Erlent

Með kíló af kókaíni innvortist

Um gríðarlegt magn af kókaíni var um að ræða.
Um gríðarlegt magn af kókaíni var um að ræða.
Dómstóll í Nýja-Sjálandi hefur dæmt Bandaríkjamann í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að að smygla rúmlega einu kíló af kókaíni inn í landið.

Maðurinn, sem búsettur er í Panama, flaug til Perú í maí á þessu ári. Þar fékk hann efnið í hendurnar og fékk rúmlega 16 þúsund dollara, eða það sem nemur rúmlega tveimur milljónum króna, fyrir að flytja það til Nýja-Sjálands.

Um gríðarlegt magn af kókaíni var um að ræða. Fréttablaðið New Zealand Herald greinir frá því að manninum hafi verið skipað að innbyrgða 92 poka af kókaíni, hann hafi hins vegar ekki getað gleypt nema 62 poka.

Um borð í flugvél til Nýja-Sjálands þveitti maðurinn 25 pokum. Hann reyndi að fela þá í farangri sínum en tollverðir voru hins vegar fljótir að finna efnin. Þá játaði maðurinn að hafa fleiri poka innvortis.

Talið er að maðurinn hafi verið í bráðri lífshættu enda var um hreint kókaín að ræða. Götuvirði þess var um 150 milljónir dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×