Lífið

40 sinnum í fallhlífarstökk

María Birta Bjarnadóttir.
María Birta Bjarnadóttir. Mynd/GVA
Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir er nú stödd í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum þar sem hún sinnir nýju áhugamáli sínu; fallhlífarstökki. María Birta hefur stokkið nokkrum sinnum á dag síðustu daga og í gær náði hún sínu fertugasta stökki.

Fallhlífarstökkið er hluti af áramótaheiti Maríu Birtu en hún einsetti sér að bæta við þekkingu sína á árinu og hefur einnig nælt sér í skotveiðileyfi, kafarapróf og mótorhjólapróf og hyggst taka einkaflugmannspróf í haust. -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.