Röddin úr fílabeinsturninum Björn Guðmundsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra skrifaði nýlega grein í þetta blað þar sem hann fjallaði um ólæsi fjórða hvers stráks sem útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólavist. Hann telur að grunnskólinn þurfi að gera meiri kröfur til nemenda svo námið skili árangri ef ég skil hann rétt. Ýmislegt bendir til þess að Sighvatur hafi nokkuð til síns máls. Framhaldsskólakennarar eru margir hissa á því hve marga nema þeir fá sem ekki eru búnir að læra að sinna námi eftir 10 ára veru í grunnskólanum. Látum vera þótt miklar gloppur séu í þekkingu margra þessara nema. Verra er að margir skilja ekki enn til hvers þeir eru í skóla og að því fylgja ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Námstækni er oft mjög ábótavant og því algengt að helmingur nemenda falli í byrjunaráföngum framhaldsskólans. Framhaldsskólakennarar eru undir miklum þrýstingi að skila þessum nemendum áfram og helst eiga allir að verða stúdentar. Ýmislegt bendir til þess að stúdentsprófið hafi verið gengisfellt. Um það vitnar slakt gengi nýnema í HÍ og inntökuprófin sem HÍ telur sig nú þurfa að taka upp. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði um þetta síðastliðið haust og talaði í því sambandi um svikna vöru. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, svaraði Sighvati. Því miður einkennast skrif hennar ekki af hógværð hins menntaða manns heldur þvert á móti. Hún telur að fv. ráðherra með alla sína menntun og lífsreynslu hafi EKKI NEITT fram að færa um menntun barna. Þessi staðhæfing Jakobínu þykir mér bæði kjánaleg og hrokafull. Ónafngreindur veðurfræðingur fær líka kalda kveðju frá Jakobínu. Væntanlega á hún þar við Harald Ólafsson sem gagnrýnt hefur brotalamir í stærðfræðikennslu í grunnskólum. Viðurkennt er þó að víða skortir grunnskólakennara með menntun í stærðfræði. En ef ég skil Jakobínu rétt er ekki mark takandi á neinum varðandi skólamál nema menntaelítunni í fílabeinsturninum sem hún tilheyrir líklega sjálf. Á bloggsíðu sinni segist Jakobína hafa áhuga á aukinni þátttöku almennings í mótun samfélags og eflingu lýðræðis. Ekki er umrædd svargrein hennar í samræmi við þetta, en þar gefur hún skýrt til kynna að leikmenn (almenningur) séu ekki marktækir í umræðu um skólamál. Í tengslum við forval VG í Reykjavík 2010 sagði Jakobína að þekking, tjáningarfrelsi og velferð íbúanna eigi að ráða í stjórnsýslunni. Til hvers á almenningur að tjá sig ef honum er svo bara sagt (af sérfræðingum eins og Jakobínu) að það sem hann hefur fram að færa séu bara kerlingabækur? Ég skil reyndar ekki hvað Jakobína er að fara þegar hún segir að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar. Hvers vegna er þessi þekking lokuð inni? Jakobína telur Sighvat hafa heykst á námi sínu við HÍ. Að heykjast á einhverju hefur í flestra huga þá neikvæðu merkingu að gefast upp á einhverju (þótt líka geti það merkt að hætta við). Jakobína virðist með þessu reyna að gera lítið úr Sighvati en vandséð er hvað þetta kemur grein hans við. Menn geta hætt í námi af ýmsum ástæðum og það er ekki endilega neikvætt. Jakobína ætti að temja sér kurteisi og málefnalega umfjöllun. Í stað þess að gera lítið úr Sighvati (og veðurfræðingnum) hefði hinn langskólagengni menntunarfræðingur fremur átt að beita þekkingu sinni til að ræða á uppbyggilegan hátt hvernig skýra má ólæsi íslenskra stráka og hvernig hugsanlega má bregðast við því. Alltaf má gera betur í skólastarfi á öllum skólastigum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni að nærri fjórði hver strákur útskrifast torlæs úr grunnskóla. Ekki dugir heldur að skella skollaeyrum við því að íslensk börn hafa komið fremur illa út úr samanburði við jafnaldra sína í Evrópu í PISA könnunum. Síðasta skýring menntaelítunnar sem ég man eftir var sú að íslensk börn tækju þessi próf ekki eins alvarlega og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Sem sagt, við erum að gera allt rétt og þurfum því ekki að bæta okkur. Ef svona hugsun ræður för er sannarlega ekki von á góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra skrifaði nýlega grein í þetta blað þar sem hann fjallaði um ólæsi fjórða hvers stráks sem útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólavist. Hann telur að grunnskólinn þurfi að gera meiri kröfur til nemenda svo námið skili árangri ef ég skil hann rétt. Ýmislegt bendir til þess að Sighvatur hafi nokkuð til síns máls. Framhaldsskólakennarar eru margir hissa á því hve marga nema þeir fá sem ekki eru búnir að læra að sinna námi eftir 10 ára veru í grunnskólanum. Látum vera þótt miklar gloppur séu í þekkingu margra þessara nema. Verra er að margir skilja ekki enn til hvers þeir eru í skóla og að því fylgja ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Námstækni er oft mjög ábótavant og því algengt að helmingur nemenda falli í byrjunaráföngum framhaldsskólans. Framhaldsskólakennarar eru undir miklum þrýstingi að skila þessum nemendum áfram og helst eiga allir að verða stúdentar. Ýmislegt bendir til þess að stúdentsprófið hafi verið gengisfellt. Um það vitnar slakt gengi nýnema í HÍ og inntökuprófin sem HÍ telur sig nú þurfa að taka upp. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði um þetta síðastliðið haust og talaði í því sambandi um svikna vöru. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, svaraði Sighvati. Því miður einkennast skrif hennar ekki af hógværð hins menntaða manns heldur þvert á móti. Hún telur að fv. ráðherra með alla sína menntun og lífsreynslu hafi EKKI NEITT fram að færa um menntun barna. Þessi staðhæfing Jakobínu þykir mér bæði kjánaleg og hrokafull. Ónafngreindur veðurfræðingur fær líka kalda kveðju frá Jakobínu. Væntanlega á hún þar við Harald Ólafsson sem gagnrýnt hefur brotalamir í stærðfræðikennslu í grunnskólum. Viðurkennt er þó að víða skortir grunnskólakennara með menntun í stærðfræði. En ef ég skil Jakobínu rétt er ekki mark takandi á neinum varðandi skólamál nema menntaelítunni í fílabeinsturninum sem hún tilheyrir líklega sjálf. Á bloggsíðu sinni segist Jakobína hafa áhuga á aukinni þátttöku almennings í mótun samfélags og eflingu lýðræðis. Ekki er umrædd svargrein hennar í samræmi við þetta, en þar gefur hún skýrt til kynna að leikmenn (almenningur) séu ekki marktækir í umræðu um skólamál. Í tengslum við forval VG í Reykjavík 2010 sagði Jakobína að þekking, tjáningarfrelsi og velferð íbúanna eigi að ráða í stjórnsýslunni. Til hvers á almenningur að tjá sig ef honum er svo bara sagt (af sérfræðingum eins og Jakobínu) að það sem hann hefur fram að færa séu bara kerlingabækur? Ég skil reyndar ekki hvað Jakobína er að fara þegar hún segir að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar. Hvers vegna er þessi þekking lokuð inni? Jakobína telur Sighvat hafa heykst á námi sínu við HÍ. Að heykjast á einhverju hefur í flestra huga þá neikvæðu merkingu að gefast upp á einhverju (þótt líka geti það merkt að hætta við). Jakobína virðist með þessu reyna að gera lítið úr Sighvati en vandséð er hvað þetta kemur grein hans við. Menn geta hætt í námi af ýmsum ástæðum og það er ekki endilega neikvætt. Jakobína ætti að temja sér kurteisi og málefnalega umfjöllun. Í stað þess að gera lítið úr Sighvati (og veðurfræðingnum) hefði hinn langskólagengni menntunarfræðingur fremur átt að beita þekkingu sinni til að ræða á uppbyggilegan hátt hvernig skýra má ólæsi íslenskra stráka og hvernig hugsanlega má bregðast við því. Alltaf má gera betur í skólastarfi á öllum skólastigum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni að nærri fjórði hver strákur útskrifast torlæs úr grunnskóla. Ekki dugir heldur að skella skollaeyrum við því að íslensk börn hafa komið fremur illa út úr samanburði við jafnaldra sína í Evrópu í PISA könnunum. Síðasta skýring menntaelítunnar sem ég man eftir var sú að íslensk börn tækju þessi próf ekki eins alvarlega og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Sem sagt, við erum að gera allt rétt og þurfum því ekki að bæta okkur. Ef svona hugsun ræður för er sannarlega ekki von á góðu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun