Til Landspítalamanna Lýður Árnason skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Félagar mínir á Landspítalanum, Jóhannes Gunnarsson og Björn Zoëga, svöruðu nýlega grein undirritaðs um byggingu nýs spítala. Ekki tókst að sannfæra þá um óþurft þessarar framkvæmdar sem þeir telja ennþá verulegt hagsmunamál fyrir þjóðina. Jóhannes og Björn ríða á vaðið og tala um öldrun þjóðarinnar og fyrirsjáanlega fleiri legudaga vegna þess. En sjúkrahúslega er dýrasta úrræði heilbrigðisþjónustunnar og miklu skynsamlegra að hjúkra fólki heima fyrir og það sem lengst. Þar vill fólk vera en ekki á sjúkrahúsum. Auk þess eru vandamál ellinnar að minnstum hluta hátækni, miklu fremur gamalkunnug glíma við daglegar athafnir og lífsfyllingu. Hátæknisjúkrahús hefur litlu hlutverki þar að gegna. Að forgangsraða okkar litlu fjárráðum þangað er að mínum dómi afglöp. Næst nefna þeir félagar heilsugæsluna, svæðissjúkrahús og háskólasjúkrahús sem grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar. Get verið sammála um fyrstnefndu atriðin en hið síðastnefnda er lúxus. Nóg er að hafa Landspítalann áfram. Þó gott rými og tæknilegar framfarir séu auðvitað keppikefli verðum við að taka með í reikninginn að við erum ekki nema 330 þúsund hræður og fjölgunin örust í elstu aldurshópunum. Því má spyrja hversu skynsamlegt sé að leggja mest upp úr hátækni í þannig samsettu þjóðfélagi, fámennu og gömlu? Þeir kumpánar benda á öran vöxt teymisvinnu og sameiningu sjúkrastofnana svo sérþekkingin nýtist sem best. Það sé svar þróaðra ríkja. Enn og aftur bendi ég á fámennið. Fjölbreytileiki sjúkdóma er einfaldlega ekki nægur til að svala eftirspurn sérþekkingar. Af einmitt þessari ástæðu sækja íslenzkir læknar sérfræðimenntun til annarra landa. Byggð er líka dreifð á Íslandi sem leggur á okkur þá skyldu að reka grunnþjónustu í heimabyggð. Bendi svo á ljósleiðaratæknina sem gerir teymisvinnu leik einn án þess að vera undir sama þaki. Ábendingar Jóhannesar og Björns um að loftræsting og lofthæð hamli meðferðarárangri hirði ég ekki um. Get unnt þeim þessi rök fyrir hátæknisjúkrahúsinu. Málið í hnotskurn er þetta: Nútíminn á fullt í fangi með að reka heilbrigðisþjónustu. Rekstur Landspítalans er í járnum og útlægari stoðir eins og svæðissjúkrahús og heilsugæsla í fjársvelti. Áform um nýtt háskólasjúkrahús veikir þessa grunnpósta og er sú þróun þegar hafin. Ennfremur er framkvæmdin gríðardýr og þörf hennar umdeild. Óvíst er að landsmenn vilji nota lífeyri sinn í þetta verkefni og ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna mun verða framtíðarbyrði skattborgaranna. Fámenni og aldurssamsetning þjóðarinnar vekur líka spurningar um forgangsröð. Víst er að fjármunir sem fara í hátæknisjúkrahús verða ekki nýttir í annað. Að lokum þakka ég Jóhannesi og Birni stofugangsboðið, þigg það með þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. 19. janúar 2012 06:00 Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Félagar mínir á Landspítalanum, Jóhannes Gunnarsson og Björn Zoëga, svöruðu nýlega grein undirritaðs um byggingu nýs spítala. Ekki tókst að sannfæra þá um óþurft þessarar framkvæmdar sem þeir telja ennþá verulegt hagsmunamál fyrir þjóðina. Jóhannes og Björn ríða á vaðið og tala um öldrun þjóðarinnar og fyrirsjáanlega fleiri legudaga vegna þess. En sjúkrahúslega er dýrasta úrræði heilbrigðisþjónustunnar og miklu skynsamlegra að hjúkra fólki heima fyrir og það sem lengst. Þar vill fólk vera en ekki á sjúkrahúsum. Auk þess eru vandamál ellinnar að minnstum hluta hátækni, miklu fremur gamalkunnug glíma við daglegar athafnir og lífsfyllingu. Hátæknisjúkrahús hefur litlu hlutverki þar að gegna. Að forgangsraða okkar litlu fjárráðum þangað er að mínum dómi afglöp. Næst nefna þeir félagar heilsugæsluna, svæðissjúkrahús og háskólasjúkrahús sem grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar. Get verið sammála um fyrstnefndu atriðin en hið síðastnefnda er lúxus. Nóg er að hafa Landspítalann áfram. Þó gott rými og tæknilegar framfarir séu auðvitað keppikefli verðum við að taka með í reikninginn að við erum ekki nema 330 þúsund hræður og fjölgunin örust í elstu aldurshópunum. Því má spyrja hversu skynsamlegt sé að leggja mest upp úr hátækni í þannig samsettu þjóðfélagi, fámennu og gömlu? Þeir kumpánar benda á öran vöxt teymisvinnu og sameiningu sjúkrastofnana svo sérþekkingin nýtist sem best. Það sé svar þróaðra ríkja. Enn og aftur bendi ég á fámennið. Fjölbreytileiki sjúkdóma er einfaldlega ekki nægur til að svala eftirspurn sérþekkingar. Af einmitt þessari ástæðu sækja íslenzkir læknar sérfræðimenntun til annarra landa. Byggð er líka dreifð á Íslandi sem leggur á okkur þá skyldu að reka grunnþjónustu í heimabyggð. Bendi svo á ljósleiðaratæknina sem gerir teymisvinnu leik einn án þess að vera undir sama þaki. Ábendingar Jóhannesar og Björns um að loftræsting og lofthæð hamli meðferðarárangri hirði ég ekki um. Get unnt þeim þessi rök fyrir hátæknisjúkrahúsinu. Málið í hnotskurn er þetta: Nútíminn á fullt í fangi með að reka heilbrigðisþjónustu. Rekstur Landspítalans er í járnum og útlægari stoðir eins og svæðissjúkrahús og heilsugæsla í fjársvelti. Áform um nýtt háskólasjúkrahús veikir þessa grunnpósta og er sú þróun þegar hafin. Ennfremur er framkvæmdin gríðardýr og þörf hennar umdeild. Óvíst er að landsmenn vilji nota lífeyri sinn í þetta verkefni og ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna mun verða framtíðarbyrði skattborgaranna. Fámenni og aldurssamsetning þjóðarinnar vekur líka spurningar um forgangsröð. Víst er að fjármunir sem fara í hátæknisjúkrahús verða ekki nýttir í annað. Að lokum þakka ég Jóhannesi og Birni stofugangsboðið, þigg það með þökkum.
Nýr Landspítali: Öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi Mestu skiptir hverju nýbygging Landspítala skilar varðandi meðferðarárangur, öryggi og líðan sjúklinga. 19. janúar 2012 06:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar