Réttindi flóttamanna Valgerður Húnbogadóttir skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Mikil umræða hefur verið um málefni flóttamanna og af þessu tilefni langar mig að fjalla um hvaða réttindi flóttamenn hafa samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna frá 28. Júlí 1951 sem þýðir að stjórnvöldum ber að fara eftir honum. Í fyrstu grein samningsins er hugtakið flóttamaður skilgreint sem einstaklingur sem hefur yfirgefið heimaland sitt vegna ástæðuríks ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Þá má ekki, samkvæmt 44. grein útlendingalaga, senda einstakling aftur til lands þar sem hann á það á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Aðildarþjóðir að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna verða að virða samninginn. Þjóðir geta ekki, eftir eigin geðþótta eða vilja almennings, sent einstaklinga af landi brott uppfylli þeir skilyrði 1. gr. samningsins eða 33. gr. Komi flóttamenn til Íslands á ólöglegan hátt mega íslensk stjórnvöld ekki nota það gegn þeim samkvæmt 31. grein fyrrnefnds alþjóðasamnings. Það að flóttamenn komi til Íslands á ólöglegan hátt er því ekki ástæða til að neita flóttamönnum um hæli. Flóttamenn hljóta lagalega stöðu flóttamanns í því ríki sem þeir sækja um hæli uppfylli þeir fyrrnefnd skilyrði að mati yfirvalda. Engir tveir flóttamenn eru eins og því liggur mikil vinna á bak við það að komast að niðurstöðu. Alþjóðasamtök um fólksflutninga (IOM) gaf í fyrra út skýrslu um fólksflutninga. Að því tilefni hélt IOM ráðstefnu í Brussel þar sem ritsjóri skýrslunnar, Gervais Appave, flutti erindi. Hann sagði að í heimalandi hans, Ástralíu, virtist almenningur eiga það til að rugla saman flóttamönnum, námsmönnum, innflytjendum og meira að segja túristum. Flóttamenn eru sérstakur hópur fólks sem á rétt á vernd samkvæmt alþjóðasáttmálum og landsrétti og rétturinn til að sækja um hæli telst til grundvallarmannréttinda. Að lokum langar mig að vitna í Jane McAdam, prófessor á sviði flóttamannaréttar: Ég vildi óska þess að fólk myndi staldra við og gefa því gaum að það er eingöngu sökum heppni að þú ert fæddur hér en ekki einhvers staðar annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um málefni flóttamanna og af þessu tilefni langar mig að fjalla um hvaða réttindi flóttamenn hafa samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna frá 28. Júlí 1951 sem þýðir að stjórnvöldum ber að fara eftir honum. Í fyrstu grein samningsins er hugtakið flóttamaður skilgreint sem einstaklingur sem hefur yfirgefið heimaland sitt vegna ástæðuríks ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Þá má ekki, samkvæmt 44. grein útlendingalaga, senda einstakling aftur til lands þar sem hann á það á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Aðildarþjóðir að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna verða að virða samninginn. Þjóðir geta ekki, eftir eigin geðþótta eða vilja almennings, sent einstaklinga af landi brott uppfylli þeir skilyrði 1. gr. samningsins eða 33. gr. Komi flóttamenn til Íslands á ólöglegan hátt mega íslensk stjórnvöld ekki nota það gegn þeim samkvæmt 31. grein fyrrnefnds alþjóðasamnings. Það að flóttamenn komi til Íslands á ólöglegan hátt er því ekki ástæða til að neita flóttamönnum um hæli. Flóttamenn hljóta lagalega stöðu flóttamanns í því ríki sem þeir sækja um hæli uppfylli þeir fyrrnefnd skilyrði að mati yfirvalda. Engir tveir flóttamenn eru eins og því liggur mikil vinna á bak við það að komast að niðurstöðu. Alþjóðasamtök um fólksflutninga (IOM) gaf í fyrra út skýrslu um fólksflutninga. Að því tilefni hélt IOM ráðstefnu í Brussel þar sem ritsjóri skýrslunnar, Gervais Appave, flutti erindi. Hann sagði að í heimalandi hans, Ástralíu, virtist almenningur eiga það til að rugla saman flóttamönnum, námsmönnum, innflytjendum og meira að segja túristum. Flóttamenn eru sérstakur hópur fólks sem á rétt á vernd samkvæmt alþjóðasáttmálum og landsrétti og rétturinn til að sækja um hæli telst til grundvallarmannréttinda. Að lokum langar mig að vitna í Jane McAdam, prófessor á sviði flóttamannaréttar: Ég vildi óska þess að fólk myndi staldra við og gefa því gaum að það er eingöngu sökum heppni að þú ert fæddur hér en ekki einhvers staðar annars staðar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun