Minni menntun fyrir minni börn ? Björk Óttarsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar