Lífið

Neyddist til að setjast í dómarasætið

Steven Tyler neyddist að eigin sögn til að setjast í dómarasæti í American Idol á meðan rifrildið milli hans og félaganna í Aerosmith gekk yfir.
Steven Tyler neyddist að eigin sögn til að setjast í dómarasæti í American Idol á meðan rifrildið milli hans og félaganna í Aerosmith gekk yfir. mynd/cover media
Steven Tyler stígur fram í nýjasta hefti tímaritsins Rolling Stone og ræðir þátttöku sína í American Idol þáttunum undanfarin tvö ár. Rokkarinn segir þættina ekki hafa verið hans tebolla.

Tyler, sem var harðlega gagnrýndur fyrir að vera allt of linur gagnvart lélegum keppendum í Americon Idol,  ákvað að setjast í dómarasætið í miðju rifrildi við meðlimi hljómsveitarinnar Aerosmith:

„Þetta var eitthvað sem ég neyddist til að gera þar til storminn í bandinu linnti ef ég á að vera alveg hreinskilinn."

Þá segist Tyler ekki kæra sig um að eyðileggja drauma þátttakenda. „Þessi keppni gengur út á að virkja hæfileika keppenda. Þáttastjórnendur vildu að ég gerði út af við þessa krakka en ég hef það bara ekki í mér. Þannig er ég einfaldlega," lét hann hafa eftir sér.

Þátttaka Tyler í Idolinu var heldur ekki alslæm að hans sögn því hann þénaði 10 milljónir Bandaríkjadala fyrir hverja þáttaseríu og fékk líka að hanga með fræga fólkinu.

„Ég elskaði þetta og hataði á sama tíma. Þetta var frábært starf. Ég fékk að sitja hjá J. Lo og þénaði fullt af peningum," sagði Tyler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.