KSÍ og fordómar Baldur Kristjánsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður fór umræðan svolítið úr böndunum á netinu þegar aganefnd KSÍ dæmdi tvo drengi í leikbann og gagnrýnt var. Svolítið er eins og verið sé að stíga inn á heilagt svæði en knattspyrna kemur okkur öllum við og kynþáttafordómar eru því miður staðreynd hér á landi. Nú tek ég drengina tvo út fyrir sviga enda hafa þeir sæst en tilvikið gefur tilefni til umræðu og ábendinga. Nauðsynlegt er að mínu mati að KSÍ og önnur sambærileg sambönd komi sér upp verklagsreglum í meðferð svona mála. Þau eiga að leita til sérfræðinga við gerð þeirra. UEFA hafði samráð við ECRI (Evrópunefndin gegn kynþáttafordómum) þegar verklagsreglur voru settar fyrir síðasta og einnig næsta Evrópumót um það hvernig ætti að tækla rasisma á fótboltavellinum. Knattspyrnusambandið í Englandi hefur haft samráð við svipaðan aðila þar. Ekki skal efast um góðan ásetning forystu KSÍ, þ.m.t. Þóris Hákonarsonar, en þetta með verklagsreglur og hvernig þær eiga að vera er ekkert sjálfgefið. Þar ætti m.a. að kveða á um að dómarar og þeir sem sitja í ráðum og nefndum fái fræðslu um það hvernig þekkja eigi rasisma og hvernig bregðast eigi við honum. Það sama á við um yfirstjórn og starfsmenn. Félögin eiga með hjálp KSÍ að fræða þjálfara um rasisma og helst ekki að ráða þá til starfa nema að undangengnu námskeiði um það hvernig meðhöndla eigi hann. Þá er í meira lagi vafasamt að bregðast við með leikbönnum í yngri flokkum. Slíkt getur einangrað og útilokað. Fræðsla er á því stigi árangursríkust. Þetta eru drengir/stúlkur á mótunarskeiði. Sá sem gerir sig sekan um rasisma er yfirleitt hvorki betri né verri en félagarnir en endurspeglar þá menningu sem þeir eru allir sprottnir úr. Hann er, má segja, einnig fórnarlamb hennar. Rasisma má líkja við veiru sem þarf að útrýma. Rasískt hugarfar flokkar fólk eftir uppruna, litarafti, þjóðerni og jafnvel menningu og trú og felur í sér fyrirlitningu á hóp eða hópum sem við tilheyrum ekki. Rasismi kumrar í yfirborði samfélags. Kemur stundum upp á yfirborðið og er þá gjarnan meðhöndlaður sem einstakt tilvik. Það er ekki bara KSÍ sem þarf að koma sér upp verklagsreglum í þessum málaflokki. Þess þurfa önnur sambærileg sambönd svo og skólar og allir þeir sem koma að mótun unglinga.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar