þjóðin átt hávaxinn landsföður sem er skeleggur í sjónvarpinu. Fyrstu ár forsetatíðar hans átti hún yndislega mömmu sem var þjóðinni harmdauði, svo eignaðist hún yndislega stjúpmóður. Í sextán árin á undan átti þjóðin dásamlegt sameiningartákn, meðalháa móður sem geislaði af kærleika. Á fyrsta áratugnum sem frú Vigdís Finnbogadóttir bjó á Bessastöðum, réð ríkjum yfir vestrænum heimi parið Margareth Tatcher og Ronald Regan; það voru foreldrar í lagi, strangir og sjarmerandi. Í níu ár var Davíð Oddsson faðir Reykjavíkurborgar, reisti hið glæsta ráðhús sem borgarbúar njóta að mæta í og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslum og öðrum kosningum. Hann var líka forsætisráðherra minn í þrettán ár. Merkel og Sarkozy eru núverandi foreldrar Evrópu, þau leika hlutverkið prýðilega, eins og ljósmyndir af parinu sanna. Yfir þessum foreldrum, sem eru mun valdameiri en hinir venjulegu, ríkir faðirinn einn á himnum, sá sem allt vitnar, lofar og refsar. Þarf ein þjóð, lítil eða stór, með ríka ábyrgðartilfinningu, marga viðbótar mömmur og pabba? Nægja henni ekki foreldrarnir sem ólu hana? Mamman og pabbinn á gólfinu? Þarf hún fleiri? Flækir það tilveru mína að eiga fleiri foreldra en þá sem gáfu mér nafn? Leiðtoga yfir líf mitt kýs ég ekki. Eftir ákveðinn aldur lýkur hlutverki foreldris, barn verður stórt, sér um að ala sig upp, segja sjálfu sér fyrir verkum og ákveða líf sitt; eins og samfélag sem státar af lýðræðið býður því. Vegna þessa meðal annars styð ég Herdísi Þorgeirsdóttur í embætti forseta Íslands. Þá er hún heilsteypt, reynd, sterk, frjáls og sjálfstæð manneskja.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar