Talið við okkur! Sindri Snær Einarsson skrifar 1. maí 2012 11:00 Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíðina og það samfélag sem það býr í. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatöku og umræðu um mikilvæg málefni. Þátttaka ungs fólks í uppbyggingu lýðræðis er hornsteinn í starfi Landssambands æskulýðsfélaga. Því fagnar félagið ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gerð aðgerðaáætlunar í málefnum ungs fólks. Það er von félagsins að við gerð áætlunarinnar verði hlutur ungs fólks víðtækur, hlustað verði á sjónarmið þess og það haft með í ráðum við mótun stefnunnar. En hvers vegna? SófakynslóðinTil að glöggva sig betur á því hvað átt er við með ungu fólki þá er það í raun það tímabil kynslóðar sem er að fara frá því að vera börn í að verða fullorðnir og ábyrgir einstaklingar; Við erum kynslóð sem hefur verið nefnd ýmsum nöfnum, t.d. „leikjatölvubörnin", „aldamótakynslóðin", „net-kynslóðin" og hér á landi minnist ég þess að hafa verið kenndur við „sófa-kynslóðina"; kynslóðina sem fær allt upp í hendurnar og lifir vandamálalausu lífi. Því spyr ég; hver eru vandamálin og hvað skilgreinir okkur í raun annað en að vera afbragðs „sófa-dýr"? Vandi ungs fólksVið erum kynslóðin fædd um og upp úr 1980, við erum kynslóðin sem var sagt að ef við menntuðum okkur vel biði okkar björt framtíð og vel launað starf, við erum kynslóðin sem kemst að því að það kostar meira og meira að stunda nám, við erum kynslóðin sem hefur hæstu brottfallstíðni úr framhaldsskólum í Evrópu, við erum kynslóðin sem upplifir lítinn sem engan leigumarkað, við erum kynslóðin sem sér ekki fram á að kaupa sér eigið húsnæði, við erum kynslóðin sem spannar stærsta hluta fólks á atvinnuleysisskrá, við erum kynslóðin sem er áhugasömust allra Evrópuríkja um að starfa í öðru Evrópuríki til lengri eða skemmri tíma, við erum fyrsta kynslóðin frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld sem býr við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Við erum 20% þjóðarinnar (15 -30 ára). Þátttaka ungs fólksEkki er hægt að segja þessi vandamál vera sprottin vegna of mikillar þátttöku hópsins í að skapa sína framtíð eða þátttöku hans í að finna lausnir. Vandamálin eiga ekki eingöngu að vera úrlausnarefni ráðandi kynslóða. Ungt fólk vill líta á sig sem hluta af lausn en ekki vandamál möppudýra ráðuneyta eða sveitarstjórna að vinna úr. Það á að vera hlutverk stefnumótenda að veita stuðning og hafa frumkvæði að samtali við ungt fólk á eins breiðum vettvangi og hægt er og þar með sýna ungu fólki að því sé treyst fyrir því að koma fram með hugmyndir og lausnir á fyrirliggjandi vandamálum. Vilhjálmur Vilhjálmsson flutti texta Jóhanns Helgasonar sem á jafn vel við nú og hann gerði á þeim tíma þegar textinn var saminn og sú kynslóð sem ala á land var að verða til. „Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land, því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand." Ég er sannfærður um að ungt fólk í dag sé kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem fyrri kynslóð sigldi í strand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ungt fólk á að hafa jöfn tækifæri til þess að hafa áhrif á og móta framtíðina og það samfélag sem það býr í. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að auka þátttöku og hlut ungs fólks í ákvarðanatöku og umræðu um mikilvæg málefni. Þátttaka ungs fólks í uppbyggingu lýðræðis er hornsteinn í starfi Landssambands æskulýðsfélaga. Því fagnar félagið ákvörðun ríkisstjórnarinnar um gerð aðgerðaáætlunar í málefnum ungs fólks. Það er von félagsins að við gerð áætlunarinnar verði hlutur ungs fólks víðtækur, hlustað verði á sjónarmið þess og það haft með í ráðum við mótun stefnunnar. En hvers vegna? SófakynslóðinTil að glöggva sig betur á því hvað átt er við með ungu fólki þá er það í raun það tímabil kynslóðar sem er að fara frá því að vera börn í að verða fullorðnir og ábyrgir einstaklingar; Við erum kynslóð sem hefur verið nefnd ýmsum nöfnum, t.d. „leikjatölvubörnin", „aldamótakynslóðin", „net-kynslóðin" og hér á landi minnist ég þess að hafa verið kenndur við „sófa-kynslóðina"; kynslóðina sem fær allt upp í hendurnar og lifir vandamálalausu lífi. Því spyr ég; hver eru vandamálin og hvað skilgreinir okkur í raun annað en að vera afbragðs „sófa-dýr"? Vandi ungs fólksVið erum kynslóðin fædd um og upp úr 1980, við erum kynslóðin sem var sagt að ef við menntuðum okkur vel biði okkar björt framtíð og vel launað starf, við erum kynslóðin sem kemst að því að það kostar meira og meira að stunda nám, við erum kynslóðin sem hefur hæstu brottfallstíðni úr framhaldsskólum í Evrópu, við erum kynslóðin sem upplifir lítinn sem engan leigumarkað, við erum kynslóðin sem sér ekki fram á að kaupa sér eigið húsnæði, við erum kynslóðin sem spannar stærsta hluta fólks á atvinnuleysisskrá, við erum kynslóðin sem er áhugasömust allra Evrópuríkja um að starfa í öðru Evrópuríki til lengri eða skemmri tíma, við erum fyrsta kynslóðin frá tímum fyrir seinni heimsstyrjöld sem býr við erfiðari efnahag og lakari tækifæri en kynslóðin á undan okkur. Við erum 20% þjóðarinnar (15 -30 ára). Þátttaka ungs fólksEkki er hægt að segja þessi vandamál vera sprottin vegna of mikillar þátttöku hópsins í að skapa sína framtíð eða þátttöku hans í að finna lausnir. Vandamálin eiga ekki eingöngu að vera úrlausnarefni ráðandi kynslóða. Ungt fólk vill líta á sig sem hluta af lausn en ekki vandamál möppudýra ráðuneyta eða sveitarstjórna að vinna úr. Það á að vera hlutverk stefnumótenda að veita stuðning og hafa frumkvæði að samtali við ungt fólk á eins breiðum vettvangi og hægt er og þar með sýna ungu fólki að því sé treyst fyrir því að koma fram með hugmyndir og lausnir á fyrirliggjandi vandamálum. Vilhjálmur Vilhjálmsson flutti texta Jóhanns Helgasonar sem á jafn vel við nú og hann gerði á þeim tíma þegar textinn var saminn og sú kynslóð sem ala á land var að verða til. „Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra, sem erfa skulu land, því kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem sigldum við í strand." Ég er sannfærður um að ungt fólk í dag sé kynslóðin sem getur komið fram með svörin, þar sem fyrri kynslóð sigldi í strand.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar