Ábyrgðarlaus stjórnvöld og erfðaprinsar í sjávarútveginum Vilhelm Jónsson skrifar 7. mars 2012 06:00 Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ríkisstjórnin er að fremja hryðjuverk gegn þjóðinni ef hún hunsar lög og reglur, og ber að leiðrétta þetta svínarí sem hefur viðgengist árum saman. Eðlilegast er að innkalla fiskveiðikvótann og setja á markað með aðlögun og fyrningu, en aðeins fyrir þá sem hafa sannarlega keypt kvóta. Kerfi er ekki svona gott miðað við að þurfa að afskrifa hundruð milljarða hjá útgerðinni. Dótturfélag Skinney –þinganes fékk afskrifað 2,6 milljarða, á sama tíma var félagið rekið með ríflegum hagnaði. Hefði álver ekki risið við Reyðarfjörð væri ekki gott atvinnuástand á Eskifirði, þar sem útgerðarfélagið Eskja leigir allan bolfiskkvóta frá sér og engin fiskvinnsla hefur verið árum saman, eftir að önnur og þriðja kynslóðin tók við. Erfðaprinsarnir hans Alla ríka voru borgaðir út fyrir tæpa fjóra milljarða, væri svo eftir öðru að bankinn hefði síðan þurft að afskrifa nokkra milljarða vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Fiskvinnsla er ekki lengur starfrækt hjá Eskju, eðlilegast væri að byggðarlögum sem hafa litlar sem engar aflaheimildir væri úthlutað kvótanum. Fyrirtækið hefur ekki frekar en mörg önnur útgerðarfélög keypt nema lítinn hluta af kvóta, sem þeir hafa haft til umráða og leigja síðan út. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefur nánast einn maður örlög byggðarlagsins í hendi sér, sem er búið að sýna sig í ýmsum bæjum um allt land með tilheyrandi hörmungum. Atvinnuástandið víðsvegar um landið væri ekki svona erfitt ef kvótabrask og framsal hefði ekki viðgengist árum saman, til að hámarka gróða hjá útvöldum, fyrirkomulagið er svo varið til að auka hagræðingu og arðsemi í greininni. Útgerðin er ekki betur rekin en svo að hún skuldar 600 milljarða, hefur verið og þarf að afskrifa hundruð milljarða hjá henni þar sem hún er ekki sjálfbær, vegna þess að hún er illa rekin vegna óráðsíu. Í mars 2010 sagði framkvæmdastjóri LÍÚ að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti ekki starfað eðlilega eða ráðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu. Taldi framkvæmdastjórinn eðlilegt að 20 prósent allra skulda verði að afskrifa sem fyrst, þar sem skuldirnar standi greininni fyrir þrifum. Sérstaklega eigi það við um útgerðir sem fjárfest hafa í óskyldum atvinnugreinum. Þessi yfirlýsing eru helst til þess fallin að gefa til kynna hversu óábyrg og galin sjávarútvegurinn hefur verið rekinn undanfarna áratugi. LÍÚ mun verja þetta fyrirkomulag með kjafti og klóm þar sem ofsagróðahagsmunir eru í húfi, með stuðningi bankanna til að hámarka hagnaðinn þeirra. Það er kominn tími til að leiðrétta áróður LÍÚ þegar þeir þykjast hafa keypt mestallan kvóta, sem er í flestum tilfellum ekki rétt. Stjórnvöld fara ekki gegn LÍÚ og bankaelítunni, þar sem útgerðin er veðsett upp í rjáfur vegna óráðsíu. Tekist er á um að verja mikla hagsmuni útvaldra þar sem sumir fá kvóta og framselja eða leigja síðan árum saman. Stjórnvöld ætla að koma með fiskveiðafrumvarp þar sem sýndarmennsku auðlindargjald verður sett á og óveruleg aukning á strandveiðar, og væntanlega ekki hreift við framsali þar sem þau vilja eða þora ekki að leiðrétta þjófnaðinn sem hefur viðgengist. Fyrirtæki í öllum greinum geta náð meiri hagkvæmni og arðsemi ef þeim liðist slíkt háttalag og einokun sem LÍÚ hefur haft. Skilanefnd Landsbankans segir aðeins til fyrir forgangskröfu Icesave upp á 674 milljarða. Fjármálaráðherra skuldar þjóðinni að upplýsa hvar hann ætlaði að taka hundruð milljarða sem vantar í (Svavars samning) sem hann vildi réttlæta, t.d. til að byggja Búðarhálsvirkjun. Stjórnvöld voru veruleikafirrt árum saman, sem sýndi sig í bankahruninu þar sem allt átti að vera í góðu lagi, menn skyldu ekki útiloka að þau séu það ennþá. Það kemur að því að almenningur áttar sig hvað stjórnvöld eru óábyrg. Meðan ríkið þarf að borga 100 milljarða vexti á ári, er ekki réttlætanlegt til að auka atvinulífið að byggja sjúkrahús, fangelsi, jarðgöng, nýja ferju og því síður halda áfram að dýpka drullupollinn á Landeyjarsandi, ásamt öðrum gæluverkefnum sem við höfum ekki efni á. Stjórnvöld eru óábyrg og því verður að linna áður en illa fer. Almenningur verður að átta sig á hvað auðlindin skiptir miklu fyrir lífskjör og afkomu um ókomin ár, þar sem við getum ekki lengur lifað á lánum og verðum að gera meiri verðmæti úr auðlindum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ríkisstjórnin er að fremja hryðjuverk gegn þjóðinni ef hún hunsar lög og reglur, og ber að leiðrétta þetta svínarí sem hefur viðgengist árum saman. Eðlilegast er að innkalla fiskveiðikvótann og setja á markað með aðlögun og fyrningu, en aðeins fyrir þá sem hafa sannarlega keypt kvóta. Kerfi er ekki svona gott miðað við að þurfa að afskrifa hundruð milljarða hjá útgerðinni. Dótturfélag Skinney –þinganes fékk afskrifað 2,6 milljarða, á sama tíma var félagið rekið með ríflegum hagnaði. Hefði álver ekki risið við Reyðarfjörð væri ekki gott atvinnuástand á Eskifirði, þar sem útgerðarfélagið Eskja leigir allan bolfiskkvóta frá sér og engin fiskvinnsla hefur verið árum saman, eftir að önnur og þriðja kynslóðin tók við. Erfðaprinsarnir hans Alla ríka voru borgaðir út fyrir tæpa fjóra milljarða, væri svo eftir öðru að bankinn hefði síðan þurft að afskrifa nokkra milljarða vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Fiskvinnsla er ekki lengur starfrækt hjá Eskju, eðlilegast væri að byggðarlögum sem hafa litlar sem engar aflaheimildir væri úthlutað kvótanum. Fyrirtækið hefur ekki frekar en mörg önnur útgerðarfélög keypt nema lítinn hluta af kvóta, sem þeir hafa haft til umráða og leigja síðan út. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefur nánast einn maður örlög byggðarlagsins í hendi sér, sem er búið að sýna sig í ýmsum bæjum um allt land með tilheyrandi hörmungum. Atvinnuástandið víðsvegar um landið væri ekki svona erfitt ef kvótabrask og framsal hefði ekki viðgengist árum saman, til að hámarka gróða hjá útvöldum, fyrirkomulagið er svo varið til að auka hagræðingu og arðsemi í greininni. Útgerðin er ekki betur rekin en svo að hún skuldar 600 milljarða, hefur verið og þarf að afskrifa hundruð milljarða hjá henni þar sem hún er ekki sjálfbær, vegna þess að hún er illa rekin vegna óráðsíu. Í mars 2010 sagði framkvæmdastjóri LÍÚ að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti ekki starfað eðlilega eða ráðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu. Taldi framkvæmdastjórinn eðlilegt að 20 prósent allra skulda verði að afskrifa sem fyrst, þar sem skuldirnar standi greininni fyrir þrifum. Sérstaklega eigi það við um útgerðir sem fjárfest hafa í óskyldum atvinnugreinum. Þessi yfirlýsing eru helst til þess fallin að gefa til kynna hversu óábyrg og galin sjávarútvegurinn hefur verið rekinn undanfarna áratugi. LÍÚ mun verja þetta fyrirkomulag með kjafti og klóm þar sem ofsagróðahagsmunir eru í húfi, með stuðningi bankanna til að hámarka hagnaðinn þeirra. Það er kominn tími til að leiðrétta áróður LÍÚ þegar þeir þykjast hafa keypt mestallan kvóta, sem er í flestum tilfellum ekki rétt. Stjórnvöld fara ekki gegn LÍÚ og bankaelítunni, þar sem útgerðin er veðsett upp í rjáfur vegna óráðsíu. Tekist er á um að verja mikla hagsmuni útvaldra þar sem sumir fá kvóta og framselja eða leigja síðan árum saman. Stjórnvöld ætla að koma með fiskveiðafrumvarp þar sem sýndarmennsku auðlindargjald verður sett á og óveruleg aukning á strandveiðar, og væntanlega ekki hreift við framsali þar sem þau vilja eða þora ekki að leiðrétta þjófnaðinn sem hefur viðgengist. Fyrirtæki í öllum greinum geta náð meiri hagkvæmni og arðsemi ef þeim liðist slíkt háttalag og einokun sem LÍÚ hefur haft. Skilanefnd Landsbankans segir aðeins til fyrir forgangskröfu Icesave upp á 674 milljarða. Fjármálaráðherra skuldar þjóðinni að upplýsa hvar hann ætlaði að taka hundruð milljarða sem vantar í (Svavars samning) sem hann vildi réttlæta, t.d. til að byggja Búðarhálsvirkjun. Stjórnvöld voru veruleikafirrt árum saman, sem sýndi sig í bankahruninu þar sem allt átti að vera í góðu lagi, menn skyldu ekki útiloka að þau séu það ennþá. Það kemur að því að almenningur áttar sig hvað stjórnvöld eru óábyrg. Meðan ríkið þarf að borga 100 milljarða vexti á ári, er ekki réttlætanlegt til að auka atvinulífið að byggja sjúkrahús, fangelsi, jarðgöng, nýja ferju og því síður halda áfram að dýpka drullupollinn á Landeyjarsandi, ásamt öðrum gæluverkefnum sem við höfum ekki efni á. Stjórnvöld eru óábyrg og því verður að linna áður en illa fer. Almenningur verður að átta sig á hvað auðlindin skiptir miklu fyrir lífskjör og afkomu um ókomin ár, þar sem við getum ekki lengur lifað á lánum og verðum að gera meiri verðmæti úr auðlindum okkar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar