Lífið

Nýtt lag frá Prinspóló

Prinspóló hefur gefið út á netinu lagið Föstudagsmessa. Það er fyrsta lagið sem hann sendir frá sér síðan breiðskífan Jukk kom út haustið 2010. Árni Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast var Prinsinum til halds og trausts við framleiðslu lagsins. Jafnframt er komið út myndband við lagið sem Berglind Häsler gerði ásamt Prinsinum.

Fernir tónleikar með Prinspólu verða haldnir í febrúar. Fyrst spilar hann á Faktorý 16. febrúar en verður svo á By:Larm-hátíðinni í Osló og stígur á svið í Belígu og Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.