Verkfræði – tækifæri til framtíðar Kristinn Andersen skrifar 2. maí 2012 11:00 Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja. Þegar við fljúgum milli landa eða ökum innan bæjar, drögum fram símann eða ræsum tölvuna, erum við að nýta búnað sem verkfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki við hönnun á. Greinum verkfræðinnar er sameiginlegt að þar eru hagnýt viðfangsefni leyst með þekkingu á raunvísindum og aðferðum stærðfræðinnar. Á undanförnum árum hefur verkfræðin verið í örri þróun og verkfræðingar takast á við æ fjölbreytilegri viðfangsefni. Nýjar verkfræðigreinar hafa rutt sér til rúms á sviði heilbrigðistækni, rekstrar og fjármála, hugbúnaðarþróunar og kerfislíffræði, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagsástand undanfarinna ára hefur í sumum greinum haft áhrif hérlendis á framkvæmdir, verkefni og atvinnumál verkfræðinga, eins og annarra. Við því hafa sumir brugðist með því að finna sér starfsvettvang erlendis, tímabundið eða til lengri tíma, og búa þar að því að störf verkfræðinga eru að miklu leyti óháð landamærum. Aðrir nýta þekkingu sína til að hasla sér völl með frumkvöðlastarfi og nýjum atvinnutækifærum. Verkfræðingafélag Íslands fagnar á þessu ári aldarafmæli, en félagið var stofnað í Reykjavík af þrettán verkfræðingum og öðrum „verkfróðum mönnum“, eins sagt er frá, þann 19. apríl árið 1912. Á þeim hundrað árum sem nú eru liðin frá stofnun félagsins hafa orðið stórstígar framfarir á öllum innviðum samfélagsins og aðbúnaði fólks. Á undanförnum áratugum hafa verkfræðingar átt þar drjúgan hlut í að leggja vegi um vegaleysur, beisla orku náttúrunnar, færa tækni atvinnulífsins til nútímahorfs og leggja með öðrum hætti grunn að þeim lífsgæðum sem við lifum við í dag. Verkfræði er kennd við tvo háskóla hérlendis, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Full ástæða er til að hvetja ungt fólk til náms í tækni- og raunvísindagreinum, bæði stúlkur og pilta, þar sem atvinnutækifæri framtíðarinnar eru óþrjótandi, jafnt á erlendri grundu sem hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Verkfræði kemur víða við sögu í samfélagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur viðfangsefni verkfræðinga, í hönnun orkukerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðnfyrirtækjum, og svo má lengi telja. Þegar við fljúgum milli landa eða ökum innan bæjar, drögum fram símann eða ræsum tölvuna, erum við að nýta búnað sem verkfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki við hönnun á. Greinum verkfræðinnar er sameiginlegt að þar eru hagnýt viðfangsefni leyst með þekkingu á raunvísindum og aðferðum stærðfræðinnar. Á undanförnum árum hefur verkfræðin verið í örri þróun og verkfræðingar takast á við æ fjölbreytilegri viðfangsefni. Nýjar verkfræðigreinar hafa rutt sér til rúms á sviði heilbrigðistækni, rekstrar og fjármála, hugbúnaðarþróunar og kerfislíffræði, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagsástand undanfarinna ára hefur í sumum greinum haft áhrif hérlendis á framkvæmdir, verkefni og atvinnumál verkfræðinga, eins og annarra. Við því hafa sumir brugðist með því að finna sér starfsvettvang erlendis, tímabundið eða til lengri tíma, og búa þar að því að störf verkfræðinga eru að miklu leyti óháð landamærum. Aðrir nýta þekkingu sína til að hasla sér völl með frumkvöðlastarfi og nýjum atvinnutækifærum. Verkfræðingafélag Íslands fagnar á þessu ári aldarafmæli, en félagið var stofnað í Reykjavík af þrettán verkfræðingum og öðrum „verkfróðum mönnum“, eins sagt er frá, þann 19. apríl árið 1912. Á þeim hundrað árum sem nú eru liðin frá stofnun félagsins hafa orðið stórstígar framfarir á öllum innviðum samfélagsins og aðbúnaði fólks. Á undanförnum áratugum hafa verkfræðingar átt þar drjúgan hlut í að leggja vegi um vegaleysur, beisla orku náttúrunnar, færa tækni atvinnulífsins til nútímahorfs og leggja með öðrum hætti grunn að þeim lífsgæðum sem við lifum við í dag. Verkfræði er kennd við tvo háskóla hérlendis, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Full ástæða er til að hvetja ungt fólk til náms í tækni- og raunvísindagreinum, bæði stúlkur og pilta, þar sem atvinnutækifæri framtíðarinnar eru óþrjótandi, jafnt á erlendri grundu sem hérlendis.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar