Smíðar Dúa-bíla í frístundum 19. apríl 2012 14:30 Úlfar Már byrjaði að búa bílana til þegar Sófus Oddur, sonur hans fæddist þar sem hann vildi að sonur sinn myndi eignast sinn eigin bíl. Fréttablaðið/Pjetur Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira