Skipulagsdagar leikskóla - sjónarmið leikskólakennara Haraldur F. Gíslason skrifar 1. maí 2012 06:00 Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það er nákvæmlega ekkert að því. Þó er ekkert víst að öllum hjá SA finnist neitt sérstaklega gaman að grilla. Mér finnst bæði gaman að grilla og svo finnst mér líka grillmatur góður. Eins finnst mér ekkert að því að græða á meðan að gróði minn bitnar ekki á öðrum. Ég er viss um að ég gæti vel vanist því að vera fjárhagslega efnaður. Fjölgun skipulagsdaga úr fimm í sex hjá leikskólum Reykjavíkurborgar á sér að minnsta kosti fjögur sjónarmið. Sjónarmið atvinnulífsins, rekstaraðila, foreldra og leikskólakennara. Ég ætla að skýra aðeins frá sjónarmiði leikskólakennarans. Það vita vonandi flestir að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar fer fram kennsla allan daginn og við hana fléttast umönnun og umhyggja sem eru nauðsynlegir þættir til þess að einstaklingurinn nemi það sem er verið að kenna honum. Kennslu þarf að undirbúa og þess vegna hefur leikskólakennarinn 4-5 klst. á viku til undirbúnings. Það er mjög lítið ef við miðum við önnur skólastig. Skólastarfið þarf að skipuleggja og þess vegna eru skipulagsdagar. Það er því miður ekki hægt að skipuleggja starfið á meðan að börnin eru í leikskólanum. Skipulagsdagar eru meðal annars notaðir til að útfæra skólanámsskrár og starfsáætlanir. Nú á dögunum kom út ný aðalnámskrá leikskóla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út. Eðlilega eru ærin verkefni fyrir höndum að innleiða hana og laga að skólanámskrá hvers leikskóla fyrir sig. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim óþægindum sem foreldrar geta lent í vegna starfsdaga skóla. Starfsdagar skóla geta verið erfið viðbót við veikindi barna og fleiri óumflýjanlega þætti sem leiða til fjarvista frá vinnu. Flestir foreldrar gera sér samt grein fyrir mikilvægi þess að faglega sé staðið að menntun barna þeirra. Þeir gera sér flestir grein fyrir því að skólastarf þarf að skipuleggja þegar að nemendurnir eru ekki í skólanum. Leikskólakennarar vita að ábyrgð þeirra er mikil að nýta þessa fáu starfsdaga sem best með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannski geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að auðvelda foreldrum að vera heima með börnin sín á starfsdögum án þess að þurfa nota orlofsdagana sína. En hvað er annað til ráða? Það er ljóst í mínum huga að starfsdögum og tækifærum leikskólakennara til að viðhalda gæðum, fagmennsku og þróa framsækið skólastig þarf að fjölga en ekki fækka. Sú var tíðin að fastir starfsmannafundir, utan dagvinnumarka, voru haldnir mánaðarlega allt skólaárið. Það voru að mínu mati mjög góðir fundir sem nýttust vel til að vinna að ýmsum þáttum sem tengdust leikskólastarfinu. Eins væri hægt að ráða inn fleiri leikskólakennara til þess að hægt væri að vinna í teymisvinnu á starfstíma skóla að faglegri þróun allt skólaárið samhliða kennslu. Hægt væri að skipuleggja slíka þróunarvinnu ef mannaflinn væri nægur. Fyrst þyrfti reyndar að gera átak í að fjölga leikskólakennurum sem útskrifast úr HÍ og HA um 180 á ári til að viðhalda stéttinni og uppfylla lög um að lágmarki 2/3 hluta leikskólakennara af starfsfólki leikskóla. Allt kostar þetta peninga og þeir virðast vera af skornum skammti þegar horft er til leikskólans. Ég er handviss um að fyrir hrun var að skapast markaður fyrir 24 stunda leikskóla á Íslandi. Honum hefði fylgt frí heimsendingarþjónusta. Við hefðum getað fyllt leikskólann af börnum upptekinna foreldra. Foreldra sem voru í krefjandi vinnu og þurftu að vinna mikið. Foreldra sem hefðu ekki tíma til að grilla. Foreldra sem þyrftu að græða á daginn og græða á kvöldin. Nú er ég bæði ósanngjarn og ósmekklegur. Það hlýtur samt að vera markmið flestra að búa til fjölskylduvænt þjóðfélag. Ég er ekkert viss um að fókusinn í uppbyggingunni eftir hrun sé endilega svo mikill á það. Við verðum að búa til samfélag sem dansar í takt. Atvinnulífið verður að auðvelda foreldrum að geta verið með börnunum sínum á starfsdögum skóla án þess að tefla fjárhag heimilisins í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 29.04.2012 skrifuðu Samtök atvinnulífsins grein sem þau birtu á heimasíðu sinni um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar. Í kjölfarið fór ég að lesa umræðuna um málið í netheimum og sitt sýndist hverjum. Oft litaðist umræðan af mikilli heift út í Samtök atvinnulífsins sem öxulveldi hins illa. Það eru sleggjudómar. Fólkið hjá SA er án efa gott fólk sem vill kannski bara græða á daginn og grilla á kvöldin og það er nákvæmlega ekkert að því. Þó er ekkert víst að öllum hjá SA finnist neitt sérstaklega gaman að grilla. Mér finnst bæði gaman að grilla og svo finnst mér líka grillmatur góður. Eins finnst mér ekkert að því að græða á meðan að gróði minn bitnar ekki á öðrum. Ég er viss um að ég gæti vel vanist því að vera fjárhagslega efnaður. Fjölgun skipulagsdaga úr fimm í sex hjá leikskólum Reykjavíkurborgar á sér að minnsta kosti fjögur sjónarmið. Sjónarmið atvinnulífsins, rekstaraðila, foreldra og leikskólakennara. Ég ætla að skýra aðeins frá sjónarmiði leikskólakennarans. Það vita vonandi flestir að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar fer fram kennsla allan daginn og við hana fléttast umönnun og umhyggja sem eru nauðsynlegir þættir til þess að einstaklingurinn nemi það sem er verið að kenna honum. Kennslu þarf að undirbúa og þess vegna hefur leikskólakennarinn 4-5 klst. á viku til undirbúnings. Það er mjög lítið ef við miðum við önnur skólastig. Skólastarfið þarf að skipuleggja og þess vegna eru skipulagsdagar. Það er því miður ekki hægt að skipuleggja starfið á meðan að börnin eru í leikskólanum. Skipulagsdagar eru meðal annars notaðir til að útfæra skólanámsskrár og starfsáætlanir. Nú á dögunum kom út ný aðalnámskrá leikskóla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út. Eðlilega eru ærin verkefni fyrir höndum að innleiða hana og laga að skólanámskrá hvers leikskóla fyrir sig. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim óþægindum sem foreldrar geta lent í vegna starfsdaga skóla. Starfsdagar skóla geta verið erfið viðbót við veikindi barna og fleiri óumflýjanlega þætti sem leiða til fjarvista frá vinnu. Flestir foreldrar gera sér samt grein fyrir mikilvægi þess að faglega sé staðið að menntun barna þeirra. Þeir gera sér flestir grein fyrir því að skólastarf þarf að skipuleggja þegar að nemendurnir eru ekki í skólanum. Leikskólakennarar vita að ábyrgð þeirra er mikil að nýta þessa fáu starfsdaga sem best með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannski geta Samtök atvinnulífsins lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að auðvelda foreldrum að vera heima með börnin sín á starfsdögum án þess að þurfa nota orlofsdagana sína. En hvað er annað til ráða? Það er ljóst í mínum huga að starfsdögum og tækifærum leikskólakennara til að viðhalda gæðum, fagmennsku og þróa framsækið skólastig þarf að fjölga en ekki fækka. Sú var tíðin að fastir starfsmannafundir, utan dagvinnumarka, voru haldnir mánaðarlega allt skólaárið. Það voru að mínu mati mjög góðir fundir sem nýttust vel til að vinna að ýmsum þáttum sem tengdust leikskólastarfinu. Eins væri hægt að ráða inn fleiri leikskólakennara til þess að hægt væri að vinna í teymisvinnu á starfstíma skóla að faglegri þróun allt skólaárið samhliða kennslu. Hægt væri að skipuleggja slíka þróunarvinnu ef mannaflinn væri nægur. Fyrst þyrfti reyndar að gera átak í að fjölga leikskólakennurum sem útskrifast úr HÍ og HA um 180 á ári til að viðhalda stéttinni og uppfylla lög um að lágmarki 2/3 hluta leikskólakennara af starfsfólki leikskóla. Allt kostar þetta peninga og þeir virðast vera af skornum skammti þegar horft er til leikskólans. Ég er handviss um að fyrir hrun var að skapast markaður fyrir 24 stunda leikskóla á Íslandi. Honum hefði fylgt frí heimsendingarþjónusta. Við hefðum getað fyllt leikskólann af börnum upptekinna foreldra. Foreldra sem voru í krefjandi vinnu og þurftu að vinna mikið. Foreldra sem hefðu ekki tíma til að grilla. Foreldra sem þyrftu að græða á daginn og græða á kvöldin. Nú er ég bæði ósanngjarn og ósmekklegur. Það hlýtur samt að vera markmið flestra að búa til fjölskylduvænt þjóðfélag. Ég er ekkert viss um að fókusinn í uppbyggingunni eftir hrun sé endilega svo mikill á það. Við verðum að búa til samfélag sem dansar í takt. Atvinnulífið verður að auðvelda foreldrum að geta verið með börnunum sínum á starfsdögum skóla án þess að tefla fjárhag heimilisins í hættu.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar