Minni menntun fyrir minni börn ? Björk Óttarsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun