Eftirlit – eftirlit! Jón Bergsson skrifar 27. janúar 2012 06:00 Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum. Það er nú einu sinni þannig, að sá sem býr til vöru eða þjónustu ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast (e. fit for purpose) og standist kröfur kaupandans. Til þess verður framleiðandinn að nota rétta uppskrift eða vörulýsingu, hráefni og önnur aðföng, þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er stundum kallað „gæðastjórnun“. Ekki er nokkur leið að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja framleiðandans, hvort sem þeir eru sjálfir framleiðendur, innflytjendur eða heildsalar. Því síður er hægt að varpa þessari ábyrgð á yfirvöld og opinberar stofnanir, nema þegar „hið opinbera“ er sjálft framleiðandi vöru eða þjónustu (skólar, sjúkrahús, o.s.frv.). Gera verður greinarmun á opinberu eftirliti með að lögum og reglugerðum sé framfylgt og gæðaeftirliti við framleiðslu á vöru eða þjónustu. Að tryggja gæði vöru er eðlilegur hluti af framleiðsluferlinu, og betra er að stjórna ferlinu þannig að tryggt sé að varan standist kröfur frekar en að reyna að staðfesta það eftir á með sýnatökum og prófunum. Þeir sem hafa kynnt sér tölfræði og líkindareikninga kringum sýnatökur, prófanir og gæðamat vita að aldrei er hægt að segja með fullri vissu að öll framleiðslan sé í lagi þó það sýni sem prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki hægt að fullyrða að allir kjúklingar í tiltekinni slátrun séu ómengaðir af salmonellu þó þau sýni sem prófuð voru séu í lagi. Kjúklingarnir sem sýnin voru tekin úr eru í lagi og ákveðnar tölfræðilegar líkur eru þá á að allir hinir séu líka í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir geta augljóslega ekki verið með í framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit þeirra verður að byggjast á sýnatökum og mati með þeirri óvissu sem því fylgir. Og kostnaði. Eftirlit með loftgæðum, neysluvatni, frárennsli, umhverfismengun og þess háttar á augljóslega að vera á hendi opinberra eftirlitsstofnana og á kostnað skattgreiðenda. Þetta snertir okkur öll – samfélagið. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar, t.d. á vefsíðum, enda safnað til að gæta öryggis almennings. Kostnaður við gæðastjórnun við framleiðslu á vörum og þjónustu á hins vegar að vera hluti af kostnaði vörunnar og á kostnað kaupandans. Hugsanlegt er að þeir sem aldrei borða kjúkling kæri sig ekkert um að greiða fyrir gæðaprófanir á honum með opinberu eftirliti. En það er önnur leið til að tryggja að neytendur fái rétta vöru og þjónustu. Þetta er leið gæðastjórnunar, eða bara „góð stjórnun“. Gæðastjórnun er einfaldlega það að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem selja vöru eða þjónustu taka fulla ábyrgð á því sem fyrirtæki þeirra skilar til neytenda. Það gera þeir með því að vera þátttakendur í öllu sem fram fer innan fyrirtækisins… ekki bara í fjármáladeildinni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á því fólki sem hann treystir fyrir ákveðnum verkum og ábyrgð; að búa til gott kaffi, stjórna vélasamstæðu eða prófa sýni á rannsóknarstofu. Lykilhugtök í nútímagæðastjórnun eru t.d.: Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórnenda, áhættugreining, skráning, samvinna við birgja, samvinna við neytendur, sjálfsmat og stöðugar úrbætur. Birgjar mega selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja, en sá sem er ábyrgur fyrir matvælafyrirtækinu á að tryggja að iðnaðarsalt sé bara notað til að salta bílaplanið en ekki í matvöruna sem verið er að framleiða. Á sama hátt má sútunarverksmiðjan kaupa iðnaðarsalt og nota við að súta skinn. Sé það ekki ætlað í þorramatinn. Það gefur auga leið að nauðsynlegu eftirliti sé best fyrir komið „á staðnum“ í formi framleiðslueftirlits og gæðaprófana. Þar við bætast innri úttektir og sjálfsmat til að sannreyna að öll ferli séu rétt og til að finna tækifæri til úrbóta. Þetta er kallað eftirlit fyrsta aðila. Þá koma samningar við birgja og úttektir ef ástæða þykir, t.d. með tilliti til áhættugreiningar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef ég væri að kaupa brjóstapúða til að setja í konur mundi ég t.d. íhuga þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo allt ytra eftirlit af hálfu opinberra stofnana, t.d. vegna framleiðslu- eða starfsleyfis, og af hálfu viðskiptavina – óski þeir þess. Því betur sem fyrirtæki sinna eftirliti fyrsta og annars aðila því minni er vinna og kostnaður þriðja aðila við það eftirlit sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum. Það er nú einu sinni þannig, að sá sem býr til vöru eða þjónustu ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast (e. fit for purpose) og standist kröfur kaupandans. Til þess verður framleiðandinn að nota rétta uppskrift eða vörulýsingu, hráefni og önnur aðföng, þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er stundum kallað „gæðastjórnun“. Ekki er nokkur leið að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja framleiðandans, hvort sem þeir eru sjálfir framleiðendur, innflytjendur eða heildsalar. Því síður er hægt að varpa þessari ábyrgð á yfirvöld og opinberar stofnanir, nema þegar „hið opinbera“ er sjálft framleiðandi vöru eða þjónustu (skólar, sjúkrahús, o.s.frv.). Gera verður greinarmun á opinberu eftirliti með að lögum og reglugerðum sé framfylgt og gæðaeftirliti við framleiðslu á vöru eða þjónustu. Að tryggja gæði vöru er eðlilegur hluti af framleiðsluferlinu, og betra er að stjórna ferlinu þannig að tryggt sé að varan standist kröfur frekar en að reyna að staðfesta það eftir á með sýnatökum og prófunum. Þeir sem hafa kynnt sér tölfræði og líkindareikninga kringum sýnatökur, prófanir og gæðamat vita að aldrei er hægt að segja með fullri vissu að öll framleiðslan sé í lagi þó það sýni sem prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki hægt að fullyrða að allir kjúklingar í tiltekinni slátrun séu ómengaðir af salmonellu þó þau sýni sem prófuð voru séu í lagi. Kjúklingarnir sem sýnin voru tekin úr eru í lagi og ákveðnar tölfræðilegar líkur eru þá á að allir hinir séu líka í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir geta augljóslega ekki verið með í framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit þeirra verður að byggjast á sýnatökum og mati með þeirri óvissu sem því fylgir. Og kostnaði. Eftirlit með loftgæðum, neysluvatni, frárennsli, umhverfismengun og þess háttar á augljóslega að vera á hendi opinberra eftirlitsstofnana og á kostnað skattgreiðenda. Þetta snertir okkur öll – samfélagið. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar, t.d. á vefsíðum, enda safnað til að gæta öryggis almennings. Kostnaður við gæðastjórnun við framleiðslu á vörum og þjónustu á hins vegar að vera hluti af kostnaði vörunnar og á kostnað kaupandans. Hugsanlegt er að þeir sem aldrei borða kjúkling kæri sig ekkert um að greiða fyrir gæðaprófanir á honum með opinberu eftirliti. En það er önnur leið til að tryggja að neytendur fái rétta vöru og þjónustu. Þetta er leið gæðastjórnunar, eða bara „góð stjórnun“. Gæðastjórnun er einfaldlega það að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem selja vöru eða þjónustu taka fulla ábyrgð á því sem fyrirtæki þeirra skilar til neytenda. Það gera þeir með því að vera þátttakendur í öllu sem fram fer innan fyrirtækisins… ekki bara í fjármáladeildinni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á því fólki sem hann treystir fyrir ákveðnum verkum og ábyrgð; að búa til gott kaffi, stjórna vélasamstæðu eða prófa sýni á rannsóknarstofu. Lykilhugtök í nútímagæðastjórnun eru t.d.: Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórnenda, áhættugreining, skráning, samvinna við birgja, samvinna við neytendur, sjálfsmat og stöðugar úrbætur. Birgjar mega selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja, en sá sem er ábyrgur fyrir matvælafyrirtækinu á að tryggja að iðnaðarsalt sé bara notað til að salta bílaplanið en ekki í matvöruna sem verið er að framleiða. Á sama hátt má sútunarverksmiðjan kaupa iðnaðarsalt og nota við að súta skinn. Sé það ekki ætlað í þorramatinn. Það gefur auga leið að nauðsynlegu eftirliti sé best fyrir komið „á staðnum“ í formi framleiðslueftirlits og gæðaprófana. Þar við bætast innri úttektir og sjálfsmat til að sannreyna að öll ferli séu rétt og til að finna tækifæri til úrbóta. Þetta er kallað eftirlit fyrsta aðila. Þá koma samningar við birgja og úttektir ef ástæða þykir, t.d. með tilliti til áhættugreiningar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef ég væri að kaupa brjóstapúða til að setja í konur mundi ég t.d. íhuga þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo allt ytra eftirlit af hálfu opinberra stofnana, t.d. vegna framleiðslu- eða starfsleyfis, og af hálfu viðskiptavina – óski þeir þess. Því betur sem fyrirtæki sinna eftirliti fyrsta og annars aðila því minni er vinna og kostnaður þriðja aðila við það eftirlit sem nauðsynlegt er.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun