Vernd barna gegn kynferðislegum glæpum Össur Skarphéðinsson og Ögmundur Jónasson skrifar 11. febrúar 2012 06:00 Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Afleiðingarnar eru öryggisleysi og skömm, sem því miður fylgir enn þolendum kynferðisbrota en ætti með réttu aðeins heima hjá þeim sem ofbeldinu beita. Brotin fela í sér grófustu tegund mannréttindabrota sem ekki má láta kyrr liggja. Sem betur fer hefur þagnarmúrinn kringum þessa glæpi hrunið smátt og smátt á síðustu áratugum. Það er þó ekki nóg að þolendur geti sagt frá, heldur verður samfélagið að vera vel vopnað í baráttunni gegn þessum hroðaverkum. Sögulegur samningurHlutur Íslands má ekki liggja eftir í að uppræta ofbeldi gegn börnum. Fyrir skömmu lögðum við því fram tillögu á Alþingi þar sem lagt var til að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun og um leið frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins. Samningurinn, sem kenndur er við Lanzarote, var gerður árið 2007. Tilgangurinn með honum er þríþættur: Í fyrsta lagi er markmiðið að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í öðru lagi að vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðast en ekki síst er ætlunin að efla samstarf í baráttunni gegn kynferðislegum glæpum gegn börnum hjá hverri þjóð og á alþjóðavettvangi. Samningurinn er mjög yfirgripsmikill og markar tímamót. Með honum bindast ríki böndum í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum en sú barátta getur ekki verið bundin við landamæri. Ekki er þó einvörðungu kveðið á um hvaða háttsemi skuli teljast refsiverð heldur fjallar samningurinn einnig um forvarnir, stuðning fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og meðferð kynferðisbrotamanna. Ofbeldi um spjallrásirSamningurinn leggur þannig til leiðir til þess að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í hefðbundnum skilningi en einnig gegn barnavændi, barnaklámi og ferðaþjónustu sem beinist að kynferðislegri misnotkun barna. Hann skapar enn fremur grundvöll til að sporna við því þegar fullorðnir einstaklingar falast af ásettu ráði eftir börnum t.d. á spjallrásum í kynferðislegum tilgangi eða láta börn vísvitandi verða vitni að kynferðislegri misnotkun eða kynferðislegum athöfnum. Samningurinn er hinn fyrsti þar sem sett er fram krafa um að sett verði í refsilög ákvæði gegn misnotkun barna í ýmsum myndum, þ.m.t. þegar slík misnotkun á sér stað inni á heimili barns eða innan fjölskyldu þess. Hann leggur áherslu á forvarnir og að menn, sem óttast að þeir geti framið eitthvert þeirra brota sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningnum, geti leitað sér aðstoðar til þess að koma í veg fyrir það. Sú skylda er lögð á herðar aðildarríkjanna að standa að vitundarvakningu um réttindi barna og hvað bendi til þess að barn geti verið þolandi ofbeldis. Jafnframt gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir börnin sjálf. Refsilögsaga nær til útlandaSamningurinn hefur enn fremur að geyma ákvæði varðandi nýja tegund ofbeldis eins og kynferðislega misneytingu og misnotkun barna fyrir tilstilli upplýsinga- og samskiptatækni en því hafa aðrir alþjóðasamningar ekki tekið á. Hann tekur einnig á framsækinn hátt á því ógnvænlega vandamáli sem ferðaþjónusta tengd misnotkun barna er með því að kveða á um að hver samningsaðili skuli fella undir refsilögsögu sína öll brot sem framin eru erlendis af ríkisborgara hans, eða einstaklingi sem hefur fasta búsetu á yfirráðasvæði hans – jafnvel þótt brotið sé ekki refsivert samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið er framið. Það er mjög brýnt að lagarammi ríkja sé þannig gerður að hann veiti börnum eins ríka vernd og hugsanlega er unnt. Í því tilliti getur alþjóðasamstarf haft veigamikil áhrif. Samningurinn sem hér um ræðir sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Refsivöndur Moskvuvaldsins Auðunn Arnórsson Fastir pennar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Sjá meira
Það er dapurleg staðreynd að fjöldi barna í heiminum í dag verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, þ.m.t. á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuráðinu benda rannsóknir til þess að eitt af hverjum fimm börnum verði fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi á æskuárum sínum. Hér er um að ræða svívirðilega glæpi sem hafa í för með sér líkamlegar og andlegar þjáningar fyrir börnin sem fyrir þeim verða. Afleiðingarnar eru öryggisleysi og skömm, sem því miður fylgir enn þolendum kynferðisbrota en ætti með réttu aðeins heima hjá þeim sem ofbeldinu beita. Brotin fela í sér grófustu tegund mannréttindabrota sem ekki má láta kyrr liggja. Sem betur fer hefur þagnarmúrinn kringum þessa glæpi hrunið smátt og smátt á síðustu áratugum. Það er þó ekki nóg að þolendur geti sagt frá, heldur verður samfélagið að vera vel vopnað í baráttunni gegn þessum hroðaverkum. Sögulegur samningurHlutur Íslands má ekki liggja eftir í að uppræta ofbeldi gegn börnum. Fyrir skömmu lögðum við því fram tillögu á Alþingi þar sem lagt var til að Íslendingar fullgiltu mikilvægan Evrópuráðssamning um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun og um leið frumvarp að lagabreytingum til að tryggja framkvæmd samningsins. Samningurinn, sem kenndur er við Lanzarote, var gerður árið 2007. Tilgangurinn með honum er þríþættur: Í fyrsta lagi er markmiðið að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum. Í öðru lagi að vernda réttindi barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Síðast en ekki síst er ætlunin að efla samstarf í baráttunni gegn kynferðislegum glæpum gegn börnum hjá hverri þjóð og á alþjóðavettvangi. Samningurinn er mjög yfirgripsmikill og markar tímamót. Með honum bindast ríki böndum í baráttunni gegn ofbeldi gegn börnum en sú barátta getur ekki verið bundin við landamæri. Ekki er þó einvörðungu kveðið á um hvaða háttsemi skuli teljast refsiverð heldur fjallar samningurinn einnig um forvarnir, stuðning fyrir börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og meðferð kynferðisbrotamanna. Ofbeldi um spjallrásirSamningurinn leggur þannig til leiðir til þess að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í hefðbundnum skilningi en einnig gegn barnavændi, barnaklámi og ferðaþjónustu sem beinist að kynferðislegri misnotkun barna. Hann skapar enn fremur grundvöll til að sporna við því þegar fullorðnir einstaklingar falast af ásettu ráði eftir börnum t.d. á spjallrásum í kynferðislegum tilgangi eða láta börn vísvitandi verða vitni að kynferðislegri misnotkun eða kynferðislegum athöfnum. Samningurinn er hinn fyrsti þar sem sett er fram krafa um að sett verði í refsilög ákvæði gegn misnotkun barna í ýmsum myndum, þ.m.t. þegar slík misnotkun á sér stað inni á heimili barns eða innan fjölskyldu þess. Hann leggur áherslu á forvarnir og að menn, sem óttast að þeir geti framið eitthvert þeirra brota sem lýst eru refsiverð samkvæmt samningnum, geti leitað sér aðstoðar til þess að koma í veg fyrir það. Sú skylda er lögð á herðar aðildarríkjanna að standa að vitundarvakningu um réttindi barna og hvað bendi til þess að barn geti verið þolandi ofbeldis. Jafnframt gerir hann ráð fyrir fræðslu fyrir börnin sjálf. Refsilögsaga nær til útlandaSamningurinn hefur enn fremur að geyma ákvæði varðandi nýja tegund ofbeldis eins og kynferðislega misneytingu og misnotkun barna fyrir tilstilli upplýsinga- og samskiptatækni en því hafa aðrir alþjóðasamningar ekki tekið á. Hann tekur einnig á framsækinn hátt á því ógnvænlega vandamáli sem ferðaþjónusta tengd misnotkun barna er með því að kveða á um að hver samningsaðili skuli fella undir refsilögsögu sína öll brot sem framin eru erlendis af ríkisborgara hans, eða einstaklingi sem hefur fasta búsetu á yfirráðasvæði hans – jafnvel þótt brotið sé ekki refsivert samkvæmt lögum þess ríkis þar sem brotið er framið. Það er mjög brýnt að lagarammi ríkja sé þannig gerður að hann veiti börnum eins ríka vernd og hugsanlega er unnt. Í því tilliti getur alþjóðasamstarf haft veigamikil áhrif. Samningurinn sem hér um ræðir sker upp herör gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og íslensk stjórnvöld láta ekki sitt eftir liggja.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar