Einar Daði annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar | Fimmti í Kladno Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2012 15:28 Einar Daði Lárusson. ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti sitt persónulega met um 308 stig og bætti jafnframt árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Einar Daði er þar með orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar. Þráinn náði mest 7592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8573 stig sett í Götzis 1998. Einar Daði bætti sig mikið frá því á móti á Ítalíu 5. til 6. maí þar sem hann náði þriðja sæti með því að fá 7590 stig. Hann bætti þá sitt persónulega met um þrjú stig en tók nú risastökk. Einar Daði bætti sig í fyrstu níu greinunum frá því á Ítalíu og endaði því með 308 fleiri stig á þessu móti sem er stórkostleg bæting hjá stráknum. Hann var með 19. besta árangurinn fyrir keppnina og hafði sett stefnuna á því að ná inn á topp tíu. Einar Daði gerði gott betur en það og nú vantar ekki mikið upp á að hann brjóti 8000 stiga múrinn. Dmitriy Karpov frá Kasakstan fékk 8173 stig og vann mótið, Roman Sebrle frá Tékklandi varð annar með 8097 stig og í þriðja sæti var Hollendingurinn Pelle Rietveld með 8073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu.Samanburður á árangri Einars Daða á síðustu tveimur mótum:100 metra hlaup Í Kladno - 11,23 sek 810 stigÁ Ítalíu - 11.24 sek 808 stigLangstökk Í Kladno - 7,35 metrar 898 stigÁ Ítalíu - 7,16 metrar 852 stigKúluvarp Í Kladno - 13,99 metrar 728 stigÁ Ítalíu - 13.50 metrar 698 stigHástökk Í Kladno - 2,04 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig400 metra hlaup Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stigÁ Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stigSamtals eftir fyrri dag Í Kladno - 4130 stigÁ Ítalíu - 3978 stig110 metra grindarhlaup Í Kladno - 14,49 sekúndur 912 stigÁ Ítalíu - 14,83 sekúndur 870 stigKringlukast Í Kladno - 38,74 metrar 639 stigÁ Ítalíu - 38,09 metrar 626 stigStangarstökk Í Kladno - 4,77 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 4,65 metrar 804 stigSpjótkast Í Kladno - 56,03 metrar 678 stigÁ Ítalíu - 51,29 metrar 608 stig1500 metra hlaup Í Kladno - 4:37.12 mínútur 699 stigÁ Ítalíu - 4:36,34 mínútur 704 stigSamtals Í Kladno - 7898 stigÁ Ítalíu - 7590 stig Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum Sjá meira
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut. Einar Daði bætti sitt persónulega met um 308 stig og bætti jafnframt árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Einar Daði er þar með orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar. Þráinn náði mest 7592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8573 stig sett í Götzis 1998. Einar Daði bætti sig mikið frá því á móti á Ítalíu 5. til 6. maí þar sem hann náði þriðja sæti með því að fá 7590 stig. Hann bætti þá sitt persónulega met um þrjú stig en tók nú risastökk. Einar Daði bætti sig í fyrstu níu greinunum frá því á Ítalíu og endaði því með 308 fleiri stig á þessu móti sem er stórkostleg bæting hjá stráknum. Hann var með 19. besta árangurinn fyrir keppnina og hafði sett stefnuna á því að ná inn á topp tíu. Einar Daði gerði gott betur en það og nú vantar ekki mikið upp á að hann brjóti 8000 stiga múrinn. Dmitriy Karpov frá Kasakstan fékk 8173 stig og vann mótið, Roman Sebrle frá Tékklandi varð annar með 8097 stig og í þriðja sæti var Hollendingurinn Pelle Rietveld með 8073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu.Samanburður á árangri Einars Daða á síðustu tveimur mótum:100 metra hlaup Í Kladno - 11,23 sek 810 stigÁ Ítalíu - 11.24 sek 808 stigLangstökk Í Kladno - 7,35 metrar 898 stigÁ Ítalíu - 7,16 metrar 852 stigKúluvarp Í Kladno - 13,99 metrar 728 stigÁ Ítalíu - 13.50 metrar 698 stigHástökk Í Kladno - 2,04 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig400 metra hlaup Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stigÁ Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stigSamtals eftir fyrri dag Í Kladno - 4130 stigÁ Ítalíu - 3978 stig110 metra grindarhlaup Í Kladno - 14,49 sekúndur 912 stigÁ Ítalíu - 14,83 sekúndur 870 stigKringlukast Í Kladno - 38,74 metrar 639 stigÁ Ítalíu - 38,09 metrar 626 stigStangarstökk Í Kladno - 4,77 metrar 840 stigÁ Ítalíu - 4,65 metrar 804 stigSpjótkast Í Kladno - 56,03 metrar 678 stigÁ Ítalíu - 51,29 metrar 608 stig1500 metra hlaup Í Kladno - 4:37.12 mínútur 699 stigÁ Ítalíu - 4:36,34 mínútur 704 stigSamtals Í Kladno - 7898 stigÁ Ítalíu - 7590 stig
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum Sjá meira