Erlent

Sex fórust í snjóflóði í frönsku Ölpunum

Að minnsta kosti sex manns fórust og átta liggja slasaðir eftir að snjóflóð féll í grennd við franska skíðastaðinn Chamonix í Ölpunum í morgun.

Talið er að ferðamenn séu meðal hinna látnu. Í frétt á BBC um málið segir að björgunarsveitir séu að störfum á svæðinu.

Staðurinn sem flóðið féll á er þekktur sem áningastaður þeirra ferðamanna sem ætla að ganga á Mont Blanc hæsta fjall Evrópu að sumri til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×