Röddin úr fílabeinsturninum Björn Guðmundsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra skrifaði nýlega grein í þetta blað þar sem hann fjallaði um ólæsi fjórða hvers stráks sem útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólavist. Hann telur að grunnskólinn þurfi að gera meiri kröfur til nemenda svo námið skili árangri ef ég skil hann rétt. Ýmislegt bendir til þess að Sighvatur hafi nokkuð til síns máls. Framhaldsskólakennarar eru margir hissa á því hve marga nema þeir fá sem ekki eru búnir að læra að sinna námi eftir 10 ára veru í grunnskólanum. Látum vera þótt miklar gloppur séu í þekkingu margra þessara nema. Verra er að margir skilja ekki enn til hvers þeir eru í skóla og að því fylgja ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Námstækni er oft mjög ábótavant og því algengt að helmingur nemenda falli í byrjunaráföngum framhaldsskólans. Framhaldsskólakennarar eru undir miklum þrýstingi að skila þessum nemendum áfram og helst eiga allir að verða stúdentar. Ýmislegt bendir til þess að stúdentsprófið hafi verið gengisfellt. Um það vitnar slakt gengi nýnema í HÍ og inntökuprófin sem HÍ telur sig nú þurfa að taka upp. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði um þetta síðastliðið haust og talaði í því sambandi um svikna vöru. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, svaraði Sighvati. Því miður einkennast skrif hennar ekki af hógværð hins menntaða manns heldur þvert á móti. Hún telur að fv. ráðherra með alla sína menntun og lífsreynslu hafi EKKI NEITT fram að færa um menntun barna. Þessi staðhæfing Jakobínu þykir mér bæði kjánaleg og hrokafull. Ónafngreindur veðurfræðingur fær líka kalda kveðju frá Jakobínu. Væntanlega á hún þar við Harald Ólafsson sem gagnrýnt hefur brotalamir í stærðfræðikennslu í grunnskólum. Viðurkennt er þó að víða skortir grunnskólakennara með menntun í stærðfræði. En ef ég skil Jakobínu rétt er ekki mark takandi á neinum varðandi skólamál nema menntaelítunni í fílabeinsturninum sem hún tilheyrir líklega sjálf. Á bloggsíðu sinni segist Jakobína hafa áhuga á aukinni þátttöku almennings í mótun samfélags og eflingu lýðræðis. Ekki er umrædd svargrein hennar í samræmi við þetta, en þar gefur hún skýrt til kynna að leikmenn (almenningur) séu ekki marktækir í umræðu um skólamál. Í tengslum við forval VG í Reykjavík 2010 sagði Jakobína að þekking, tjáningarfrelsi og velferð íbúanna eigi að ráða í stjórnsýslunni. Til hvers á almenningur að tjá sig ef honum er svo bara sagt (af sérfræðingum eins og Jakobínu) að það sem hann hefur fram að færa séu bara kerlingabækur? Ég skil reyndar ekki hvað Jakobína er að fara þegar hún segir að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar. Hvers vegna er þessi þekking lokuð inni? Jakobína telur Sighvat hafa heykst á námi sínu við HÍ. Að heykjast á einhverju hefur í flestra huga þá neikvæðu merkingu að gefast upp á einhverju (þótt líka geti það merkt að hætta við). Jakobína virðist með þessu reyna að gera lítið úr Sighvati en vandséð er hvað þetta kemur grein hans við. Menn geta hætt í námi af ýmsum ástæðum og það er ekki endilega neikvætt. Jakobína ætti að temja sér kurteisi og málefnalega umfjöllun. Í stað þess að gera lítið úr Sighvati (og veðurfræðingnum) hefði hinn langskólagengni menntunarfræðingur fremur átt að beita þekkingu sinni til að ræða á uppbyggilegan hátt hvernig skýra má ólæsi íslenskra stráka og hvernig hugsanlega má bregðast við því. Alltaf má gera betur í skólastarfi á öllum skólastigum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni að nærri fjórði hver strákur útskrifast torlæs úr grunnskóla. Ekki dugir heldur að skella skollaeyrum við því að íslensk börn hafa komið fremur illa út úr samanburði við jafnaldra sína í Evrópu í PISA könnunum. Síðasta skýring menntaelítunnar sem ég man eftir var sú að íslensk börn tækju þessi próf ekki eins alvarlega og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Sem sagt, við erum að gera allt rétt og þurfum því ekki að bæta okkur. Ef svona hugsun ræður för er sannarlega ekki von á góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra skrifaði nýlega grein í þetta blað þar sem hann fjallaði um ólæsi fjórða hvers stráks sem útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólavist. Hann telur að grunnskólinn þurfi að gera meiri kröfur til nemenda svo námið skili árangri ef ég skil hann rétt. Ýmislegt bendir til þess að Sighvatur hafi nokkuð til síns máls. Framhaldsskólakennarar eru margir hissa á því hve marga nema þeir fá sem ekki eru búnir að læra að sinna námi eftir 10 ára veru í grunnskólanum. Látum vera þótt miklar gloppur séu í þekkingu margra þessara nema. Verra er að margir skilja ekki enn til hvers þeir eru í skóla og að því fylgja ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Námstækni er oft mjög ábótavant og því algengt að helmingur nemenda falli í byrjunaráföngum framhaldsskólans. Framhaldsskólakennarar eru undir miklum þrýstingi að skila þessum nemendum áfram og helst eiga allir að verða stúdentar. Ýmislegt bendir til þess að stúdentsprófið hafi verið gengisfellt. Um það vitnar slakt gengi nýnema í HÍ og inntökuprófin sem HÍ telur sig nú þurfa að taka upp. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifaði um þetta síðastliðið haust og talaði í því sambandi um svikna vöru. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, doktorsnemi í menntunarfræðum, svaraði Sighvati. Því miður einkennast skrif hennar ekki af hógværð hins menntaða manns heldur þvert á móti. Hún telur að fv. ráðherra með alla sína menntun og lífsreynslu hafi EKKI NEITT fram að færa um menntun barna. Þessi staðhæfing Jakobínu þykir mér bæði kjánaleg og hrokafull. Ónafngreindur veðurfræðingur fær líka kalda kveðju frá Jakobínu. Væntanlega á hún þar við Harald Ólafsson sem gagnrýnt hefur brotalamir í stærðfræðikennslu í grunnskólum. Viðurkennt er þó að víða skortir grunnskólakennara með menntun í stærðfræði. En ef ég skil Jakobínu rétt er ekki mark takandi á neinum varðandi skólamál nema menntaelítunni í fílabeinsturninum sem hún tilheyrir líklega sjálf. Á bloggsíðu sinni segist Jakobína hafa áhuga á aukinni þátttöku almennings í mótun samfélags og eflingu lýðræðis. Ekki er umrædd svargrein hennar í samræmi við þetta, en þar gefur hún skýrt til kynna að leikmenn (almenningur) séu ekki marktækir í umræðu um skólamál. Í tengslum við forval VG í Reykjavík 2010 sagði Jakobína að þekking, tjáningarfrelsi og velferð íbúanna eigi að ráða í stjórnsýslunni. Til hvers á almenningur að tjá sig ef honum er svo bara sagt (af sérfræðingum eins og Jakobínu) að það sem hann hefur fram að færa séu bara kerlingabækur? Ég skil reyndar ekki hvað Jakobína er að fara þegar hún segir að þekking á málefnum uppeldis og menntunar sé lokuð inni í fílabeinsturnum menntaelítunnar. Hvers vegna er þessi þekking lokuð inni? Jakobína telur Sighvat hafa heykst á námi sínu við HÍ. Að heykjast á einhverju hefur í flestra huga þá neikvæðu merkingu að gefast upp á einhverju (þótt líka geti það merkt að hætta við). Jakobína virðist með þessu reyna að gera lítið úr Sighvati en vandséð er hvað þetta kemur grein hans við. Menn geta hætt í námi af ýmsum ástæðum og það er ekki endilega neikvætt. Jakobína ætti að temja sér kurteisi og málefnalega umfjöllun. Í stað þess að gera lítið úr Sighvati (og veðurfræðingnum) hefði hinn langskólagengni menntunarfræðingur fremur átt að beita þekkingu sinni til að ræða á uppbyggilegan hátt hvernig skýra má ólæsi íslenskra stráka og hvernig hugsanlega má bregðast við því. Alltaf má gera betur í skólastarfi á öllum skólastigum. Það hlýtur að vera áhyggjuefni að nærri fjórði hver strákur útskrifast torlæs úr grunnskóla. Ekki dugir heldur að skella skollaeyrum við því að íslensk börn hafa komið fremur illa út úr samanburði við jafnaldra sína í Evrópu í PISA könnunum. Síðasta skýring menntaelítunnar sem ég man eftir var sú að íslensk börn tækju þessi próf ekki eins alvarlega og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Sem sagt, við erum að gera allt rétt og þurfum því ekki að bæta okkur. Ef svona hugsun ræður för er sannarlega ekki von á góðu.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar