Ágæti Sighvatur Björgvinsson Stefán Hrafn Jónsson skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. Þrátt fyrir langa setu á Alþingi, bæði sem almennur þingmaður og ráðherra, hefur þér tekist að sneiða hjá stórum hneykslismálum og mistökum á ferlinum. Það sama verður ekki sagt um alla stjórnmálamenn af þinni kynslóð, plús mínus nokkur ár. Margar breytingar á íslensku stjórnkerfi voru gerðar af þinni kynslóð á Alþingi á sama tíma og þú áttir þar sæti. Meingallað kvótakerfið var sett á fót. Samflokksmönnum þínum hefur ekki enn tekist að vinda ofan af því kerfi. Skyldusparnaði var komið á (að mig minnir) þar sem inneignir fólks brunnu upp í óðaverðbólgu. Ef ég man rétt þá var það einnig fólk af þinni kynslóð sem stóð fyrir þessari óðaverðbólgu með endurteknum gengisfellingum til að auka verðgildi fiskafurða. Margir einstaklingar af þinni kynslóð fengu íbúðalán án verðbóta og greiddu þ.a.l. ekki nema lítinn hluta til baka þar sem verðbólgan sá um hitt. Einstaklingar af þinni kynslóð einkavæddu ríkisbankana (skiptu þeim á milli vina sinna) og lögðu þannig grunninn að umfangsmiklu bankahruni. Ágæti Sighvatur, ég ætla ekki að dæma þig eða alla þína kynslóð af verkum þessara samborgara þinna. Ég dæmi þig hins vegar af skrifum þínum um mig og mína kynslóð. Í skrifum þínum á Vísi þann 10. nóvember sl. tínir þú til nokkur dæmi um fólk á mínum aldri sem tók vafasamar viðskiptaákvarðanir í lagaumhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Þú notar þessi afglöp til að dæma mig og þúsundir samborgara minna. Ég er ekki á vanskilaskrá. Ég hef ekki stundað viðskipti nema sem kaupandi á vörum og þjónustu í neytendafjandsamlegu umhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Ég tók ekki þátt í útrásinni. Ég hef ekki einu sinni keypt flatskjá svo vísað sé til orða manns af þinni kynslóð. Þér hefur ekki verið úthlutað dómsvald yfir mér og minni kynslóð og frábið ég, og eflaust fleiri af minni kynslóð, mér þá fordóma sem koma fram í skrifum þínum þegar þú kallar okkur sjálfhverf. Að dæma heila kynslóð af afglöpum nokkurra einstaklinga segir meira um þann sem dæmir en þann dæmda. Sem betur fer er nú fólk af minni kynslóð á þingi sem kann betur að rökræða en þú Sighvatur. Samt er ljóst að það verður erfitt að leysa þau vandamál sem einhverjum af þinni kynslóð tókst að leggja grunninn að. Skrif þín þann 10. nóvember sl. hjálpa ekkert til, nákvæmlega ekkert, við enduruppbyggingu eftir hrun. Megir þú vel og lengi lifa en vinsamlegast hættu að skrifa ef þú getur ekki vandað þig betur og sleppt fordómum í garð annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00 Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. Þrátt fyrir langa setu á Alþingi, bæði sem almennur þingmaður og ráðherra, hefur þér tekist að sneiða hjá stórum hneykslismálum og mistökum á ferlinum. Það sama verður ekki sagt um alla stjórnmálamenn af þinni kynslóð, plús mínus nokkur ár. Margar breytingar á íslensku stjórnkerfi voru gerðar af þinni kynslóð á Alþingi á sama tíma og þú áttir þar sæti. Meingallað kvótakerfið var sett á fót. Samflokksmönnum þínum hefur ekki enn tekist að vinda ofan af því kerfi. Skyldusparnaði var komið á (að mig minnir) þar sem inneignir fólks brunnu upp í óðaverðbólgu. Ef ég man rétt þá var það einnig fólk af þinni kynslóð sem stóð fyrir þessari óðaverðbólgu með endurteknum gengisfellingum til að auka verðgildi fiskafurða. Margir einstaklingar af þinni kynslóð fengu íbúðalán án verðbóta og greiddu þ.a.l. ekki nema lítinn hluta til baka þar sem verðbólgan sá um hitt. Einstaklingar af þinni kynslóð einkavæddu ríkisbankana (skiptu þeim á milli vina sinna) og lögðu þannig grunninn að umfangsmiklu bankahruni. Ágæti Sighvatur, ég ætla ekki að dæma þig eða alla þína kynslóð af verkum þessara samborgara þinna. Ég dæmi þig hins vegar af skrifum þínum um mig og mína kynslóð. Í skrifum þínum á Vísi þann 10. nóvember sl. tínir þú til nokkur dæmi um fólk á mínum aldri sem tók vafasamar viðskiptaákvarðanir í lagaumhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Þú notar þessi afglöp til að dæma mig og þúsundir samborgara minna. Ég er ekki á vanskilaskrá. Ég hef ekki stundað viðskipti nema sem kaupandi á vörum og þjónustu í neytendafjandsamlegu umhverfi sem fólk af þinni kynslóð tók þátt í að móta. Ég tók ekki þátt í útrásinni. Ég hef ekki einu sinni keypt flatskjá svo vísað sé til orða manns af þinni kynslóð. Þér hefur ekki verið úthlutað dómsvald yfir mér og minni kynslóð og frábið ég, og eflaust fleiri af minni kynslóð, mér þá fordóma sem koma fram í skrifum þínum þegar þú kallar okkur sjálfhverf. Að dæma heila kynslóð af afglöpum nokkurra einstaklinga segir meira um þann sem dæmir en þann dæmda. Sem betur fer er nú fólk af minni kynslóð á þingi sem kann betur að rökræða en þú Sighvatur. Samt er ljóst að það verður erfitt að leysa þau vandamál sem einhverjum af þinni kynslóð tókst að leggja grunninn að. Skrif þín þann 10. nóvember sl. hjálpa ekkert til, nákvæmlega ekkert, við enduruppbyggingu eftir hrun. Megir þú vel og lengi lifa en vinsamlegast hættu að skrifa ef þú getur ekki vandað þig betur og sleppt fordómum í garð annarra.
Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00
Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar