Kvartsannleikur Landsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar