Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi Jóhanna Harpa Árnadóttir skrifar 6. mars 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stöndum á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöðum rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaupenda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnutækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frumorkuþörf Íslendinga komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutningur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýjanlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, rafveitum og orkuvinnslu. Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur. Þar er áréttað að verkfræðingar eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræðingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vettvang þar sem rætt verði um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þannig er verið að tryggja efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erfiðar aðstæður. Með tilkomu verkfræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verkefnum til góðs fyrir almannaheill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræðinga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræðiþekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræðifyrirtækin hafa getað selt þjónustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tæknimenntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrirtæki geti fæðst, vaxið og dafnað í landinu. Það er því mikilvægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stöndum á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöðum rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaupenda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnutækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frumorkuþörf Íslendinga komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutningur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýjanlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, rafveitum og orkuvinnslu. Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur. Þar er áréttað að verkfræðingar eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræðingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vettvang þar sem rætt verði um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þannig er verið að tryggja efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erfiðar aðstæður. Með tilkomu verkfræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verkefnum til góðs fyrir almannaheill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræðinga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræðiþekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræðifyrirtækin hafa getað selt þjónustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tæknimenntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrirtæki geti fæðst, vaxið og dafnað í landinu. Það er því mikilvægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar