Telur mannréttindi brotin í máli Baldurs 14. janúar 2012 08:30 Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi. Áður hafði Hæstiréttur þegar kveðið upp úr með að Fjármálaeftirlitið hafi mátt taka rannsóknina upp að nýju. Fréttablaðið/gva Forseti lagadeildar HÍ telur að meðferð máls Baldurs Guðlaugssonar í réttarkerfinu hafi ekki samræmst Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjármálaeftirlitinu hafi verið óheimilt að taka mál hans upp að nýju eftir að hafa fellt það niður. Fjármálaeftirlitinu (FME) var óheimilt að taka aftur til rannsóknar innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar eftir að hafa tilkynnt honum um niðurfellingu málsins vorið 2009. Þetta er mat Róberts Ragnars Spanó, lagaprófessors og forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Róbert víkur að málinu í nýrri bók sem heitir eftir réttarreglunni Ne bis in idem, en hún snýst um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi. Kveðið er á um bannið í Mannréttindasáttmála Evrópu. Baldur hefur krafist þess í tvígang hið minnsta að máli hans verði vísað frá á grundvelli þessarar reglu. Hann telur að ákvörðun FME um að fella málið niður hafi í raun falið í sér málalyktir og hann hafi mátt gera sér réttmætar væntingar um að ákvörðunin væri endanleg, jafnvel þótt FME hafi að mati starfsmanna þess áskilið sér nægjanlegan rétt til að hefja rannsókn aftur ef ný gögn kæmu í leitirnar. Þessi ágreiningur hefur þegar farið fyrir Hæstarétt, sem hafnaði kröfu Baldurs og féllst á það með FME að bréfið sem Baldur fékk sent um niðurfellinguna hafi ekki falið í sér endanlega niðurstöðu. Í bók sinni segir Róbert að draga megi í efa að sú niðurstaða Hæstaréttar sé rétt, enda hafi rannsókn FME verið þess eðlis að í skilningi Mannréttindasáttmálans hefði þurft sérstaka heimild að lögum til að taka hana upp að nýju. Þá heimild sé hins vegar hvergi að finna. Þar að auki telur Róbert að ef talið yrði að FME hefði haft heimild til að taka málið upp aftur hefði stofnunin þurft að sýna fram á að efni hefðu staðið til þess, það er að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í dagsljósið sem gætu breytt niðurstöðu málsins. Hæstarétti hafi borið að leggja mat á þetta atriði en hins vegar sé erfitt að fullyrða hvort og þá með hvaða hætti það hafi verið gert. Strax í kjölfar þess að FME tilkynnti Baldri um endurupptöku málsins var því vísað til sérstaks saksóknara, sem ákærði Baldur í kjölfarið fyrir innherjasvik. Hann var í fyrrasumar dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir brotið. Baldur áfrýjaði til Hæstaréttar og þar verður málflutningur 25. janúar. Þar hefur hann enn krafist þess að málinu verði vísað frá eða fyrri dómur ógiltur á grundvelli þessa sama ákvæðis. stigur@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Forseti lagadeildar HÍ telur að meðferð máls Baldurs Guðlaugssonar í réttarkerfinu hafi ekki samræmst Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjármálaeftirlitinu hafi verið óheimilt að taka mál hans upp að nýju eftir að hafa fellt það niður. Fjármálaeftirlitinu (FME) var óheimilt að taka aftur til rannsóknar innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar eftir að hafa tilkynnt honum um niðurfellingu málsins vorið 2009. Þetta er mat Róberts Ragnars Spanó, lagaprófessors og forseta lagadeildar Háskóla Íslands. Róbert víkur að málinu í nýrri bók sem heitir eftir réttarreglunni Ne bis in idem, en hún snýst um bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi. Kveðið er á um bannið í Mannréttindasáttmála Evrópu. Baldur hefur krafist þess í tvígang hið minnsta að máli hans verði vísað frá á grundvelli þessarar reglu. Hann telur að ákvörðun FME um að fella málið niður hafi í raun falið í sér málalyktir og hann hafi mátt gera sér réttmætar væntingar um að ákvörðunin væri endanleg, jafnvel þótt FME hafi að mati starfsmanna þess áskilið sér nægjanlegan rétt til að hefja rannsókn aftur ef ný gögn kæmu í leitirnar. Þessi ágreiningur hefur þegar farið fyrir Hæstarétt, sem hafnaði kröfu Baldurs og féllst á það með FME að bréfið sem Baldur fékk sent um niðurfellinguna hafi ekki falið í sér endanlega niðurstöðu. Í bók sinni segir Róbert að draga megi í efa að sú niðurstaða Hæstaréttar sé rétt, enda hafi rannsókn FME verið þess eðlis að í skilningi Mannréttindasáttmálans hefði þurft sérstaka heimild að lögum til að taka hana upp að nýju. Þá heimild sé hins vegar hvergi að finna. Þar að auki telur Róbert að ef talið yrði að FME hefði haft heimild til að taka málið upp aftur hefði stofnunin þurft að sýna fram á að efni hefðu staðið til þess, það er að nýjar upplýsingar hefðu komið fram í dagsljósið sem gætu breytt niðurstöðu málsins. Hæstarétti hafi borið að leggja mat á þetta atriði en hins vegar sé erfitt að fullyrða hvort og þá með hvaða hætti það hafi verið gert. Strax í kjölfar þess að FME tilkynnti Baldri um endurupptöku málsins var því vísað til sérstaks saksóknara, sem ákærði Baldur í kjölfarið fyrir innherjasvik. Hann var í fyrrasumar dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir brotið. Baldur áfrýjaði til Hæstaréttar og þar verður málflutningur 25. janúar. Þar hefur hann enn krafist þess að málinu verði vísað frá eða fyrri dómur ógiltur á grundvelli þessa sama ákvæðis. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira