Bólguseðill Hannes Pétursson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjaldmiðilsins. Nýtt orð hóf sigurgöngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetningar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólguskessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverðbólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólguskotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niðurgangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyrishöft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verðbólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hallgrímssyni prýði seðilinn, einnig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubúskapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rökrétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Orðið dýrtíð klingdi seint og snemma við eyrum okkar sem munum aftur til miðrar aldarinnar sem leið, dýrtíð og samsetningar eins og dýrtíðarvandi og dýrtíðarráðstafanir. Hetjur strituðu við dýrtíðina eins og Sisýfos við bjargið í goðsögunni, en ekki til neins, allt var það ónýtt erfiði. Dýrtíðin át í sig innmatinn úr krónunni jafnt og þétt. En viti menn! Þar kom að orðið dýrtíð steinhætti að heyrast. Það þótti ekki lengur nógu áhrifaríkt til að tjá uppdráttarsýki gjaldmiðilsins. Nýtt orð hóf sigurgöngu: verðbólga. Sú bólga varð hins vegar brátt svo skæð að alþingismenn og aðrir stólpar þjóðlífsins höfðu vart undan við að smíða verðbólgu-samsetningar til áherzlu. „Íslenzkan er orða frjósöm móðir,/ekki þarf að sníkja, bræður góðir“ kvað Bólu-Hjálmar. Landsfeður tóku á öllu sínu hugmyndaflugi, sóttu líkingar í verkfærakistuna og urðu þá til verðbólguhjólið og verðbólguskrúfan, í þjóðsögur og töluðu brúnasíðir um verðbólguskessuna og verðbólgudrauginn, þar á ofan um verðbólguhítina og verðbólgubálið. Að lokum hrökk ekkert þessara hugtaka til að lýsa „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, allt var komið á slíka fleygiferð niður í móti að ennþá nýrra orð sprengdi öll hin af sér með látum: óðaverðbólga. Eftir að nokkuð hafði hægzt um í bili hófust svo verðbólguskotin. Orðliðurinn skot hlýtur að hafa hér merkinguna niðurgangur, skita (sbr. magaskot). Nú hafa þau skot komið hvert af öðru, enda „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“ á sínum stað. Maður er farinn að kannast við sig aftur, verðbólgan hérlendis orðin meiri en í nokkru nálægu landi öðru þrátt fyrir gjaldeyrishöft og guð má vita hvað fleira til varnar. Verðbólguskitan er hluti af „íslenzku leiðinni“ svonefndu. Í því skyni að tákngera horbjúg íslenzku krónunnar betur en áður stendur til að gefa út nýjan verðbólguseðil, tíuþúsundkall. Og er ætlunin að mynd af Jónasi Hallgrímssyni prýði seðilinn, einnig mynd af heiðlóu sem vorboða. Vorboði Jónasar var reyndar þröstur. Svo er hitt að Jónas Hallgrímsson dó blásnauður, var jarðsunginn á kostnað annarra. Kannski á því seðillinn meðfram að vera vísbending um hliðstæð sögulok hins íslenzka krónubúskapar og væri það vel til fundið. Í eðli sínu er gott og gilt að prýða peningaseðla með myndum stórmenna liðins tíma eins og alsiða hefur verið hér og víða um lönd, svo sem til brýningar og eflingar fjármálaviti þegnanna. Sú hefð hefur þó engu skilað á meðal vor. Jón forseti, Brynjólfur biskup Sveinsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og enn fleiri urðu í áranna rás að litlum körlum hver á sínum seðli, í fullu samræmi við snúningshraða verðbólguhjólsins. Og er athugandi hvort nú væri ekki rökrétt að taka upp annan sið, þannig að valin yrði mynd af einhverjum sem naut ekki mikils álits út á við í lífinu fremur en íslenzka krónan um þessar mundir. Til er fjöldi ljósmynda af íslenzkum körlum og konum sem stóðu höllum fæti. Mér myndi lítast vel á Sæfinn á sextán skóm. Hann safnaði hlunkum og smáeyringum og geymdi þá haganlega. „Íslenzka leiðin“ er svo markverð að til greina kæmi að hafa nýja bólguseðilinn tvískiptan: á annarri hlið hans væri vísað til innlendrar krónu, á hinni til aflandskrónu. Og vegna þess að engir standa tryggari vörð en Heimssýnarmenn um fullveldisrétt verðbólgudraugsins þætti mér einsýnt að velja mynd af formanni þeirra samtaka á seðilinn, ef tekið yrði til þessara bragða. Að vísu kæmi þá upp álitamál um það á hvorri hliðinni Ásmundur úr Dölum ætti að vera og á hvorri Sæfinnur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun