Kreppuviðbrögð og græn hugsun 10. apríl 2012 09:30 Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi og fjölskylda skemmta sér vel yfir því að uppskera eins og þau sá en þau eru að rækta um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum. Fréttablaðið/gva Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson hefur komið sér upp litlu gróðurhúsi inni í stofu þar sem hann ræktar sínar eigin kryddjurtir. Kreppuviðbrögð í bland við græna hugsun segir borgarfulltrúinn sem þvertekur þó fyrir að vera einhver blómakarl. „Við pössum jurtirnar vel og vandlega og reynum að skilja þær ekki eftir afskiptalausar heilan dag," segir borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson sem hefur breytt stofunni í lítið gróðurhús. Gísli Marteinn segir heimaræktun fjölskyldunnar hafa verið sambland af kreppuviðbrögðum, grænni hugsun og að gera eitthvað skemmtilegt saman en fjölskyldan er samstillt í að halda kryddjurtunum á lífi. „Við ákváðum að taka þetta fastari tökum í ár en í fyrra. Þá byrjuðum við um vorið en höfðum ekki kunnáttuna til halda þessu við yfir í veturinn. Nú byrjum við aftur frá grunni reynslunni ríkari. Við reynum nú að rækta sjálf flestar þær kryddjurtir sem við þurfum í matreiðsluna," segir Gísli Marteinn og viðurkennir að heimaræktuninni fylgi ákveðinn byrjunarkostnaður sem er þó fljótur að borga sig upp. „Við reiknuðum út að ef við slepptum því að kaupa kryddjurtir eða krydd úti í búð í nokkra mánuði værum við búin að borga startkostnaðinn upp. Persónulega finnst mér þetta líka vera áberandi betra í matseldina." Fjölskyldan ræktar nú um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum, allt frá basilíku, kóríander og steinselju í paprikur og kirsuberjatómata. Gluggakistan í stofunni er full af litlum gróðurbökkum, sem svo þarf að fylgjast vel með því plönturnar lifa ekki af heilan dag án vökvunar. „Það þarf að nostra aðeins við þetta, en þegar heimilið er saman í þessu er alltaf einhver að tékka á því hvort ný laufblöð séu að fæðast og það er ótrúlegt hvað maður getur starað á þessar pínulitlu lífverur og reynt að sjá hvort eitthvað hafi breyst síðan síðast." Gísli Marteinn mælir tvímælalaust með kryddjurtaræktun og segir græna fingur ekki vera neitt skilyrði svo að vel takist til. „Þetta er skemmtilegt fjölskylduhobbí sem gerir íbúðina ilmandi og sparar pening í heimilisbókhaldið. Erum við ekki alltaf að reyna að uppskera einsog við sáum? Í þessu verður það ágæta orðtak algerlega bókstaflegt, sem er mjög skemmtilegt. Ég er svo sannarlega enginn blómakarl, þannig að það virðist ekki vera nauðsynlegt til að ná góðum árangri." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson hefur komið sér upp litlu gróðurhúsi inni í stofu þar sem hann ræktar sínar eigin kryddjurtir. Kreppuviðbrögð í bland við græna hugsun segir borgarfulltrúinn sem þvertekur þó fyrir að vera einhver blómakarl. „Við pössum jurtirnar vel og vandlega og reynum að skilja þær ekki eftir afskiptalausar heilan dag," segir borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson sem hefur breytt stofunni í lítið gróðurhús. Gísli Marteinn segir heimaræktun fjölskyldunnar hafa verið sambland af kreppuviðbrögðum, grænni hugsun og að gera eitthvað skemmtilegt saman en fjölskyldan er samstillt í að halda kryddjurtunum á lífi. „Við ákváðum að taka þetta fastari tökum í ár en í fyrra. Þá byrjuðum við um vorið en höfðum ekki kunnáttuna til halda þessu við yfir í veturinn. Nú byrjum við aftur frá grunni reynslunni ríkari. Við reynum nú að rækta sjálf flestar þær kryddjurtir sem við þurfum í matreiðsluna," segir Gísli Marteinn og viðurkennir að heimaræktuninni fylgi ákveðinn byrjunarkostnaður sem er þó fljótur að borga sig upp. „Við reiknuðum út að ef við slepptum því að kaupa kryddjurtir eða krydd úti í búð í nokkra mánuði værum við búin að borga startkostnaðinn upp. Persónulega finnst mér þetta líka vera áberandi betra í matseldina." Fjölskyldan ræktar nú um ellefu tegundir af kryddjurtum og grænmeti í stofuglugganum, allt frá basilíku, kóríander og steinselju í paprikur og kirsuberjatómata. Gluggakistan í stofunni er full af litlum gróðurbökkum, sem svo þarf að fylgjast vel með því plönturnar lifa ekki af heilan dag án vökvunar. „Það þarf að nostra aðeins við þetta, en þegar heimilið er saman í þessu er alltaf einhver að tékka á því hvort ný laufblöð séu að fæðast og það er ótrúlegt hvað maður getur starað á þessar pínulitlu lífverur og reynt að sjá hvort eitthvað hafi breyst síðan síðast." Gísli Marteinn mælir tvímælalaust með kryddjurtaræktun og segir græna fingur ekki vera neitt skilyrði svo að vel takist til. „Þetta er skemmtilegt fjölskylduhobbí sem gerir íbúðina ilmandi og sparar pening í heimilisbókhaldið. Erum við ekki alltaf að reyna að uppskera einsog við sáum? Í þessu verður það ágæta orðtak algerlega bókstaflegt, sem er mjög skemmtilegt. Ég er svo sannarlega enginn blómakarl, þannig að það virðist ekki vera nauðsynlegt til að ná góðum árangri." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun