Kreppuviðbrögð og græn hugsun 10. apríl 2012 09:30 Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi og fjölskylda skemmta sér vel yfir því að uppskera eins og þau sá en þau eru að rækta um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum. Fréttablaðið/gva Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson hefur komið sér upp litlu gróðurhúsi inni í stofu þar sem hann ræktar sínar eigin kryddjurtir. Kreppuviðbrögð í bland við græna hugsun segir borgarfulltrúinn sem þvertekur þó fyrir að vera einhver blómakarl. „Við pössum jurtirnar vel og vandlega og reynum að skilja þær ekki eftir afskiptalausar heilan dag," segir borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson sem hefur breytt stofunni í lítið gróðurhús. Gísli Marteinn segir heimaræktun fjölskyldunnar hafa verið sambland af kreppuviðbrögðum, grænni hugsun og að gera eitthvað skemmtilegt saman en fjölskyldan er samstillt í að halda kryddjurtunum á lífi. „Við ákváðum að taka þetta fastari tökum í ár en í fyrra. Þá byrjuðum við um vorið en höfðum ekki kunnáttuna til halda þessu við yfir í veturinn. Nú byrjum við aftur frá grunni reynslunni ríkari. Við reynum nú að rækta sjálf flestar þær kryddjurtir sem við þurfum í matreiðsluna," segir Gísli Marteinn og viðurkennir að heimaræktuninni fylgi ákveðinn byrjunarkostnaður sem er þó fljótur að borga sig upp. „Við reiknuðum út að ef við slepptum því að kaupa kryddjurtir eða krydd úti í búð í nokkra mánuði værum við búin að borga startkostnaðinn upp. Persónulega finnst mér þetta líka vera áberandi betra í matseldina." Fjölskyldan ræktar nú um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum, allt frá basilíku, kóríander og steinselju í paprikur og kirsuberjatómata. Gluggakistan í stofunni er full af litlum gróðurbökkum, sem svo þarf að fylgjast vel með því plönturnar lifa ekki af heilan dag án vökvunar. „Það þarf að nostra aðeins við þetta, en þegar heimilið er saman í þessu er alltaf einhver að tékka á því hvort ný laufblöð séu að fæðast og það er ótrúlegt hvað maður getur starað á þessar pínulitlu lífverur og reynt að sjá hvort eitthvað hafi breyst síðan síðast." Gísli Marteinn mælir tvímælalaust með kryddjurtaræktun og segir græna fingur ekki vera neitt skilyrði svo að vel takist til. „Þetta er skemmtilegt fjölskylduhobbí sem gerir íbúðina ilmandi og sparar pening í heimilisbókhaldið. Erum við ekki alltaf að reyna að uppskera einsog við sáum? Í þessu verður það ágæta orðtak algerlega bókstaflegt, sem er mjög skemmtilegt. Ég er svo sannarlega enginn blómakarl, þannig að það virðist ekki vera nauðsynlegt til að ná góðum árangri." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson hefur komið sér upp litlu gróðurhúsi inni í stofu þar sem hann ræktar sínar eigin kryddjurtir. Kreppuviðbrögð í bland við græna hugsun segir borgarfulltrúinn sem þvertekur þó fyrir að vera einhver blómakarl. „Við pössum jurtirnar vel og vandlega og reynum að skilja þær ekki eftir afskiptalausar heilan dag," segir borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson sem hefur breytt stofunni í lítið gróðurhús. Gísli Marteinn segir heimaræktun fjölskyldunnar hafa verið sambland af kreppuviðbrögðum, grænni hugsun og að gera eitthvað skemmtilegt saman en fjölskyldan er samstillt í að halda kryddjurtunum á lífi. „Við ákváðum að taka þetta fastari tökum í ár en í fyrra. Þá byrjuðum við um vorið en höfðum ekki kunnáttuna til halda þessu við yfir í veturinn. Nú byrjum við aftur frá grunni reynslunni ríkari. Við reynum nú að rækta sjálf flestar þær kryddjurtir sem við þurfum í matreiðsluna," segir Gísli Marteinn og viðurkennir að heimaræktuninni fylgi ákveðinn byrjunarkostnaður sem er þó fljótur að borga sig upp. „Við reiknuðum út að ef við slepptum því að kaupa kryddjurtir eða krydd úti í búð í nokkra mánuði værum við búin að borga startkostnaðinn upp. Persónulega finnst mér þetta líka vera áberandi betra í matseldina." Fjölskyldan ræktar nú um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum, allt frá basilíku, kóríander og steinselju í paprikur og kirsuberjatómata. Gluggakistan í stofunni er full af litlum gróðurbökkum, sem svo þarf að fylgjast vel með því plönturnar lifa ekki af heilan dag án vökvunar. „Það þarf að nostra aðeins við þetta, en þegar heimilið er saman í þessu er alltaf einhver að tékka á því hvort ný laufblöð séu að fæðast og það er ótrúlegt hvað maður getur starað á þessar pínulitlu lífverur og reynt að sjá hvort eitthvað hafi breyst síðan síðast." Gísli Marteinn mælir tvímælalaust með kryddjurtaræktun og segir græna fingur ekki vera neitt skilyrði svo að vel takist til. „Þetta er skemmtilegt fjölskylduhobbí sem gerir íbúðina ilmandi og sparar pening í heimilisbókhaldið. Erum við ekki alltaf að reyna að uppskera einsog við sáum? Í þessu verður það ágæta orðtak algerlega bókstaflegt, sem er mjög skemmtilegt. Ég er svo sannarlega enginn blómakarl, þannig að það virðist ekki vera nauðsynlegt til að ná góðum árangri." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira