Til Landspítalamanna Lýður Árnason skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Félagar mínir á Landspítalanum, Jóhannes Gunnarsson og Björn Zoëga, svöruðu nýlega grein undirritaðs um byggingu nýs spítala. Ekki tókst að sannfæra þá um óþurft þessarar framkvæmdar sem þeir telja ennþá verulegt hagsmunamál fyrir þjóðina. Jóhannes og Björn ríða á vaðið og tala um öldrun þjóðarinnar og fyrirsjáanlega fleiri legudaga vegna þess. En sjúkrahúslega er dýrasta úrræði heilbrigðisþjónustunnar og miklu skynsamlegra að hjúkra fólki heima fyrir og það sem lengst. Þar vill fólk vera en ekki á sjúkrahúsum. Auk þess eru vandamál ellinnar að minnstum hluta hátækni, miklu fremur gamalkunnug glíma við daglegar athafnir og lífsfyllingu. Hátæknisjúkrahús hefur litlu hlutverki þar að gegna. Að forgangsraða okkar litlu fjárráðum þangað er að mínum dómi afglöp. Næst nefna þeir félagar heilsugæsluna, svæðissjúkrahús og háskólasjúkrahús sem grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar. Get verið sammála um fyrstnefndu atriðin en hið síðastnefnda er lúxus. Nóg er að hafa Landspítalann áfram. Þó gott rými og tæknilegar framfarir séu auðvitað keppikefli verðum við að taka með í reikninginn að við erum ekki nema 330 þúsund hræður og fjölgunin örust í elstu aldurshópunum. Því má spyrja hversu skynsamlegt sé að leggja mest upp úr hátækni í þannig samsettu þjóðfélagi, fámennu og gömlu? Þeir kumpánar benda á öran vöxt teymisvinnu og sameiningu sjúkrastofnana svo sérþekkingin nýtist sem best. Það sé svar þróaðra ríkja. Enn og aftur bendi ég á fámennið. Fjölbreytileiki sjúkdóma er einfaldlega ekki nægur til að svala eftirspurn sérþekkingar. Af einmitt þessari ástæðu sækja íslenzkir læknar sérfræðimenntun til annarra landa. Byggð er líka dreifð á Íslandi sem leggur á okkur þá skyldu að reka grunnþjónustu í heimabyggð. Bendi svo á ljósleiðaratæknina sem gerir teymisvinnu leik einn án þess að vera undir sama þaki. Ábendingar Jóhannesar og Björns um að loftræsting og lofthæð hamli meðferðarárangri hirði ég ekki um. Get unnt þeim þessi rök fyrir hátæknisjúkrahúsinu. Málið í hnotskurn er þetta: Nútíminn á fullt í fangi með að reka heilbrigðisþjónustu. Rekstur Landspítalans er í járnum og útlægari stoðir eins og svæðissjúkrahús og heilsugæsla í fjársvelti. Áform um nýtt háskólasjúkrahús veikir þessa grunnpósta og er sú þróun þegar hafin. Ennfremur er framkvæmdin gríðardýr og þörf hennar umdeild. Óvíst er að landsmenn vilji nota lífeyri sinn í þetta verkefni og ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna mun verða framtíðarbyrði skattborgaranna. Fámenni og aldurssamsetning þjóðarinnar vekur líka spurningar um forgangsröð. Víst er að fjármunir sem fara í hátæknisjúkrahús verða ekki nýttir í annað. Að lokum þakka ég Jóhannesi og Birni stofugangsboðið, þigg það með þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. 19. janúar 2012 06:00 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Félagar mínir á Landspítalanum, Jóhannes Gunnarsson og Björn Zoëga, svöruðu nýlega grein undirritaðs um byggingu nýs spítala. Ekki tókst að sannfæra þá um óþurft þessarar framkvæmdar sem þeir telja ennþá verulegt hagsmunamál fyrir þjóðina. Jóhannes og Björn ríða á vaðið og tala um öldrun þjóðarinnar og fyrirsjáanlega fleiri legudaga vegna þess. En sjúkrahúslega er dýrasta úrræði heilbrigðisþjónustunnar og miklu skynsamlegra að hjúkra fólki heima fyrir og það sem lengst. Þar vill fólk vera en ekki á sjúkrahúsum. Auk þess eru vandamál ellinnar að minnstum hluta hátækni, miklu fremur gamalkunnug glíma við daglegar athafnir og lífsfyllingu. Hátæknisjúkrahús hefur litlu hlutverki þar að gegna. Að forgangsraða okkar litlu fjárráðum þangað er að mínum dómi afglöp. Næst nefna þeir félagar heilsugæsluna, svæðissjúkrahús og háskólasjúkrahús sem grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar. Get verið sammála um fyrstnefndu atriðin en hið síðastnefnda er lúxus. Nóg er að hafa Landspítalann áfram. Þó gott rými og tæknilegar framfarir séu auðvitað keppikefli verðum við að taka með í reikninginn að við erum ekki nema 330 þúsund hræður og fjölgunin örust í elstu aldurshópunum. Því má spyrja hversu skynsamlegt sé að leggja mest upp úr hátækni í þannig samsettu þjóðfélagi, fámennu og gömlu? Þeir kumpánar benda á öran vöxt teymisvinnu og sameiningu sjúkrastofnana svo sérþekkingin nýtist sem best. Það sé svar þróaðra ríkja. Enn og aftur bendi ég á fámennið. Fjölbreytileiki sjúkdóma er einfaldlega ekki nægur til að svala eftirspurn sérþekkingar. Af einmitt þessari ástæðu sækja íslenzkir læknar sérfræðimenntun til annarra landa. Byggð er líka dreifð á Íslandi sem leggur á okkur þá skyldu að reka grunnþjónustu í heimabyggð. Bendi svo á ljósleiðaratæknina sem gerir teymisvinnu leik einn án þess að vera undir sama þaki. Ábendingar Jóhannesar og Björns um að loftræsting og lofthæð hamli meðferðarárangri hirði ég ekki um. Get unnt þeim þessi rök fyrir hátæknisjúkrahúsinu. Málið í hnotskurn er þetta: Nútíminn á fullt í fangi með að reka heilbrigðisþjónustu. Rekstur Landspítalans er í járnum og útlægari stoðir eins og svæðissjúkrahús og heilsugæsla í fjársvelti. Áform um nýtt háskólasjúkrahús veikir þessa grunnpósta og er sú þróun þegar hafin. Ennfremur er framkvæmdin gríðardýr og þörf hennar umdeild. Óvíst er að landsmenn vilji nota lífeyri sinn í þetta verkefni og ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna mun verða framtíðarbyrði skattborgaranna. Fámenni og aldurssamsetning þjóðarinnar vekur líka spurningar um forgangsröð. Víst er að fjármunir sem fara í hátæknisjúkrahús verða ekki nýttir í annað. Að lokum þakka ég Jóhannesi og Birni stofugangsboðið, þigg það með þökkum.
Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. 19. janúar 2012 06:00
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun