Erlent

Fleetwood Mac kemur saman á ný

Fleetwood Mac á tónleikum í Hollandi.
Fleetwood Mac á tónleikum í Hollandi. mynd/AFP
Fleetwood Mac, ein vinsælasta popphljómsveit sögunnar, mun koma saman á næsta ári og  halda í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Sveitin kom síðast saman fyrir þremur árum.

Stevie Nicks, söngkona Fleetwood Mac, opinberaði þetta í viðtali við CBS News í dag.

Nicks sagði að allir meðlimir sveitarinnar hefðu tekið vel í hugmyndina. Þá er ný hljómplata einnig í burðarliðnum.

Fleetwood Mac var stofnuð í Lundúnum árið 1967. Þrátt mikla erfiðleika og rifrildi hljómsveitarmeðlima þá gaf sveitin út hátt í 20 hljómplötur, þar á meðal er platan Rumours en hún er áttunda vinsælasta hljómplata allra tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×