113 Kjaravælubíllinn Fjóla Þorvaldsdóttir og Haraldur F. Gíslason skrifar 1. maí 2012 10:00 Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun