Til Landspítalamanna Lýður Árnason skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Félagar mínir á Landspítalanum, Jóhannes Gunnarsson og Björn Zoëga, svöruðu nýlega grein undirritaðs um byggingu nýs spítala. Ekki tókst að sannfæra þá um óþurft þessarar framkvæmdar sem þeir telja ennþá verulegt hagsmunamál fyrir þjóðina. Jóhannes og Björn ríða á vaðið og tala um öldrun þjóðarinnar og fyrirsjáanlega fleiri legudaga vegna þess. En sjúkrahúslega er dýrasta úrræði heilbrigðisþjónustunnar og miklu skynsamlegra að hjúkra fólki heima fyrir og það sem lengst. Þar vill fólk vera en ekki á sjúkrahúsum. Auk þess eru vandamál ellinnar að minnstum hluta hátækni, miklu fremur gamalkunnug glíma við daglegar athafnir og lífsfyllingu. Hátæknisjúkrahús hefur litlu hlutverki þar að gegna. Að forgangsraða okkar litlu fjárráðum þangað er að mínum dómi afglöp. Næst nefna þeir félagar heilsugæsluna, svæðissjúkrahús og háskólasjúkrahús sem grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar. Get verið sammála um fyrstnefndu atriðin en hið síðastnefnda er lúxus. Nóg er að hafa Landspítalann áfram. Þó gott rými og tæknilegar framfarir séu auðvitað keppikefli verðum við að taka með í reikninginn að við erum ekki nema 330 þúsund hræður og fjölgunin örust í elstu aldurshópunum. Því má spyrja hversu skynsamlegt sé að leggja mest upp úr hátækni í þannig samsettu þjóðfélagi, fámennu og gömlu? Þeir kumpánar benda á öran vöxt teymisvinnu og sameiningu sjúkrastofnana svo sérþekkingin nýtist sem best. Það sé svar þróaðra ríkja. Enn og aftur bendi ég á fámennið. Fjölbreytileiki sjúkdóma er einfaldlega ekki nægur til að svala eftirspurn sérþekkingar. Af einmitt þessari ástæðu sækja íslenzkir læknar sérfræðimenntun til annarra landa. Byggð er líka dreifð á Íslandi sem leggur á okkur þá skyldu að reka grunnþjónustu í heimabyggð. Bendi svo á ljósleiðaratæknina sem gerir teymisvinnu leik einn án þess að vera undir sama þaki. Ábendingar Jóhannesar og Björns um að loftræsting og lofthæð hamli meðferðarárangri hirði ég ekki um. Get unnt þeim þessi rök fyrir hátæknisjúkrahúsinu. Málið í hnotskurn er þetta: Nútíminn á fullt í fangi með að reka heilbrigðisþjónustu. Rekstur Landspítalans er í járnum og útlægari stoðir eins og svæðissjúkrahús og heilsugæsla í fjársvelti. Áform um nýtt háskólasjúkrahús veikir þessa grunnpósta og er sú þróun þegar hafin. Ennfremur er framkvæmdin gríðardýr og þörf hennar umdeild. Óvíst er að landsmenn vilji nota lífeyri sinn í þetta verkefni og ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna mun verða framtíðarbyrði skattborgaranna. Fámenni og aldurssamsetning þjóðarinnar vekur líka spurningar um forgangsröð. Víst er að fjármunir sem fara í hátæknisjúkrahús verða ekki nýttir í annað. Að lokum þakka ég Jóhannesi og Birni stofugangsboðið, þigg það með þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. 19. janúar 2012 06:00 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Félagar mínir á Landspítalanum, Jóhannes Gunnarsson og Björn Zoëga, svöruðu nýlega grein undirritaðs um byggingu nýs spítala. Ekki tókst að sannfæra þá um óþurft þessarar framkvæmdar sem þeir telja ennþá verulegt hagsmunamál fyrir þjóðina. Jóhannes og Björn ríða á vaðið og tala um öldrun þjóðarinnar og fyrirsjáanlega fleiri legudaga vegna þess. En sjúkrahúslega er dýrasta úrræði heilbrigðisþjónustunnar og miklu skynsamlegra að hjúkra fólki heima fyrir og það sem lengst. Þar vill fólk vera en ekki á sjúkrahúsum. Auk þess eru vandamál ellinnar að minnstum hluta hátækni, miklu fremur gamalkunnug glíma við daglegar athafnir og lífsfyllingu. Hátæknisjúkrahús hefur litlu hlutverki þar að gegna. Að forgangsraða okkar litlu fjárráðum þangað er að mínum dómi afglöp. Næst nefna þeir félagar heilsugæsluna, svæðissjúkrahús og háskólasjúkrahús sem grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar. Get verið sammála um fyrstnefndu atriðin en hið síðastnefnda er lúxus. Nóg er að hafa Landspítalann áfram. Þó gott rými og tæknilegar framfarir séu auðvitað keppikefli verðum við að taka með í reikninginn að við erum ekki nema 330 þúsund hræður og fjölgunin örust í elstu aldurshópunum. Því má spyrja hversu skynsamlegt sé að leggja mest upp úr hátækni í þannig samsettu þjóðfélagi, fámennu og gömlu? Þeir kumpánar benda á öran vöxt teymisvinnu og sameiningu sjúkrastofnana svo sérþekkingin nýtist sem best. Það sé svar þróaðra ríkja. Enn og aftur bendi ég á fámennið. Fjölbreytileiki sjúkdóma er einfaldlega ekki nægur til að svala eftirspurn sérþekkingar. Af einmitt þessari ástæðu sækja íslenzkir læknar sérfræðimenntun til annarra landa. Byggð er líka dreifð á Íslandi sem leggur á okkur þá skyldu að reka grunnþjónustu í heimabyggð. Bendi svo á ljósleiðaratæknina sem gerir teymisvinnu leik einn án þess að vera undir sama þaki. Ábendingar Jóhannesar og Björns um að loftræsting og lofthæð hamli meðferðarárangri hirði ég ekki um. Get unnt þeim þessi rök fyrir hátæknisjúkrahúsinu. Málið í hnotskurn er þetta: Nútíminn á fullt í fangi með að reka heilbrigðisþjónustu. Rekstur Landspítalans er í járnum og útlægari stoðir eins og svæðissjúkrahús og heilsugæsla í fjársvelti. Áform um nýtt háskólasjúkrahús veikir þessa grunnpósta og er sú þróun þegar hafin. Ennfremur er framkvæmdin gríðardýr og þörf hennar umdeild. Óvíst er að landsmenn vilji nota lífeyri sinn í þetta verkefni og ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna mun verða framtíðarbyrði skattborgaranna. Fámenni og aldurssamsetning þjóðarinnar vekur líka spurningar um forgangsröð. Víst er að fjármunir sem fara í hátæknisjúkrahús verða ekki nýttir í annað. Að lokum þakka ég Jóhannesi og Birni stofugangsboðið, þigg það með þökkum.
Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. 19. janúar 2012 06:00
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar