Víst hefur skattbyrði allra þyngst Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Á mánudaginn birti ég hér í blaðinu grein þar sem því er haldið fram að tekjuskattbyrði allra hafi þyngst milli áranna 2009 og 2012 þvert á það sem stjórnarliðar hafa haldið fram. Í gær svaraði fjármálaráðherra mér og sagði að ég hefði gert einföld mistök og þ.a.l. væri ályktun mín röng. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar vísaði einnig í greinina, aftur hér í blaðinu, og sagði fjármálaráðherra hafa hrakið fullyrðingar mínar. En er það virkilega svo? Ég og fjármálaráðherra eru sammála um að skattbyrði þeirra tekjuhærri hafi þyngst. Ég geri mig reyndar sekan um einfalda villu í útreikningum á skattbyrði þeirra tekjuhæstu og gengst ég við henni. En villan leiðir til þess að skattbyrði þeirra tekjuhærri er ýkt hjá mér. En það skiptir engu máli fyrir niðurstöðu mína um að skattbyrði allra launþega hafi þyngst. Deilan stendur um hvort tekjuskattbyrðin hafi þyngst á þá tekjulægri. Ég segi að hún hafi þyngst en fjármálaráðherra að hún sé léttari. En af hverju skyldum við fjármálaráðherra leggja ólíkan skilning í málið? Eins og fyrri daginn er við því einfalt svar. Fjármálaráðherra gerir í samanburði sínum ráð fyrir óverðbættum persónufrádrætti sem er rangt að gera. Auðvitað á að nota persónufrádráttinn eins og hann er í raun (46.532 kr.) og bera saman við þann sem hefði verið ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt (48.932 kr.). Aftenging laganna um verðtryggingu persónufrádráttar jók á skattabyrðina hjá öllum skattgreiðendum og bætti nýjum við. Um það er ekki deilt. Til að varpa ljósi á málið þá er rétt að skoða þann hluta tekjudreifingarinnar þar sem ég og ráðherrann erum ósammála – neðsta skattþrepið. Samkvæmt upplýsingum af vef Ríkisskattstjóra var staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda 37,2% árið 2009 en 37,34% í fyrsta skattþrepi (af fyrstu 230.000 kr.) árið 2012. Persónufrádráttur á mánuði er 46.532 kr. í ár en ætti að vera 48.932 kr. ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Um það snýst m.a. deilan við Öryrkjabandalagið. Með þessar upplýsingar að vopni er hægt að skoða skattbyrðina (skatta sem hlutfall af launum) í fyrsta skattþrepi á línuriti. Eins og sést á myndinni er skattbyrðin þyngri í neðsta skattþrepinu nú en verið hefði ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Því stenst fullyrðing mín frá því á mánudag fullkomlega. Þeir sem eru í neðsta þrepinu greiða hærri skatta nú miðað við sömu nafnlaun. Um efri skattþrepin er ekki deilt. Þeir tekjuhærri búa við mun þyngri skattbyrði. Reyndar ætti með réttu að bera saman raunstærðir en ekki nafnstærðir launa í samanburði sem þessum en það myndi gera myndina enn verri, fjármálaráðherra í óhag. En gefum henni smá slaka í bili. Hitt er annað mál að af ráðstöfunartekjum eftir tekjuskatt er miklu mun meira tekið í óbeina skatta nú en áður. Þannig hefur t.a.m. virðisaukaskattur, eldsneytisskattar, bifreiðagjöld, áfengis- og tóbaksgjöld og erfðafjárskattar verið hækkaðir til muna og nýir skattar eins orkuskattar (sturtuskatturinn), auðlegðarskattur, kolefnaskattar og skattar á gengisreikninga verið innleiddir. Það byrjar ekki vel hjá nýjum fjármálaráðherra. Eitt er að gera smávægilega klaufavillu sem engin áhrif hefur á megin niðurstöðuna. Annað er að hagræða sannleikanum sér í vil. Sannleikurinn er nefnilega sá að skattbyrði allra hefur þyngst jafnt og þétt frá 2009 vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00 Lækkun skattbyrðar Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. 18. janúar 2012 06:00 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á mánudaginn birti ég hér í blaðinu grein þar sem því er haldið fram að tekjuskattbyrði allra hafi þyngst milli áranna 2009 og 2012 þvert á það sem stjórnarliðar hafa haldið fram. Í gær svaraði fjármálaráðherra mér og sagði að ég hefði gert einföld mistök og þ.a.l. væri ályktun mín röng. Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar vísaði einnig í greinina, aftur hér í blaðinu, og sagði fjármálaráðherra hafa hrakið fullyrðingar mínar. En er það virkilega svo? Ég og fjármálaráðherra eru sammála um að skattbyrði þeirra tekjuhærri hafi þyngst. Ég geri mig reyndar sekan um einfalda villu í útreikningum á skattbyrði þeirra tekjuhæstu og gengst ég við henni. En villan leiðir til þess að skattbyrði þeirra tekjuhærri er ýkt hjá mér. En það skiptir engu máli fyrir niðurstöðu mína um að skattbyrði allra launþega hafi þyngst. Deilan stendur um hvort tekjuskattbyrðin hafi þyngst á þá tekjulægri. Ég segi að hún hafi þyngst en fjármálaráðherra að hún sé léttari. En af hverju skyldum við fjármálaráðherra leggja ólíkan skilning í málið? Eins og fyrri daginn er við því einfalt svar. Fjármálaráðherra gerir í samanburði sínum ráð fyrir óverðbættum persónufrádrætti sem er rangt að gera. Auðvitað á að nota persónufrádráttinn eins og hann er í raun (46.532 kr.) og bera saman við þann sem hefði verið ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt (48.932 kr.). Aftenging laganna um verðtryggingu persónufrádráttar jók á skattabyrðina hjá öllum skattgreiðendum og bætti nýjum við. Um það er ekki deilt. Til að varpa ljósi á málið þá er rétt að skoða þann hluta tekjudreifingarinnar þar sem ég og ráðherrann erum ósammála – neðsta skattþrepið. Samkvæmt upplýsingum af vef Ríkisskattstjóra var staðgreiðsluhlutfall opinberra gjalda 37,2% árið 2009 en 37,34% í fyrsta skattþrepi (af fyrstu 230.000 kr.) árið 2012. Persónufrádráttur á mánuði er 46.532 kr. í ár en ætti að vera 48.932 kr. ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Um það snýst m.a. deilan við Öryrkjabandalagið. Með þessar upplýsingar að vopni er hægt að skoða skattbyrðina (skatta sem hlutfall af launum) í fyrsta skattþrepi á línuriti. Eins og sést á myndinni er skattbyrðin þyngri í neðsta skattþrepinu nú en verið hefði ef lögunum frá 2009 hefði verið fylgt. Því stenst fullyrðing mín frá því á mánudag fullkomlega. Þeir sem eru í neðsta þrepinu greiða hærri skatta nú miðað við sömu nafnlaun. Um efri skattþrepin er ekki deilt. Þeir tekjuhærri búa við mun þyngri skattbyrði. Reyndar ætti með réttu að bera saman raunstærðir en ekki nafnstærðir launa í samanburði sem þessum en það myndi gera myndina enn verri, fjármálaráðherra í óhag. En gefum henni smá slaka í bili. Hitt er annað mál að af ráðstöfunartekjum eftir tekjuskatt er miklu mun meira tekið í óbeina skatta nú en áður. Þannig hefur t.a.m. virðisaukaskattur, eldsneytisskattar, bifreiðagjöld, áfengis- og tóbaksgjöld og erfðafjárskattar verið hækkaðir til muna og nýir skattar eins orkuskattar (sturtuskatturinn), auðlegðarskattur, kolefnaskattar og skattar á gengisreikninga verið innleiddir. Það byrjar ekki vel hjá nýjum fjármálaráðherra. Eitt er að gera smávægilega klaufavillu sem engin áhrif hefur á megin niðurstöðuna. Annað er að hagræða sannleikanum sér í vil. Sannleikurinn er nefnilega sá að skattbyrði allra hefur þyngst jafnt og þétt frá 2009 vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar.
Skattbyrði allra hefur þyngst Í tilefni af tíðum ummælum stjórnarliða, nú seinast ráðherra efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála í grein hér í blaðinu um helgina, um að meirihluti Íslendinga greiði lægri skatta í hlutfalli við laun sín nú árið 2012 en var árið 2009, er rétt að gera einfaldlega samanburð á skattbyrði áranna tveggja. 16. janúar 2012 12:00
Lækkun skattbyrðar Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hins vegar. 18. janúar 2012 06:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar