Minni menntun fyrir minni börn ? Björk Óttarsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar