Erlent

Leikarar í mafíumynd reyndust vera ekta mafíubófar

Í ljós hefur komið að nokkrir leikaranna í myndinni Gomorra sem fjallar um mafíuna á Ítalíu þurftu enga leiðsögn þegar kom að skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir hafa síðan hlotið dóma sem mafíuforingjar og bófar.

Myndin fjallar um Camorra mafínu í Napolí og vakti nokkra athygli þegar hún var frumsýnd 2008 en hún hlaut m.a. Grand Prix verðlaunin í Cannes. Síðan hafa leikarar í henni hlotið dóma og sitja í fangelsi.

Sá þekktasti, Giovanni Venosa sem lék mafíuforingja í myndinni, var nýlega dæmdur í 14 ára fangelsi en í ljós kom að hann var í raun mafíuforingi hjá Camorra mafíunni.

Leikstjóri myndarinnar hefur viðurkennt að hafa vitað af því að nokkrir leikaranna í myndinni voru með tengsl við mafíuna. Hann hafi hinsvegar notað þá þar sem hann vildi að myndin yrði sem raunverulegust.

Myndin er byggð á sögu blaðamannsins Roberto Saviano. Frá því að myndin var frumsýnd hefur hann notið lögregluverndar allan sólarhinginn alla daga ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×