Erlent

Fyrsta ljósmyndin á veraldarvefnum var ekki sú fallegasta

Þetta er myndin sem Gennari hlóð inn á veraldarvefinn, fyrstur manna.
Þetta er myndin sem Gennari hlóð inn á veraldarvefinn, fyrstur manna.
Næstkomandi miðvikudag verða 20 ár liðin frá því að fyrsta ljósmyndin birtist á veraldarvefnum. Margir hafa lýst þessari tímamóta ljósmynd sem skelfilegu myndvinnslu-slysi enda þykir hún ekki beinlínis falleg.

„Hún er hræðileg og sjarmerandi í senn," segir Lesley Martin, ljósmyndafræðingur við Aperture stofnunina.

Því verður seint haldið fram að vísindalegar hvatir hafi búið að baki þessarar fyrstu ljósmyndar internetsins. Ljósmyndarinnar var Silano de Gennari en hann var upplýsingafræðingur hjá CERN vísindastofnuninni. Gennari vann náið með Tim Berners-Lee en han var einn af þeim lögðu grunninn að veraldarvefnum á sínum tíma.

Kvöld eitt gerðu starfsmenn CERN sér glaða stund og var sönghópurinn Les Horribles Cernettes fenginn til að koma fram. Gennari var einmitt umboðsmaður þessa skammlífa hóps.

Stuttu áður en söngkonurnar stigu á svið ákvað Gennari að taka mynd af þeim fyrir plötuumslag. Hann bað söngkonurnar um að halla sér að linsunni og ljósmyndin var tekin.

Gennari ákvað að smella þessari ófrýnilegu mynd á veraldarvefinn, eftir að hann hafði átt við hana myndvinnsluforriti. Hann var víst handviss um að internetið ætti eftir að reynast ágætur staður til að auglýsa á.

Hægt er að nálgast ítarlega umfjöllun um ljósmyndina á vefsíðu Vice tímaritsins, en þar á einnig finna viðtal við Gennari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×