Kvartsannleikur Landsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun