Erlent

Lögreglumaður stal iPhone af slysstað

mynd/AP
Tæplega þrítugur lögreglumaður í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sagt upp störfum eftir að hann stal iPhone af slysstað þar sem hann var að vinna. Lögreglumaðurinn var að vinna á slysstað eftir að maður keyrði ölvaður og klessti á.

Ökumaðurinn fékk að dúsa í fangelsi en þegar honum var sleppt skömmu síðar komst hann að því að símann vantaði.

Hann tók sig þá til og fletti símanum upp á netinu þar sem hægt er að fylgjast með staðsetningu símans en þá kom í ljós að síminn var í höndum lögreglumannsins.

Eigandinn kærði lögreglumanninn því fyrir þjófnað en lögreglumaðurinn hafði starfað hjá deildinni í fimm ár. Samkvæmt fréttavef AP þá er lögreglumaðurinn frjáls ferða sinna eftir að hann innti af hendi tíu þúsund dollara í tryggingagjald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×