Víst hefur skattbyrði allra þyngst Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Á mánudaginn birti ég hér í blaðinu grein þar sem því er haldið fram að tekjuskattbyrði allra hafi þyngst milli áranna 2009 og 2012 þvert á það sem stjórnarliðar hafa haldið fram. Í gær svaraði fjármálaráðherra mér og sagði að ég hefði gert einföld mistök og þ.a.l. væri ályktun mín röng. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar vísaði einnig í greinina, aftur hér í blaðinu, og sagði fjármálaráðherra hafa hrakið fullyrðingar mínar. En er það virkilega svo? Ég og fjármálaráðherra eru sammála um að skattbyrði þeirra tekjuhærri hafi þyngst. Ég geri mig reyndar sekan um einfalda villu í útreikningum á skattbyrði þeirra tekjuhæstu og gengst ég við henni. En villan leiðir til þess að skattbyrði þeirra tekjuhærri er ýkt hjá mér. En það skiptir engu máli fyrir niðurstöðu mína um að skattbyrði allra launþega hafi þyngst. Deilan stendur um hvort tekjuskattbyrðin hafi þyngst á þá tekjulægri. Ég segi að hún hafi þyngst en fjármálaráðherra að hún sé léttari. En af hverju skyldum við fjármálaráðherra leggja ólíkan skilning í málið? Eins og fyrri daginn er við því einfalt svar. Fjármálaráðherra gerir í samanburði sínum ráð fyrir óverðbættum persónufrádrætti sem er rangt að gera. Auðvitað á að nota persónufrádráttinn eins og hann er í raun (46.532 kr.) og bera saman við þann sem hefði verið ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt (48.932 kr.). Aftenging laganna um verðtryggingu persónufrádráttar jók á skattabyrðina hjá öllum skattgreiðendum og bætti nýjum við. Um það er ekki deilt. Til að varpa ljósi á málið þá er rétt að skoða þann hluta tekjudreifingarinnar þar sem ég og ráðherrann erum ósammála – neðsta skattþrepið. Samkvæmt upplýsingum af vef Ríkisskattstjóra var staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda 37,2% árið 2009 en 37,34% í fyrsta skattþrepi (af fyrstu 230.000 kr.) árið 2012. Persónufrádráttur á mánuði er 46.532 kr. í ár en ætti að vera 48.932 kr. ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Um það snýst m.a. deilan við Öryrkjabandalagið. Með þessar upplýsingar að vopni er hægt að skoða skattbyrðina (skatta sem hlutfall af launum) í fyrsta skattþrepi á línuriti. Eins og sést á myndinni er skattbyrðin þyngri í neðsta skattþrepinu nú en verið hefði ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Því stenst fullyrðing mín frá því á mánudag fullkomlega. Þeir sem eru í neðsta þrepinu greiða hærri skatta nú miðað við sömu nafnlaun. Um efri skattþrepin er ekki deilt. Þeir tekjuhærri búa við mun þyngri skattbyrði. Reyndar ætti með réttu að bera saman raunstærðir en ekki nafnstærðir launa í samanburði sem þessum en það myndi gera myndina enn verri, fjármálaráðherra í óhag. En gefum henni smá slaka í bili. Hitt er annað mál að af ráðstöfunartekjum eftir tekjuskatt er miklu mun meira tekið í óbeina skatta nú en áður. Þannig hefur t.a.m. virðisaukaskattur, eldsneytisskattar, bifreiðagjöld, áfengis- og tóbaksgjöld og erfðafjárskattar verið hækkaðir til muna og nýir skattar eins orkuskattar (sturtuskatturinn), auðlegðarskattur, kolefnaskattar og skattar á gengisreikninga verið innleiddir. Það byrjar ekki vel hjá nýjum fjármálaráðherra. Eitt er að gera smávægilega klaufavillu sem engin áhrif hefur á megin niðurstöðuna. Annað er að hagræða sannleikanum sér í vil. Sannleikurinn er nefnilega sá að skattbyrði allra hefur þyngst jafnt og þétt frá 2009 vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00 Lækkun skattbyrðar Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. 18. janúar 2012 06:00 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á mánudaginn birti ég hér í blaðinu grein þar sem því er haldið fram að tekjuskattbyrði allra hafi þyngst milli áranna 2009 og 2012 þvert á það sem stjórnarliðar hafa haldið fram. Í gær svaraði fjármálaráðherra mér og sagði að ég hefði gert einföld mistök og þ.a.l. væri ályktun mín röng. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar vísaði einnig í greinina, aftur hér í blaðinu, og sagði fjármálaráðherra hafa hrakið fullyrðingar mínar. En er það virkilega svo? Ég og fjármálaráðherra eru sammála um að skattbyrði þeirra tekjuhærri hafi þyngst. Ég geri mig reyndar sekan um einfalda villu í útreikningum á skattbyrði þeirra tekjuhæstu og gengst ég við henni. En villan leiðir til þess að skattbyrði þeirra tekjuhærri er ýkt hjá mér. En það skiptir engu máli fyrir niðurstöðu mína um að skattbyrði allra launþega hafi þyngst. Deilan stendur um hvort tekjuskattbyrðin hafi þyngst á þá tekjulægri. Ég segi að hún hafi þyngst en fjármálaráðherra að hún sé léttari. En af hverju skyldum við fjármálaráðherra leggja ólíkan skilning í málið? Eins og fyrri daginn er við því einfalt svar. Fjármálaráðherra gerir í samanburði sínum ráð fyrir óverðbættum persónufrádrætti sem er rangt að gera. Auðvitað á að nota persónufrádráttinn eins og hann er í raun (46.532 kr.) og bera saman við þann sem hefði verið ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt (48.932 kr.). Aftenging laganna um verðtryggingu persónufrádráttar jók á skattabyrðina hjá öllum skattgreiðendum og bætti nýjum við. Um það er ekki deilt. Til að varpa ljósi á málið þá er rétt að skoða þann hluta tekjudreifingarinnar þar sem ég og ráðherrann erum ósammála – neðsta skattþrepið. Samkvæmt upplýsingum af vef Ríkisskattstjóra var staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda 37,2% árið 2009 en 37,34% í fyrsta skattþrepi (af fyrstu 230.000 kr.) árið 2012. Persónufrádráttur á mánuði er 46.532 kr. í ár en ætti að vera 48.932 kr. ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Um það snýst m.a. deilan við Öryrkjabandalagið. Með þessar upplýsingar að vopni er hægt að skoða skattbyrðina (skatta sem hlutfall af launum) í fyrsta skattþrepi á línuriti. Eins og sést á myndinni er skattbyrðin þyngri í neðsta skattþrepinu nú en verið hefði ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Því stenst fullyrðing mín frá því á mánudag fullkomlega. Þeir sem eru í neðsta þrepinu greiða hærri skatta nú miðað við sömu nafnlaun. Um efri skattþrepin er ekki deilt. Þeir tekjuhærri búa við mun þyngri skattbyrði. Reyndar ætti með réttu að bera saman raunstærðir en ekki nafnstærðir launa í samanburði sem þessum en það myndi gera myndina enn verri, fjármálaráðherra í óhag. En gefum henni smá slaka í bili. Hitt er annað mál að af ráðstöfunartekjum eftir tekjuskatt er miklu mun meira tekið í óbeina skatta nú en áður. Þannig hefur t.a.m. virðisaukaskattur, eldsneytisskattar, bifreiðagjöld, áfengis- og tóbaksgjöld og erfðafjárskattar verið hækkaðir til muna og nýir skattar eins orkuskattar (sturtuskatturinn), auðlegðarskattur, kolefnaskattar og skattar á gengisreikninga verið innleiddir. Það byrjar ekki vel hjá nýjum fjármálaráðherra. Eitt er að gera smávægilega klaufavillu sem engin áhrif hefur á megin niðurstöðuna. Annað er að hagræða sannleikanum sér í vil. Sannleikurinn er nefnilega sá að skattbyrði allra hefur þyngst jafnt og þétt frá 2009 vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar.
Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00
Lækkun skattbyrðar Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. 18. janúar 2012 06:00
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar